Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 24
Frjálslyndi flokkurinn hefur á
yfirstandandi þingi og fyrri þing-
um lagt fram ýmis mál er varða
sérstaklega hag launamanna, eldri
borgara og barnafjölskyldna, sem
hér eru kynnt í tilefni af baráttu-
degi verkalýðsins síðastliðinn
sunnudag.
Fyrst er að nefna frumvarp til
laga um stéttarfélög og vinnudeil-
ur vegna lausra kjarasamninga.
Tilgangur þess er að bæta réttar-
stöðu launþega þegar samnings-
gerð hefur dregist mánuðum sam-
an. Frumvarpið kveður á um að
dragist samningsgerð lengur en í 6
mánuði eigi launþegar rétt á að
umsamdar launabætur virki aftur
í tímann, allt að þrem mánuðum.
Dragist samningar lengur en í 12
mánuði kveður frumvarpið á um
að kjarasamningsákvæði séu aft-
urvirk frá því að samningur féll úr
gildi. Ljóst er að slík ákvæði
myndu auka verulega þrýsting á
atvinnurekendur að ganga til
samninga og jafnvel koma í veg
fyrir að kjarasamningar drægjust
óhóflega eins og dæmi eru um í
yfirstandandi kjaradeilu.
Annað frumvarp varðar breyt-
ingu á lögum um tekjuskatt og
eignaskatt. Það kveður á um að
launþegar megi draga frá tekjum
sínum kostnað við ferðalög til og
frá vinnu. Miðað er við að ferða-
kostnað, umfram 120.000 kr. á ári
og allt að 400.000 kr., megi laun-
þeginn draga frá tekjum sínum.
Samsvarandi ákvæði hafa verið
sett í lög í nágrannalöndum til að
efla störf í dreifbýli og létta undir
með launþegum sem þurfa að
sækja vinnu um langan veg. Frum-
varpið samrýmist vel þeirri stefnu
sem haldið hefur verið á lofti í
byggðamálum og felst í því að
stækka atvinnusvæði á lands-
byggðinni og auðveldar atvinnu-
sókn jafnt til sem frá höfuðborg-
inni. Mikill ferðakostnaður getur
hamlað slíkri þróun og er til þess
fallinn að draga úr samkeppnis-
hæfni byggðarlaga um vinnuafl.
Mikill ferðakostnaður getur einnig
virkað vinnuletjandi með þeim af-
leiðingum að menn sjá hag sínum
betur borgið með því að þiggja at-
vinnuleysisbætur en að sækja
vinnu í næsta byggðarlag.
Þá hefur flokkurinn lagt fram
þingsályktunartillögu um tryggan
lífeyri þar sem lagt er til að bæta
skuli þjóðfélagsstöðu lífeyrisþega
sem fá minni lífeyri greiddan úr
lífeyrissjóði sínum en 50 þúsund
krónur á mánuði. Þetta yrði gert
með því að breyta bótareglum al-
mannatrygginga þannig að lífeyr-
isgreiðslur undir 50 þúsund krón-
um skerði ekki grunnlífeyri, tekju-
tryggingu, heimilisuppbót eða aðr-
ar bætur lífeyrisþegans.
Vitað er að lífeyrisgreiðslur til
fjölda lífeyrisþega eru enn of lág-
ar til þess að geta verið meginstoð
í afkomutryggingu allra lífeyris-
þega. Því er lagt til að greiðsla úr
lífeyrissjóði undir 50 þús. kr. á
mánuði skerði engar bætur sem
lífeyrisþeginn fær úr almanna-
tryggingum.
Einnig hefur Frjálslyndi flokk-
urinn lagt til að tekinn verði upp
sérstakur skattafsláttur handa
börnum. Afslátturinn fylgi hverju
barni til 16 ára aldurs. Foreldrar
eða forráðamenn barna geta þá
nýtt skattafsláttinn með frádrætti
frá sköttum eða endurgreiðslu við
álagningu líkt og um persónuaf-
slátt sé að ræða. Samkvæmt tillög-
unni er fjármálaráðherra falið að
skoða nánari útfærslu slíks afslátt-
ar og hvort afslátturinn skuli fara
stighækkandi eftir fjölda barna.
