Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 21

Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 21
21FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 www.toyota.is Frumsýning 8. maí. Hversu Verso viltu vera? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 40 6 0 5/ 20 04 UMBOÐSMAÐUR Tryggvi Gunnars- son, umboðsmaður Alþingis, segir í áliti sínu að dómsmálaráðherra hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru til hans í lögum um dómstóla þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara í ágúst í fyrra. Þrír umsækjenda kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun ráðherra; þeir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, Jakob Möller hæstaréttarlögmað- ur og Eiríkur Tómasson, deildar- forseti lagadeildar Háskóla Ís- lands. Í niðurstöðu álits síns segir umboðsmaður Alþingis að máls- meðferð dómsmálaráðherra við undirbúning að skipun í embætti dómara við Hæstarétt hafi ekki fullnægt kröfum laga um dóm- stóla. Enn fremur telur umboðs- maður að rannsókn málsins hafi ekki verið í samræmi við stjórn- sýslulög. Vegna þessara ann- marka segir umboðsmaður að af hálfu dómsmálaráðherra hafi ekki verið lagður fullnægjandi grundvöllur að skipun Ólafs Bark- ar í embætti hæstaréttardómara. „Það er ekki hlutverk mitt að lögum að taka afstöðu til þess hvaða lagalegu afleiðingar þessir annmarkar á meðferð málsins kynnu að hafa í för með sér ef um þetta yrði fjallað af dómstólum. Það eru tilmæli mín til dómsmála- ráðherra að framvegis verði tekið mið af þeim sjónarmiðum sem lýst er í áliti þessu við undirbúning og veitingu embætta hæstaréttar- dómara,“ segir í niðurstöðunni. ■ JAFNRÉTTISMÁL Björn Bjarnason dómsmálaráðherra braut jafn- réttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í stöðu dómara við Hæstarétt Íslands á síðasta ári. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í byrj- un apríl að Björn hefði brotið lög um jafna stöðu og rétt karla og kvenna en einn umsækjenda um stöðuna, Hjördís Björk Hákonar- dóttir, kærði ráðherrann fyrir nefndinni. Það er álit kærunefndar jafn- réttismála að auk starfsferils varpi nám og rannsóknarstörf umsækjenda ljósi á lögfræðilega þekkingu þeirra. Nefndin mat Hjördísi hæfari en Ólaf Börk, sem skipaður var í embættið. Í úrskurðinum segir að Birni hafi ekki tekist á málefnalegan hátt að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið að baki ráðningu Ólafs Barkar. Nefndin bendir á að aðeins tveir dómarar af níu við Hæstarétt séu konur. Birni hafi þess vegna bor- ið að gæta þess að velja konu þegar ráðið var í embættið enda sé hún jafn góður eða betri kost- ur en Ólafur Börkur Þorvaldsson. Í niðurstöðunum segir orðrétt: „Líta verður svo á að við mat á hæfni umsækjenda til þess að hljóta embætti hjá opinberum aðila skuli sá sem stöðuna veitir leggja til grundvallar lögbundin embættisgengisskilyrði, sé þeim til að dreifa.“ Kærunefndin beindi þeim til- mælum til dómsmálaráðherra að fundin yrði viðunandi lausn á málinu. ■ STJÓRNMÁL „Ráðherrum í mörgum öðrum löndum hefur verið gert að segja af sér af minna tilefni en hér er um að ræða,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. Tilefnið er niðurstaða umboðsmanns Al- þingis um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi ekki farið í einu og öllu að lögum við ráðningu Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu hæstaréttardómara. „Ábyrgð ráðherra er þrenns kon- ar; lagaleg, pólitísk og siðferðileg. Hvað varðar lagalegu hliðina þarf meirihluta á Alþingi til að kæra en slíkt hefur aldrei gerst og er ekki líklegt til að gerast núna heldur. Pólitísk og siðferðileg ábyrgð er matskenndari og slík ábyrgð ræðst af pólitískum aðstæðum og al- mennri siðferðiskennd og hefðum í viðkomandi landi. Á Íslandi er nán- ast engin hefð fyrir því að ráðherr- ar sæti ábyrgð og taki pokann sinn þrátt fyrir að slíkt sé algengt í ná- grannalöndum okkar.“ Gunnar telur eðlilegra í lýðræð- isþjóðfélagi að ráðherrar berist við ábyrgð og ríghaldi ekki í stóla sína þegar áfellisdómar eru staðfestir yfir þeim. „Mitt mat er það að ef staða sem þessi kæmi upp í Dan- mörku yrði ráðherra að taka afleið- ingum gerða sinna og mikil pressa á ráðherra að segja af sér.“ ■ Álit umboðsmanns Alþingis: Björn uppfyllti ekki lagakröfur Álit kærunefndar jafnréttismála: Björn braut jafnréttislög ■ Álit ■ Álit ■ Í umræðunni ■ Í umræðunni MISTÚLKAR SUNDUR OG SAMAN „Veikburða rök ráð- herrans eru ámátleg þegar hann snýr öllu á hvolf í jafn- réttislögunum og misskilur þau og mistúlkar sundur og saman eftir eigin geðþótta.“ Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður. Fréttablaðið 17. apríl. ENGINN ÁFELLISDÓMUR „Það er ekki áfellisdómur yfir Birni Bjarnasyni, dómsmálaráð- herra, að deilur rísi hér um veitingu embættis dómara við Hæstarétt, enda hefur það gerzt hvað eftir annað.“ Leiðari Morgunblaðsins 5. maí TEKUR ÁLITIÐ ALVARLEGA „Ég tek álit umboðsmanns Alþingis alltaf alvarlega og skoða þau vel.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Morgunblaðið 5. maí. TVÖ GUL GERA ... „Þetta er ann- að gula spjaldið sem dóms- málaráðherra fær...“ Össur Skarphéðinsson þingmaður. Fréttablaðið 5. maí. KOMIÐ NÓG „Ég mun ekki að- hafast frekar...“ Jakob Möller, einn umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara. Fréttablaðið 5. maí. NIÐURSTAÐA BJÖRNS „Barn síns tíma.“ Björn Bjarnason um jafnréttislögin. Morgunblaðið 7. apríl. GUNNAR HELGI KRISTINSSON Ráðherrar annars staðar hafa sagt af sér af minna tilefni. Gunnar Helgi Kristinsson um ábyrgð ráðherra: Ekki eins hér og nágrannalöndunum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.