Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 12
12 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR SVÍADROTTNING Í LONDON Silvía Svíadrottning tók þátt í athöfn sem haldin var í sænsku kirkjunni í miðborg Lundúna í gær. Þar var 350 ára friðar- og vináttusambandi Bretlands og Svíþjóðar fagnað. Vísitölur væntinganna: Bjartsýnni en Bandaríkjamenn VÆNTINGAR Væntingar Bandaríkja- manna til efnahagslífsins fara vaxandi þessa dagana. Væntinga- vísitala þar í landi sýnir meiri bjartsýni almennings. Vísitalan nú er tæpir 93, sem er ekki hátt í sögulegu samhengi. Til saman- burðar mældist væntingavísitala Gallups á Íslandi 120,6 og hafði þá lækkað milli mánaða. Samkvæmt þessu eru Banda- ríkjamenn mun svartsýnni á eigin hag í nánustu framtíð en Íslend- ingar. Bjartsýni Bandaríkja- manna er þó vaxandi meðan dreg- ið hefur úr henni milli mánaða á Íslandi. Vísitalan bandaríska fór fram úr væntingum markaðsaðila. At- vinnuástand er í brennidepli um- ræðu í Bandaríkjunum líkt og víða. Bandaríkjamenn hafa ekki verið jafn bjartsýnir á atvinnu- ástandið síðan síðla árs 2002. Þróun atvinnuleysis er talin geta haft afgerandi áhrif á það hvort Bush forseta takist að fá endur- nýjað umboð í haust. ■ Dagur án lækna yrði óviðunandi Formaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki trúa því að Gæsluþyrlurnar verði læknalausar. Friðrik Sigurbergsson, einn þyrlu- læknanna, útilokar ekki að uppsagnarfrestur lækna verði framlengdur. LÆKNISÞJÓNUSTA „Einn dagur án lækna um borð í þyrlunum er óásættanlegt ástand, hvað þá ef þeir yrðu fleiri,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands, en uppsagnar- frestur þyrlulækna rennur út nú um mánaðarmótin. Sævar segist ekki trúa að engir læknar verði á þyrlunum fyrr en annað komi í ljós. D ó m s m á l a r á ð - herra hafi látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að Sævar og aðrir hlutaðeigandi þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að þyrlurnar yrðu læknalausar. Ráðherra segir yfir- lýsingu hafa komið bæði frá dómsmálaráðherra og heilbrigðis- ráðherra um að þjónustan verði að vera til staðar. „Læknir er hluti af áhöfn þyrlunnar eins og flug- maður og sigmaður.“ „Á fundi í gærmorgun hvatti sviðstjóri slysa- og bráðasviðs Landspítalans okkur til að endur- skoða afstöðu okkar um að upp- sagnarfresturinn yrði framlengd- ur til áramóta en hafði svo sem ekkert nýtt fram að færa. Við höfðum svarað því til að við treystum okkur ekki til að starfa í þessari óvissu,“ segir Friðrik Sig- urbergsson, einn þyrlulæknanna. Hann segir læknana til í að endur- skoða sínar ákvarðanir enda þurfi þeir alltaf að gera slíkt í sínu starfi. Þá hvetja þeir dómsmála- ráðuneytið til að endurskoða sína afstöðu líka og semja við spítal- ann um þjónustu til lengri tíma þannig að friður skapist. Hann segir að til greina gæti komið að framlengja uppsagnarfrestinn til skemmri tíma svo læknar geti verið vissir um að unnið verði að samningum til lengri tíma á næst- unni en þeir skilji ekki að það þurfi að framlengja uppsagnar- frestinn til áramóta. „Það er okk- ur mikið hjartans mál að þjónust- an haldist öflug og við viljum allt til þess gera,“ segir Friðrik. hrs@frettabladid.is HNÍFSDALUR Ísafjarðarbær vill að Ofanflóðasjóður kaupi upp húseignir á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal. Snjóflóðahætta í Hnífsdal: Húseignir keyptar upp SNJÓFLÓÐAHÆTTA Ísafjarðarbær hefur ákveðið