Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 19
19FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 9 3 7 / si a. is borðinu skuluð þið þekkja þær Til að tryggja hámarks gæði og endingu í samræmi við kröfur nútímans notar Steypustöðin ehf. nýjustu tækni við framleiðslu á hellum og steinum. Hver hella er samsett úr tveimur lögum sem steypt eru samtímis. Hellur steinar Í efra lagið er notaður ljós og harður sandur frá Noregi sem gefur endingar- mikla og fallega áferð. Í neðra lagið er notuð þétt steypa þar sem uppistaðan er sterk íslensk fylliefni. Pantaðu tíma í ráðgjöf hjá landslagsarkitektum Steypustöðvarinnar ehf. um val á hellum og steinum þér að kostnaðarlausu. Fáðu sendan bækling á www.steypustodin.is Söludeildin er opin kl. 8-18 virka daga. Framleiðsla okkar fylgir gæðastöðlunum ÍST EN 1338:2003 og ÍST EN 1339:2003. Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 • Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 • Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Á yfir- KÁRAHNJÚKAR Varnarstíflan í Hafrahvammagljúfri, stærsta stífla landsins, er því sem næst tilbúin. Í hana hafa farið yfir 56 þúsund rúmmetrar af fyllingar- efni og hún er um 50 metra há. Varnarstíflunni er ætlað að beina vatnsrennsli Jöklu í vorleysingum um hjáveitugöngin framhjá stæði Kárahnjúkastíflu. Í sjálfa Kára- hnjúkastíflu eru nú komnir um 790 þúsund rúmmetrar af þeim 8,5 milljónum rúmmetra af upp- fyllingarefni sem eiga að mynda hana. Um 1.250 starfsmenn eru nú á virkjunarsvæðinu og eru Portú- galar þeirra fjölmennastir. Hjá Impregilo og undirverktökum fyrirtækisins eru nú alls um 1.100 manns á launaskrá við stíflugerð og borun aðrennslisganga. Hjá Fosskrafti og undirverk- tökum í Fljótsdal eru um 100 manns við gangagerð og hjá fram- kvæmdaeftirliti Landsvirkjunar á svæðinu starfa alls um 50 manns. Portúgalar eru sem fyrr sagði fjölmennasti hópur útlendinga, hátt í 400 manns. Þá vinna um 100 Ítalir á virkjanasvæðinu, um 60 Kínverjar og um 30 Slóvakar. ■ Framkvæmdir við Kárahnjúka: Stærsta stífla landsins tilbúin MATARHLÉ Fjölþjóðlegt lið leggur hart að sér við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Um 1.250 manns eru nú á svæðinu, þar af tæpur helmingur útlendingar. Hreyfing lengir líf: Minnkar lík- ur á sjúk- dómum LÍKAMSRÆKT Hópur alþjóðlegra vísindamanna segir að regluleg hreyfing lengi líf okkar. Hún ver okkur gegn brjósta- og ristil- krabbameini, minnkar hættu á hjartasjúkdómum og sykursýki, byggir upp bein og minnkar líkur á snemmbúnum dauðdaga allt að þrjátíu prósent. Regluleg hreyfing bætir einnig skap og framkallar almenna vellíðan. Mælt er með að fólk byrji rólega á að bæta hreyfingu inn í daglegt amstur. ■ London: Vagga skynjar barnsgrát BÖRN Garry Cho, hönnunarnemi í Brunel-háskólanum í Vestur- London, hefur fundið upp vöggu sem er eins konar barnfóstra. Vaggan er búin nemum sem fylgj- ast með ef barnið fer að gráta, ef það hættir að hreyfa sig í hættu- lega langan tíma eða ef hiti í her- berginu fer niður fyrir visst stig, til að koma í veg fyrir vöggudauða. Ef barnið fer að gráta hreyfist vaggan sjálfkrafa upp og niður til að róa það. Þessi hreyfing varir í 45 sekúndur. Ef barnið grætur ennþá er þessi hreyfing endurtek- in tvisvar sinnum í viðbót. Ef það virkar ekki er merki sent til for- eldranna. Cho fékk þessa hug- mynd er hann var að gæta barna og vonar að hún geti hlíft foreldr- um við andvökunóttum. ■ Frumvarp um opinbera starfsmenn: Sátt í nefnd ALÞINGI Efna- hags- og við- s k i p t a n e f n d fundaði að nýju í fyrra- dag um frum- varp um rétt- indi og skyld- ur opinberra starfsmanna, en fundinum hafði verið frestað vegna ágreinings um að afgreiða ætti málið úr nefnd. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að boða aftur gesti á fund nefndarinnar og var tekið undir þá tillögu eftir að sátt náðist. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur áminning ekki lengur skilyrði fyrir uppsögn, en stefnt er að því að afgreiða málið fyrir föstudag. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, vísar því á bug að hann hafi reynt að viðhafa ólýðræðisleg vinnubrögð með því reyna að rífa málið út úr nefndinni gegn meirihluta nefnd- armanna. „Ég tel að vilji meirihluta Al- þingis eigi að koma fram og tel ekki eðlilegt að nefndarmenn í einstökum þingnefndum geti stöðvað mál sem meirihluti er fyrir á Alþingi,“ sagði Pétur. ■ PÉTUR BLÖNDAL Sætti gagnrýni fyrir að hafa reynt að rífa frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna út úr nefndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.