Með þessu eru lagðar til nýjar leið-
ir til að styrkja og styðja barna-
fjölskyldur í landinu. Skattafslætt-
inum er ætlað að virka sem viðbót-
arpersónuafsláttur til handa for-
eldrum eða forráðamönnum að til-
tekinni upphæð fyrir hvert barn.
Skattafslátturinn er þó ólíkur per-
sónuafslætti að því leyti að fullnýti
foreldrar eða forráðamenn afslátt-
inn ekki ber ríkissjóði að greiða
viðkomandi það sem á vantar.
Skattafslátturinn er ótekjutengdur
og því ólíkur barnabótum. Rökin
fyrir skattafslættinum eru eftir-
farandi: Í fyrsta lagi eru augljós
þjóðfélagsleg rök fyrir því að auka
stuðning við barnafjölskyldur. Í
öðru lagi er hin tvíþætta virkni af-
sláttarins, þ.e. hann er aukinn per-
sónuafsláttur annars vegar og
styrkur hins vegar, þannig að hann
nýtist fólki óháð því hvort það hef-
ur tekjur eða ekki. Í þriðja lagi
dregur ótekjutengdur skattafslátt-
ur vegna barna úr líkum á því að
fólk veigri sér við að eiga börn af
fjárhagslegum ástæðum. Í fjórða
lagi er ótekjutengdur skattafslátt-
ur vegna barna jöfnunartæki í
þeim skilningi að ráðstöfunartekj-
ur á hvern fjölskyldumeðlim innan
fjölskyldna með svipaðar heildar-
tekjur, en mismörg börn á fram-
færi, jafnast.
Síðast en ekki síst ber að geta
baráttu Frjálslynda flokksins fyrir
réttindum þeirra sem gera út
dagabáta. Flokkurinn hefur m.a.
lagt fram frumvarp sem miðar að
því að skapa festu í veiðikerfi
handfærabáta sem hafa leyfi til
veiða með takmörkun á sóknar-
dögum. Í stað þess að sóknardög-
um haldi áfram að fækka, eins og
lögin eru nú úr garði gerð, verði
sett gólf í kerfið miðað við 23 daga.
Stjórnvöld hafa kippt rekstrar-
grundvelli undan handfæraveiðum
smábáta og það vill Frjálslyndi
flokkurinn leiðrétta. ■
DÓMARAMÁLIÐ JOHN KERRY PRESTARNIR OG ÍRAK FJÖLMIÐLARNIR
Er hægt að sökkva neðar sem dóms-
málaráðherra en fá á sig það álit
Umboðsmanns Alþingis að skipan
hæstaréttardómara hafi verið vond
stjórnsýsla? Tæpast. Sérstaklega þar
sem sami ráðherra hefur nýlega feng-
ið umboðsmenn almannaróms algjör-
lega á móti sér fyrir að tala af lítils-
virðingu um gildandi lög, jafnrétt-
islögin, og fara á svig við þau. Gallup
segir að nefndur ráðherra hafi tapað
þriðjungi af því litla áliti sem almenn-
ingur hafi haft á honum á einu ári.
Kominn í svipað álit og Sturla Böðv-
arsson. Neðar komast menn ekki.
Bestu meðmæli sem John Kerry forseta-
frambjóðandi hefur fengið á Íslandi eru
hin fleygu orð dómsmálaráðherra: Því
betur sem ég kynni mér feril hans, því
verr líst mér á hann. Heimsbyggðin þarf
á þessum manni að halda: Því meira
sem við sjáum til George Bush, því betri
verður hver sá maður sem getur sigrað
hann. Þriðji frambjóðandinn, Ralph
Nader, mælist nú með 5% fylgi sem ein-
göngu kemur frá líklegum demókrötum.
Hann gæti með framboði í haust tryggt
Bush annan ósanngjarnan „sigur“ og
heiminum viðvarandi hættuástand.
Ralph Nader er virðingarverður maður
sem hefur góðan málstað. Nú getur
hann unnið sinn stærsta pólitíska sigur.
Með því að bjóða sig ekki fram.
Þöggun? Íslenskir prestar hófu upp
hundrað radda raust og fordæmdu
stuðning Íslands við helförina í Írak.
