Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 16

Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 16
16 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR MISÞYRMINGUM MÓTMÆLT Misþyrmingum íraskra fanga setuliðsins í Írak var mótmælt í Istanbúl í gær. Íslömsk mannréttindasamtök stóðu fyrir mótmæl- unum og fordæmdu misþyrmingarnar. LÁNAMARKAÐUR Bankarnir keppast um hylli neytenda með nýjum vöruflokkum útlána. Íslandsbanki kynnti húsnæðislán í erlendum myntum um áramótin. Landbank- inn býður nú upp á nýja gerð fast- eignalána. Lántakendur geta valið hvort lánin eru verðtryggð í er- lendri mynt eða í er- lendri myntkörfu sem ber lægri vexti. Möguleiki er einnig á að blanda saman innlendu og erlendu láni. Vaxtakjör eru háð veðsetningarhlutfalli eigna. Bankarnir hafa aukið sveigjan- leika lána og eru lán Landsbank- ans til allt að 40 ára, með mögu- leika á að fresta greiðslu afborg- ana í sjö ár og vaxtagreiðslum í allt að tvö ár. Afborganir lána með löngum endurgreiðslutíma eru að mestu vextir og verðbætur í fyrstu. Í til- viki 40 ára lána fer ekki að saxast að marki á höf- uðstól lánsins fyrr en eft- ir 25 ár. Seinkun afborg- ana er hins vegar talinn kostur fyrir þá sem vilja hafa frið til að klára nið- urgreiðslu skammtímalána áður en afborganir lána til lengri tíma taka við. ■ ATVINNULÍF Stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu, útgerð og fisk- vinnslu kvarta mest yfir opin- berri reglubyrði. Í könnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera kemur fram að 40 prósent for- svarsmanna fyrirtækja kvarta undan opinberri reglubyrði og segja hana íþyngjandi í sínum rekstri. Samtök atvinnulífsins hafa látið vinna skýrslu um eftir- lit með atvinnustarfsemi. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að opinberar leikreglur séu forsenda heilbrigðs markaðssam- félags og að sátt ríki um þær. Mik- ilvægt væri hins vegar að gæta hófs við setningu reglna og ákvörðun eftirlits, og að halda kostnaði og umstangi vegna eftir- litsins í lágmarki. Mikilvægt væri að stjórnvöld færu eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og létu til dæmis alltaf fara fram kostn- aðarmat áður en settar væru á nýjar eftirlitsreglur. Hann lagði áherslu á að eigið innra eftirlit fyrirtækja og gæðakerfi fælu oft í sér bestu lausnina. Í skýrslu Samtaka atvinnulífs- ins kemur fram að atvinnugreinar búa við mismunandi stöðu gagn- vart opinberu eftirliti. Meðal þess sem til framfara hefur horft að mati samtakanna er eftirlit með rafverktökum. Við eftirlit í þeirri grein hefur kostnaður við eftirlit lækkað um helming undanfarinn áratug. Veitingastarfsemi býr við mikið eftirlit. Tillögur Samtaka atvinnu- lífsins eru að eftirlit með veitinga- húsum verði samræmt og veit- ingaleyfi, starfsleyfi, vínveitinga- leyfi og tóbakssöluleyfi verði felld í eitt leyfi. Samtökin benda á að eftirlit með veitingahúsarekstri sé mikið til á hendi sömu aðila. Bensínstöðvar búa við flókið eftirlitsumhverfi og fjölþættur rekstur kallar á mörg mismun- andi starfsleyfi. Mikill kostnaður fylgir slíku eftirliti. Samtökin benda á að fyrirtæki í bensínsölu reki samsvarandi rekstur víða og ættu ekki að þurfa ítarlegt árvisst eftirlit með hverri stöð. Lagt er til að í stað slíks eftirlits sé tekið upp úrtakseftirlit sem myndi hafa minni tilkostnað í för með sér. Í skýrslunni er einnig bent á það að óeðlilegt sé að fjármálafyr- irtæki beri kostnað af vinnu Fjár- málaeftirlitsins sem tengist setn- ingu laga og reglna um markað- inn. Eðlilegt sé að ríkið beri þann kostnað eins og af öðrum sviðum lagasetningar. haflidi@frettabladid.is