Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 18
18 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR RÚIN INN AÐ SKINNI Á Nýja-Sjálandi fer fram heimsmeistara- keppnin í rúningu þar sem nokkrir tugir þeirra allra færustu etja kappi saman. Keppt er í nokkrum greinum en keppni þessi hefur farið fram í mörg ár og vekur jafnan athygli. Mannekla hjá Skattrannsóknarstjóra: Grunsamleg mál látin órannsökuð SKATTAMÁL Embætti skattrann- sóknarstjóra ríkisins ræður ekki yfir þeim mannafla sem þörf er á til að rannsaka öll þau mál sem grunsamleg þykja. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurnum Fréttablaðsins en Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig frekar um mannekluna. Í svarinu kemur fram að á undanförnum þrem árum hafi embættið lokið við samtals 261 refsiákvörðun í formi héraðsdóma og sektar- ákvarðana yfirskattanefndar. Upp voru kveðnir 65 dómar í héraði og 196 sektarúrskurðir yfirskatta- nefndar voru uppkveðnir. Einnig tók Hæstiréttur fyrir nokkur skattsvikamál og er fjöldi þeirra ekki í þessum tölum. Auk Skattrannsóknarstjóra sem nú kvartar yfir manneklu hafa aðrar stofnanir ríkisvaldsins nýlega tekið í sama streng. Hér- aðsdómarar hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki undan við að sinna málum vegna mannfæðar og for- svarsmenn Samkeppnisstofnunar hafa sagt slíkt hið sama. ■ Ríkisstjórnin ræður Ríkisútvarpinu Ríkisstjórnin hefur meirihluta í útvarpsráði. Útvarpsráð hefur bein afskipti af dagskrármótun og mannaráðningum. Ríkisútvarpið sker sig þar úr því sem gerist hjá öðrum fjölmiðlum. Davíð Oddsson forsætisráð-herra ætlar að setja lög sem takmarka eignarhald á fjölmiðl- um. Það gerir hann í nafni frels- is. Hann segir að frelsi fjölmiðl- anna sé eingöngu hægt að tryg- gja með því að setja um þá lög sem banni fyrirtækjum í mark- aðsráðandi stöðu að eiga í þeim. „Maður mætti ætla þegar maður horfir á öll þessi fyrir- tæki Norðurljósa og hvernig þau haga sér í fréttaflutningi, með stríðsfyrirsagnir, árásir og gauragang, [...] að fréttamenn á þessum fjölmiðlum hafi ekkert frelsi. Það er algjörlega og ein- göngu gengið erinda eigend- anna,“ sagði Davíð að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins. Þegar hann var spurður að því hvort hann sé að halda því fram að blaðamenn sem starfi fyrir fjölmiðla Norðurljósa væru ekki að fara eftir eigin siðferðisreglum sagði hann: „Það má vel vera að þeir geri það. Þá virðist það vera þannig að það séu nákvæmlega sömu reglurnar og eigendanna.“ Siðareglur blaðamanna Það er nú þannig með blaða- menn á Íslandi að flestir eru þeir félagar í sama félaginu, Blaðamannafélagi Íslands, og lúta sömu siðareglum. Þar á meðal eru blaða- og fréttamenn innan Norðurljósasam- steypunnar. Í siðareglum Blaðamanna- félags Íslands má meðal annars lesa: ■ Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfé- lag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. ■ Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frá- sagnir af fyrirtækjum eða hags- munasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Ummæli forsætisráðherra um blaða- og fréttamenn Norðurljósa hljóta því að eiga við alla blaða- menn landsins, sem samþykkt hafa siðareglur Blaðamanna- félagsins. Auk siðareglna Blaðamanna- félagsins hefur Fréttablaðið sett sér eigin siðareglur. Þar á meðal má finna: ■ Ekki er dreginn taumur málsað- ila í fréttum. ■ Gætt er jafnvægis milli sjónar- miða innan skamms tímabils. ■ Forðast er að skrúfa einhliða frá krana eins sjónarmiðs í einu tölu- blaði án þess að geta hinna sjónar- miða málsins í leiðinni. ■ Starfsfólk ritstjórnar lætur yf- irmenn vita um hugsanlega hags- munaárekstra vegna fjölskyldna sinna og tengdafólks, áhugamála sinna, félagstengsla og fjármála. ■ Starfsfólk ritstjórnar notar ekki upplýsingar úr starfi í eiginhags- munaskyni, t.d. til viðskipta með hlutabréf, og skrifar ekki um fyr- irtæki, sem það á hlut í. Þessar siðareglur eru hafðar í heiðri á Fréttablaðinu, hvað sem forsætisráðherra kann að halda. Útvarpsráð og hlutleysi En fyrst forsætisráðherra hefur einsett sér að gagnrýna blaðamannastéttina á þennan hátt og heldur því fram að blaða- menn á Íslandi gangi erinda eig- enda sinna má spyrja hverra