Umræðuþættir? Blaðagreinar? Leiðarar?
Fréttaskýringar? Ekkert. Stuttar fréttir
samdægurs eins og hver önnur tíðindi
úr verinu. Ég krefst þess að biskup gefi
skýringar á þessum stórpólitísku tíðind-
um. Ég krefst þess að hin sístritandi
heimasíða dómsmálaráðherra fjalli um
málið. Ég krefst þess að utanríkisráð-
herra tjái sig um skoðun þjóðkirkjunnar
ofan af hæsta tindi.
Jafnaðarmenn telja að koma eigi í veg
fyrir að auðkýfingar og valdastreitu-
menn geti seilst til óeðlilegra áhrifa
innan vébanda fjórða valdsins, fjölmiðl-
anna. Að almannavaldið eigi að vernda,
efla og styðja lýðræðislega umræðu.
Kraftur auðs og valda má ekki spilla
skoðanaskiptum, bítandi gagnrýni,
skapandi mennt. Þess vegna styðja jafn-
aðarmenn almennar aðgerðir og reglu-
verk sem verndar hagsmuni almennings
gagnvart ásælni stjórnvalda og sérhags-
munum auðmanna. Skorður á eignar-
haldi? Almannamiðlar? Kröfur um tján-
ingu, fjölbreytni, gagnsæi, aðgang og
upplýsingu? Svar jafnaðarmanna er já í
öllum tilvikum. Staða Baugs á íslensk-
um fjölmiðlamarkaði er ekki heilbrigð.
Svar forsætisráðherra er sjúklegt.
Lögmaður tiltekins útgerðar-
manns hóf nýverið varnarræðu
sína í dómsmáli, sem snerist um
rétt skipverja til launa í upp-
sagnarfresti, með þeim orðum
að það væri erfitt að vera út-
gerðarmaður á Íslandi um þess-
ar mundir. Sjálfsagt eiga þessi
orð lögmannsins fyllilega rétt á
sér. Skilningur okkar á ástæðum
þessara erfiðleika er þó væntan-
lega ekki sá sami.
Það er erfitt að hafa með
höndum, svo vel sé, vald til að
ráða með öllu örlögum fjölda
manna og fjölskyldna þeirra; að
ákvarðanir, byggðar á geðþótta,
ráði því hverju sinni hvort til-
tekinn maður haldi starfi sínu og
aflahæfi því sem hann og fjöl-
skylda hans treystir á. Siðferðis-
kennd útgerðarmannsins þarf að
vera sterk, umburðarlyndi hans
og réttlætiskennd enda leggja
valdastofnanir samfélagsins,
löggjafar-, framkvæmdar- og
dómsvaldið, alfarið í hans hend-
ur að ákvarða hvenær einstakur
sjómaður telst vera óþægur ljár
í þúfu og því óæskilegur. Hvort
sem dómgreind útgerðarmanns-
ins byggir á því eða ekki að litað-
ir menn, samkynhneigðir eða
sköllóttir, séu einskis nýtir, þá er
niðurstaða hans rétt og óum-
breytanleg; um skoðanir hans og
ákvarðanir hafa dómstólar ekk-
ert að segja.
Framangreindar fullyrðingar
voru nýverið staðfestar af
Hæstarétti Íslands. Til kasta
Hæstaréttar kom að útkljá
ágreiningsefni tveggja sjó-
manna, vélstjóra og stýrimanns,
við útgerðarmenn þeirra. Vél-
stjóranum hafði verið sagt upp
störfum þar sem kona hans og
þrjú börn á grunnskólaaldri, bú-
sett í Reykjavík, neituðu að
flytjast búferlum til Skaga-
strandar eða öllu heldur að flytj-
ast búferlum innan þeirra tíma-
marka sem framkvæmdastjóri
útgerðarmannsins setti þeim,
þ.e. „strax“. Skipti það hann
engu að vorpróf þeirra í grunn-
skólanum í Reykjavík væru þar
með í uppnámi. Stýrimanninum
var sagt upp störfum þar sem
hann vitnaði í kjarasamning
milli Landssambands íslenskra
útvegsmanna og Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands;
hann neitaði að gefa útgerðar-
manninum eftir kjarasamnings-
bundin laun sín.
