Fréttablaðið - 29.04.2004, Page 38

Fréttablaðið - 29.04.2004, Page 38
Ég reikna með að þetta verðisvona hefðbundinn dagur hjá mér,“ segir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður Frjálslynda flokksins, sem er 49 ára í dag. Hann fór á sjó í morgun klukkan fimm og reiknaði með að vera farinn að draga net um sex- leytið. „Ég verð svo sjálfsagt að draga net til þrjú eða fjögur síðdeg- is. Ég er að vona að kokkurinn sjái sóma sinn í því að hafa einhverja tilbreytingu í tilefni dagsins.“ Meðfram því að stunda sjóinn segist Grétar vera í daglegu sam- bandi við sitt lið í Frjálslynda flokknum og að öllu jöfnu fylgjast vel með. „Sérstaklega þegar maður er svona nálægt landi, heyrir útvarp og sér sjónvarp á kvöldin. Það er í raun mjög manneskjulegt að vera á svona netabát.“ Fiskveiðistjórnun er hans mál og þegar talið snýst að sjónum er margt sem honum liggur á hjarta. „Mér líst ekkert á þessa þróun sem hefur verið í gangi,“ segir hann. „Veiðiheimildir eru alltaf að færast á færri og færri hendur og það er slæm þróun. Fiskveiðikerfið er eitt það sorglegasta sem hefur hent þessa þjóð. Það gengur ekki að af- henda fáum útvöldum leyfi til að braska með kvótann og láta svo fólk vítt og breitt um landið éta það sem úti frýs. Þetta er mesti þjófnaður Ís- landssögunnar og það er lífsspurs- mál að breyta þessu.“ Grétar var þrjá mánuði á þingi til að reyna að hafa áhrif og hafði mjög gaman af. Sagan segir að Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra hafi verið spurður að því hvernig væri að hafa Grétar á Al- þingi og hann hafi svarað því til að það væri nú í lagi, nema Grét- ari gengi illa að læra siði þingsins og ávarpa forseta rétt. Það væri nú samt ekkert skrýtið eftir þrjár vikur á þingi. Gunnar Birgisson hefði verið á þingi í átta ár og væri ekki búinn að læra það enn. Af reynslu sinni á þingi segir Grétar mest hafa komið sér á óvart hve mikið væri af lagafrum- vörpum eða þingsályktunartillög- um stjórnarandstöðunnar sem væru svæfð í nefndum. „Þetta er stór galli á vinnubrögðum þings- ins, sem á að sjá sóma sinn í því að láta reyna á atkvæðagreiðslu. Bróðurparturinn af öllum þings- ályktunartillögum og frumvörp- um sem stjórnarandstaðan flytur er bara svæfður í nefndum, sem eru skelfileg vinnubrögð.“ ■ Þennan dag árið 1958 varBroadway-söngleikurinn My Fair Lady frumsýndur í London við frábærar viðtökur. Ingrid Bergman, Dirk Bogarde og Ter- ence Rattigan voru meðal þeirra sem mættu á frumsýninguna í Drury Lane-leikhúsinu en hundr- uð manna höfðu safnast saman á götum úti til að berja stjörnurnar augum. Í fyrsta sinn í sögu West End var byrjað að braska með svarta- markaðsleikhúsmiða og voru mið- arnir á My Fair Lady seldir svart á nánast fimmföldu verði. Lög- reglan hafði afskipti af svarta- miðabraskinu og í kjölfarið voru tveir menn handteknir og sektað- ir. Upphafleg hlutverkaskipan frá Broadway hélst að mestu leyti en þar fór Rex Harrison með hlut- verk prófessors Higgins og Julie Andrews lék Elizu Doolittle. Harrison fór einnig með hlut- verkið í kvikmyndinni My Fair Lady en þar tók Audrey Hepburn við af Julie Andrews og gerði Elizu Doolittle ódauðlega í átt- faldri Óskarsverðlaunamynd þeirra Warner-bræðra. Rex Harri- son, sem hafði leikið Higgins í tvö ár á Broadway fyrir frumsýning- una í London, var spenntur yfir að leika fyrir enska áhorfendur. „Ég er ánægðari í hlutverkinu í London,“ sagði Harrison, „vegna þess að ég er kominn heim og það er stórkostlegt að vinna í Drury Lane-leikhúsinu.“ ■ ■ Þetta gerðist 1945 Adolf Hitler giftist Evu Braun; flotaforinginn Karl Dönitz fær nafnbótina „arftaki Hitlers“. 1954 Indland viðurkennir formlega að Tíbet sé hluti af kommúnistaveld- inu Kína. 1965 NASA sendir út gervitunglið Explorer 27 til að rannsaka þyngdarafl jarðarinnar. 1968 Rokksöngleikurinn Hárið færist frá Greenwich Village og upp á Broadway. 