DÝR Stóðhesturinn Oddur frá Sel- fossi sem dvalið hefur í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í vetur er nú á förum. Það fer því hver að verða síðastur að líta á þennan glæsihest sem fer úr garð- inum eftir helgi. Oddur frá Selfossi er í eigu Einars Öders Magnússonar, Hrossaræktarsambands Vestur- lands og Hrossaræktarsamtaka Austur Húnvetninga. Oddur er leirljósstjörnóttur og glófextur og er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Leiru frá Þingdal. ■ Hátíð á Eskifirði: Eskja 60 ára FJARÐABYGGÐ Eskja, áður Hrað- frystihús Eskifjarðar verður 60 ára næstkomandi laugardag. Stofnendur félagsins voru á þriðja hundrað, einstaklingar og fyrirtæki á Eskifirði. Árið 1960 eignuðust bræðurnir Aðalsteinn og Kristinn Jónssynir, meirihlut- ann í fyrirtækinu og Aðalsteinn gegndi starfi forstjóra þess til ársins 2001. Núverandi forstjóri er Elfar Aðalsteinsson. Í tilefni af- mælisins á laugardag, verður boð- ið til hátíðardagskrár í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eski- firði, auk þess sem almenningi gefst kostur á að skoða húsnæði og starfsemi fyrirtækisins. ■ Hagstofa Íslands: Þjóðskránni lokað ÞJÓÐSKRÁ Hagstofa Íslands lokaði um síðustu mánaðamót fyrir að- gang að þjóðskrá í opnum upp- flettikerfum á vefnum. Með þessu er brugðist við fjölda athuga- semda einstaklinga um að þjóð- skráin á vefnum sé of aðgengileg og opin hverjum sem er, hvar sem er í heiminum. Í stað uppflettingar í opnum kerfum á vefnum verður aðgang- ur heimilaður í lokuðum kerfum þeirra fyrirtækja sem þess óska fyrir viðskiptamenn sína. Það á til dæmis við um viðskiptamenn banka og sparisjóða. Sú tilhögun verður til reynslu í maí en verður þá endurskoðuð. Fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum stendur áfram til boða að fá nafnaskrár þjóðskrár til notkunar við starfsemi sína. ■ Húsdýragarðurinn: Oddur fer ODDUR KVEÐUR HInn frægi stóðhestur Oddur frá Selfossi kveður húsdýragarðinn eftir helgi. ATHAFNASVÆÐI ESKJU Þess verður minnst með veglegum hætti á laugardag að 60 ár eru þá liðin frá stofnun Hraðfrystihús Eskifjarðar sem oftast er kennt við Alla ríka, Aðalstein Jónsson. LÁNI AÐ FAGNA Íslendingar hafa sjaldan átt jafn greiðan aðgana að bankalánum og nú. Framboð af mismunandi lánum bankanna er mikið um þessar mundir og skuldviljugir hafa úr mörgum vöruflokkum að velja. VAXTAKJÖR NÝRRA HÚSNÆÐISLÁNA LANDSBANKANS: Veðsetningarhlutfall Gengibundin lán Vertryggð lán í krónum 0-30% 2,29% 5,40% 31-50% 3,04% 6,15% 51-60% 3,79% 6,90% 65-80% 4,29% 7,40% Vöruframboð lána: Bankarnir auka fjölbreytni Vilja hagræðingu eftirlitsiðnaðarins Samtök atvinnulífsins vilja skilvirkara og ódýrara eftirlit með atvinnustarfsemi. Framkvæmda- stjóri SA leggur áhersu á að innra eftirlit fyrirtækja sé oft besta lausnin. Þar sem utanaðkomandi eftirlit sé nauðsynlegt sé mikilvægt að gæta aðhalds í kostnaði. ATRIÐI SEM SAMTÖK AT- VINNULÍFSINS VILJA AÐ HÖFÐ SÉU Í HUGA VIÐ EFTIR- LIT MEÐ ATVINNUFYRIRTÆKJ- UM ÞAR SEM ÞAÐ ER TALIÐ NAUÐSYNLEGT Sameining leyfisveitinga Lágmörkun kostnaðar Samræmi í framkvæmd Forðast tvíverknað, sameina eftirlit Umbun fyrir virkt innra eftirlit Flytja framkvæmd út á markaðinn Þjónustugjöld séu eingöngu fyrir veitta þjónustu ÍÞYNGJANDI EFTIRLIT Á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins var kynnt skýrsla um eftirlit með atvinnulífinu. Samtök atvinnulífsins telja mikilvægt að einfalda eftirlit- ið og draga úr kostnaði. Þá sé sumum kostnaði við eftirlit velt yfir á atvinnulífið sem réttara væri að aðrir borguðu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.