Fjölmörg önnur dæmi mætti
tína hér til þar sem sjómenn
hafa mátt sæta því að taka pok-
ann sinn og yfirgefa skiprúm
vegna geðþóttaákvarðana út-
gerðarmanna. Sem dæmi má
nefna vélstjóra sem starfaði hjá
sama útgerðarmanni og stýri-
maðurinn í dæminu hér að ofan
en um er að ræða útgerðarmann
sem hefur yfir að ráða umtals-
verðum veiðiheimildum og er
einn sá stærsti á sínu sviði hér á
landi. Vélstjóri þessi varð fyrir
því óláni eftir margra ára for-
fallalaust starf í þágu útgerðar-
mannsins að veikjast heiftarlega
og vera frá vinnu í nokkra daga.
Útgerðarmaðurinn sætti sig
ekki við þessi skyndilegu veik-
indi vélstjórans og sagði honum
að sjálfsögðu umsvifalaust upp
störfum.
Vestfirskur útgerðarmaður,
einn af þeim stóru í sínum
flokki, varð svo óheppinn fyrir
nokkrum mánuðum síðan að
tapa máli fyrir Héraðsdómi
Vestfjarða. Var hann talinn hafa
oftekið fæðispeninga af undir-
mönnum á tilteknum togara. Í
kjölfar dómsins töldu yfirmenn-
irnir það eðlilegt og sanngjarnt
að það sama gilti um þá og
kröfðust einnig viðurkenningar
á rétti sínum.
Útgerðarmaðurinn hafnaði að
sjálfsögðu þessum ósanngjörnu
kröfum þeirra enda dómsniður-
staðan snarvitlaus, að hans mati,
þótt ekki þætti ástæða til að
áfrýja dómnum til Hæstaréttar.
Yfirmennirnir vildu ekki una
þessum málalyktum og leituðu
aðstoðar lögmanns sem hóf þá
þegar innheimtuaðgerðir. Þær
aðgerðir voru þó snarlega stöðv-
aðar enda voru yfirmennirnir
kallaðir á teppið og þeim hótað
höfuðlausn ef framhald yrði á
málinu.
Ríkisvaldið hefur fært út-
gerðarmönnum þjóðarauðæfin á
silfurfati. Örfáir menn hafa nán-
ast allar úthlutaðar veiðiheim-
ildir á sinni hendi og ráða með
öllu útgerðarháttum á Íslandi.
Sitt sýnist þar hverjum en eitt er
víst, að þessu mikla valdi fylgja
engin takmörk. Skipstjórar, vél-
stjórar og stýrimenn hafa oft á
tíðum lagt að baki mikið og langt
nám til að öðlast starfsréttindi
sín og fjölmargir undirmenn á
fiskiskipum hafa um ára- og ára-
tugabil öðlast ómetanlega
reynslu og þekkingu sem ótví-
rætt hefur gagnast útgerðar-
mönnum.
Gagnsemi þeirrar menntunar,
þekkingar og reynslu getur á
einu augabragði horfið sem
dögg fyrir sólu, verði viðkom-
andi sjómanni það á að beygja
sig ekki og bugta fyrir ómálefn-
anlegum kröfum og sjónarmið-
um útgerðarmannsins.
Á ýmsum sviðum samfélags-
ins hafa ítök og áhrif einstakra
aðila talist það mikil, að mati
ráðherra ríkisstjórnarinnar, að
tafarlausrar lagasetningar teld-
ist þörf. Hér á ég að sjálfsögðu
við hið svokallaða fjölmiðla-
frumvarp; fyrirhugaða lagasetn-
ingu á Norðurljós. Á hinn bóginn
hafa þessir sömu ráðherrar ekki
talið neina þörf á setningu leik-
reglna í sjávarútvegi, þar sem
fákeppni er mikil og starfað er í
skjóli einkaleyfa. Útgerðarmenn
mega sjálfir setja leikreglurnar;
það er samfélaginu í hag. Sjó-
menn með skoðanir, réttlætis-
kennd og siðferðisvitund hamla
gegn skilvirkni í útgerðarrekstri
og þar með aukinni framleiðni
þjóðarbúinu til hagsbóta. Þessi
rök stjórnarliðanna minna óneit-
anlega á röksemdir talsmanna
Suðurríkja Bandaríkjanna fyrir
og um miðja nítjándu öld um
nauðsyn þrælahalds.