1974 Forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, gefur út yfirlýsingu um að hann ætli að leyfa birtingu á klipptri útgáfu af leynilegum upp- tökum Hvíta hússins um Water- gate-hneykslið. 1983 Harold Washington verður fyrsti svarti borgarstjóri Chicago. 1992 Óeirðir brjótast út eftir að fjórir hvítir lögreglumenn í Los Angeles eru sýknaðir af ákæru um harka- lega líkamsárás á blökkumanninn Rodney King. 26 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Regína Thorarensen, fyrrverandi frétta- ritari DV, er 87 ára. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar, er 53 ára. Lúðvík Bergvins- son alþing- ismaður er 40 ára. Rúnar Freyr Gíslason leikari er 31 árs. ■ Andlát Anna Ágústsdóttir Severson, áður til heimilis í Ásgarði 149, Reykjavík, lést laugardaginn 24. apríl. Kristinn Jóhannsson, Vitastíg 9a, Reykjavík, lést mánudaginn 26. apríl. Óli Kr. Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, Laufbrekku 25, Kópavogi, lést mánudag- inn 26. apríl. Þórður Willardsson er látinn. ■ Jarðarfarir 13.30 Eyfríður Guðjónsdóttir frá Nefs- holti, áður til heimilis í Austurbrún 6, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins. 15.00 Laufey Sigurrós Jónsdóttir, Mávahlíð 11, verður jarðsungin Frá fossvogskapellu. 15.00 Oddur Thorarensen fyrrverandi sóknarprestur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Afmæli GRÉTAR MAR JÓNSSON ■ er 49 ára. Undrast vinnubrögð þingsins. UMA THURMAN Leikkonan sem fer með hlutverk bardagaglöðu brúðarinnar í kvikmyndinni Kill Bill er 34 ára í dag. 29. apríl Það eru 90 ár liðin síðan Íslend-ingar friðuðu örninn og voru fyrstir þjóða til að gera það en þá hafði erninum næstum verið út- rýmt,“ segir Ólafur Einarsson, framkvæmdarstjóri Fuglavernd- ar. Í tilefni þess heldur Fugla- vernd sérstakan fræðslufund helgaðan haferninum og verndun hans hér á landi og í Skotlandi. Fundurinn verður í Bratta, sal Kennaraháskóla Íslands, og hefst klukkan 20.30. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, fuglafræðingur á Náttúru- fræðistofnun Íslands og einn helsti sérfræðingur Íslendinga um örninn, mun fjalla um vernd- un og stöðu íslenska stofnsins. Jafnframt mun fulltrúi frá Kon- unglega breska fuglaverndar- félaginu segja frá haförnum í Skotlandi, útrýmingu þeirra og endurheimt varpstofnsins með innflutningi unga frá Noregi. „Fuglavernd, sem varð 40 ára á síðasta ári, átti mikinn þátt í að stofninn fór að rétta úr kútnum aftur. Félagið beitti sér strax fyr- ir eitrunarbanni, en þá var eitrað fyrir ref, og gekk það bann í gildi 1964. Eitrunarbannið átti að standa næstu fimm árin en eitrun var aldrei tekin upp aftur þrátt fyrir umræðu um slíkt á Búnaðar- þingi 1969. Þetta var mikil barátta á sínum tíma,“ segir Ólafur. Nú eru tæplega 60 arnarpör á Íslandi en í kringum 1800 er talið að stofninn hafi verið um 150-200 pör. „Fundurinn er haldinn í til- efni þessa afmælis verndunar arnarins. Við munum svo kynna sérstakan arnarvef og innsigla samstarf Fuglaverndar og Kon- unglega breska fuglaverndar- félagsins í Skotlandi.“ ■ Tímamót FUGLAVERND ■ Heldur sérstakan fræðslufund í tilefni þess að 90 ár eru síðan örninn var friðaður. Framsýni Íslendinga að friða örninn Gekk illa að læra siði þingsins GRÉTAR MAR JÓNSSON Fór á sjó snemma í morgun og reiknar með að draga net eitthvað fram eftir degi. 29. apríl 1958 MY FAIR LADY ■ Var frumsýnt í London við mikinn fögnuð áhorfenda. Rex Harrison og Julie Andrews fóru með aðalhlutverkin en þau höfðu þá þegar leikið sýninguna í tvö ár á Broadway. ANDRE AGASSI Tennismeistarinn er 34 ára í dag, fæddur 1970 rétt eins og Uma Thurman. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M My Fair Lady frumsýnt í London JULIE ANDREWS Fór með hlut- verk Elizu Doolittle á Broadway og í London. Audrey Hepburn tók svo við hlut- verkinu í Ósk- arsverðlauna- mynd eftir sögunni. ■ Afmæli ÖRN Á FLUGI 90 ár eru liðin frá því að örninn var friðaður á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /D AN ÍE L B ER G M AN N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.