að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að húseignir á snjó- flóðahættusvæði í norðanverðum Hnífsdal verði keyptar upp en samkvæmt frumathugunum yrðu snjóflóðavarnir mun dýrari en uppkaup. Á vef Bæjarins besta kemur fram að Halldór Halldórsson bæj- arstjóri hafi fundað með húseig- endum á svæðinu ásamt bæjar- tæknifræðingi. Næsta skref mun vera að fá fram matsverð á eign- unum en einkum er um að ræða félagslegar íbúðir í eigu Ísafjarð- arbæjar. ■ ■ Það er okkur mikið hjartans mál að þjónust- an haldist öflug og viljum allt til þess gera. MIÐBÆR AKUREYRAR KEA vill með fjárstuðningi styðja við bakið á verkefnum sem stuðla að jákvæðri þróun alls mannlífs í Eyjafirði. Kaupfélag Eyfirðinga: 800 milljónir í nýsköpun FJÁRFESTINGAR Kaupfélag Eyfirð- inga er reiðubúið að leggja fram tæplega milljarð króna næstu fjögur árin til nýsköpunar og stuðnings verkefna sem stuðla að jákvæðri framþróun atvinnulífs og menntunar í Eyjafirði. Einnig vill félagið koma að og styðja und- irbúningsrannsóknir vegna Vaðla- heiðarganga og jafnframt er vilji til að fjármagna að hluta til kaup á snjóframleiðslubúnaði til nota í Hlíðarfjalli. Telur stjórn félagsins að nýta beri hluta fjármuna fyrir- tækisins til að stuðla að auknum lífsgæðum og fjölgun tækifæra fyrir íbúa héraðsins. ■ Héraðsdómur Reykjavíkur: Sektaður fyrir þjófnað DÓMSMÁL Maður um tvítugt var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík- ur til að greiða 110 þúsund króna sekt fyrir þjófnað og fíkniefna- brot. Ef sektin verður ekki greidd innan fjögurra vikna kemur 22 daga fangelsi hennar í stað. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa brotist inn í íbúð í Kópavogi þar sem hann stal skart- gripum, áfengi og raftækjum. Þá var hann tekinn í tvígang af lög- reglu með samtals um tvö grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi. ■ Ísrael: Nauðgara nauðgað ÍSRAEL Rússneskur innflytjandi í Ísrael sem setið hefur í ísraelsku fangelsi um tíma vegna gruns um nauðgun kvartar yfir að hafa sjálfum verið nauðgað í varð- haldinu. Innflytjandinn hafði áður verið fluttur frá Kishon- fangelsinu, þar sem honum hafði einnig verið nauðgað og mis- þyrmt, til Ofek-fangelsisins. Ísraelsk fangelsisyfirvöld líta málið alvarlegum augum og rannsókn er þegar hafin en þar- lend fangelsisyfirvöld hafa löngum verið harkalega gagn- rýnd af Palestínumönnum vegna illrar meðferðar. ■ VINNAN OG VÆNTINGARNAR Atvinnuástand hefur veruleg áhrif á mat al- mennings á horfum í efnahagslífinu. Bjart- sýni Bandaríkjamanna eykst en minnkar hjá Íslendingum, sem þó eru miklu bjart- sýnni en Bandaríkjamenn.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR TF-LÍF Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það óásættanlegt ef einn dagur yrði án þyrlulækna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U RÐ U R JÖ KU LL FRÉTTAB LAÐ IÐ /SB S Danmörk: Hámarks- hraði hækkar DANMÖRK Frá og með 30. apríl mun hámarkshraði á stórum köflum hraðbrauta í Danmörku hækka í 130 kílómetra en löngum hefur verið gagnrýnt hversu hæg um- ferðin er á hraðbrautum víðast hvar í landinu. Aðrir mótmæla þessu og telja að gera þurfi hrað- brautirnar öruggari ef hækka á hraðann en það hefur danska vegagerðin ekki gert. Þó verður hámarkshraði takmarkaður í grennd við allar borgir og stór vegamót en að öðru leyti verður hér eftir leyfilegt að aka hraðar en áður. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.