Það sem gleður mig mest í
umræðunni um hið svokallaða
fjölmiðlafrumvarp er tilvísun
ráðherra ríkisstjórnarinnar til
alþjóðasamþykkta og -tilskip-
ana; þær bindi hendur ríkis-
stjórnarinnar og að þeim beri að
fullnægja ákvæðum þeirra í
einu og öllu með lagasetningu á
Alþingi.
Vil ég því nota tækifærið og
benda ágætum ráðamönnum
okkar á ákvæði alþjóðasam-
þykkta um vernd launþega á
hinum almenna vinnumarkaði
gegn uppsögnum grundvölluð-
um á ómálefnanlegum sjónar-
miðum; sömu sjónarmiðum og
tilgreind eru í jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar og Mannrétt-
indasáttmála Evrópu sem lög-
festur hefur verið hér á landi.
Ákvæði þessara sáttmála hafa
verið færð í lög í öllum hinum
siðmenntaða vestræna heimi.
Teljist Ísland þar á meðal verð-
um við að gera eina undantekn-
ingu frá þeirri fullyrðingu.
Það er víst að flestir íslenskir
útgerðarmenn kunna mér litlar
þakkir fyrir að draga upp jafn
dökka mynd af starfsháttum
þeirra og að framan er lýst. Taki
þeir til sín sem eiga það. Þeir
sem hins vegar kæra sig ekki um
samsömun við slíka menn geta
hreinsað sig af slíkum áburði
með því að ganga frá skriflegum
ráðningarsamningum við sjó-
menn sína um bann við uppsögn-
um grundvölluðum á ómálefna-
legum sjónarmiðum.
Nærtækast væri þó, ef tals-
menn Landssambands íslenskra
útvegsmanna telja slíkar vinnu-
aðferðir félagsmanna sinna
óviðunandi og samtökunum
sjálfum til vansa, að þeir hlutuð-
ust til um kjarasamningsbundin
ákvæði til varnar slíku atferli.
Hingað til hafa talsmennirnir
vísað slíkum hugmyndum alfar-
ið á bug.
Framtíð íslenskra útgerðar-
manna er björt enda verður inn-
an örfárra ára kerfisbundið búið
að vinsa úr sjómannastéttinni þá
einstaklinga sem hafa sjálfstæð-
ar skoðanir, siðferðisvitund og
réttlætiskennd og síðast en ekki
síst þá menn sem vitna í ákvæði
kjarasamninga og ætlast til að
farið sé eftir þeim. Þá verður
engin þörf á stéttarfélögum sjó-
manna og óþarfa skaki fyrir
dómstólum. Fiskurinn, auðlegð
þjóðarinnar, mun þá færður að
landi hávaðalaust rétt eins og
baðmullin af plantekrum Suður-
ríkja Bandaríkjanna fyrr á öld-
um. Þá verður ekki erfitt að vera
útgerðarmaður á Íslandi. ■
6. maí 2004 FIMMTUDAGUR24
Lög og réttlætiskennd
EFST Í HUGA
STEFÁNS JÓNS HAFSTEIN
BORGARFULLTRÚA
Verkalýðs-
og réttindamál FRIÐRIK Á. HERMANNSSON HDL.SKRIFAR UM SJÓMENN, ÚTGERÐ OG LÖG
Á hinn bóginn hafa
þessir sömu
ráðherrar ekki talið neina
þörf á setningu leikreglna
í sjávarútvegi, þar sem
fákeppni er mikil og starfað
er í skjóli einkaleyfa. Út-
gerðarmenn mega sjálfir
setja leikreglurnar; það er
samfélaginu í hag.
,,
GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON
FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS
UMRÆÐAN
HAGSMUNAMÁL
LAUNAFÓLKS
Vitað er að lífeyris-
greiðslur til fjölda
lífeyrisþega eru enn of lágar
til þess að geta verið meg-
instoð í afkomutryggingu
allra lífeyrisþega.
,,