erinda fréttamenn Ríkisútvarps- ins eru að ganga. Eru þeir ekki enn bundnari fyrirmælum eig- enda sinna en blaðamenn á einkareknu fjölmiðlunum? Að sjálfsögðu gæta þeir fylls- ta hlutleysis eins og blaðamönn- um sæmir. Þeir eru þó bundnir ákvörðunum útvarpsráðs. Norðurljós starfrækja ekki útvarpsráð. Hjá fyrirtækinu gildir sú stefna að ritstjórn starfi sjálfstætt og er ekkert samráð haft við stjórnendur eða eigendur Norðurljósa. Ekki er hægt að segja hið sama um Rík- isútvarpið, útvarp allra lands- manna. Ríkisútvarpinu er stjórnað af útvarpsráði. Á heimasíðu ríkis- útvarpsins segir: „Útvarpsráð er skipað sjö mönnum og jafnmargir eru til vara. Ráðið er kosið hlutfalls- kosningu á Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar. Útvarpsráð tekur ákvarðanir um hvernig út- varpsefni skuli haga í höfuð- dráttum innan marka fjárhagsá- ætlunar. Útvarpsráð gerir tillög- ur til útvarpsstjóra um ráðningu starfsfólks dagskrár.“ Útvarpsráð var skipað í maí 2003. Í því sitja: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður, Sjálfstæðisflokki; Anna K. Jóns- dóttir, Sjálfstæðisflokki; Andri Óttarsson, Sjálfstæðisflokki; Páll Magnússon, Framsóknar- flokki; Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingu; Ingvar Sverrisson, Samfylkingu og Kjartan Egg- ertsson, Frjálslynda flokknum. Í lögum um Ríkisútvarpið segir meðal annars: ■ Menntamálaráðherra skipar formann og varaformann úr Landssamband lögreglumanna: Betur má ef duga skal LÖGREGLUMÁL Landssamband lög- reglumanna fagnar eflingu lög- reglu á höfuðborgarsvæðinu með stækkun sérsveitar Ríkislög- reglustjóra og viðbót við vakt- göngulið lögreglunnar í Reykja- vík. Þingið vill sjá fleiri njóta góðs af uppbyggingartillögum innan lögreglunnar og ályktar að áhersla verði lögð á eflingu lög- reglu á landinu öllu en ekki ein- göngu á suðvesturhorninu. Nokkur lögregluembætti á lands- byggðinni búa við mun verri tækjakost en félagar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. ■ ÍSLAND FRAM YFIR MALLORKA Samkvæmt könnun sænska ferðatímarits- ins Alt om resor er Ísland önnur vinsælasta eyjan í hugum sænskra ferðalanga. Svíar velja bestu eyjuna: Ísland í öðru sæti FERÐALÖG „Þetta er mikil viður- kenning fyrir íslenska ferðaþjón- ustu og ánægjulegur afrakstur af markaðsstarfi Icelandair í Sví- þjóð og á Norðurlöndunum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair. Ísland er í öðru sæti yfir vin- sælustu eyjur heims í könnun ferðatímaritsins Alt om Resor en það er stærsta tímarit sinnar teg- undar í Svíþjóð og er lesið af 200 þúsund manns í hverjum mánuði. Í könnuninni var fólk spurt hver væri besta eyjan sem það hefði heimsótt, vildi heimsækja aftur og myndi mæla með við vini sína. Sænska eyjan Gotland hafnaði í fyrsta sæti en fast á hæla henn- ar kom Ísland. Neðar á listanum urðu meðal annars vinsælir sólar- strandastaðir eins og Mallorca, Balí, Sikiley og Manhattan. ■ Sjúkraskrár á Austurlandi: Í einn gagnagrunn AUSTURLAND Persónuvernd hefur gefið grænt ljós á að allar sjúkra- skrár fólks á svæðinu frá Djúpa- vogi til Vopnafjarðar verði settar í einn gagnagrunn. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands setur spurningarmerki við þörf- ina á gagnagrunninum og efast Rúnar Reynisson, yfirlæknir sjúkrahússins á Seyðisfirði, mjög um réttmæti þess að persónuupp- lýsingar fólks séu samkeyrðar með þessum hætti. Hann gagnrýnir fyrst og fremst að fólk hafi ekkert val um það hvort það vill vera í umrædd- um gagnagrunni eða ekki. Hann segist ekki hafa fengið viðhlítandi skýringar á því hvers vegna svo sé. Stefán Þórarinsson, lækninga- forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir að þarna sé verið að laga skráningu þessara upplýsinga að nútímanum og full- yrðir að ekki sé verið að auka hættuna á að persónuupplýsingar verði misnotaðar. Þegar hafa komið fyrirspurnir frá einstaklingum sem ekki vilja að upplýsingar um þá fari í sam- einaða skrá og búast má við að til- högunin verði kærð. ■ SKATTFRAMTAL Ekki er mannafli hjá Skattrannsóknarstjóra til að skoða nánar öll tilvik sem grunsam- leg þykja. Baksviðs SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um eigendavald fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.