Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 25
Lagasetningunni er
beint gegn ákveðnu
fyrirtæki á íslenskum
fjölmiðlamarkaði; Norður-
ljósum. Frumvarpið er
áhlaup á Norðurljós.
Fjölmiðill brotinn á bak aftur
Fyrsta umræðan á Alþingi um fjöl-
miðlafrumvarp Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra var hörð og snörp.
Í henni kristallaðist sá grundvallar-
munur sem er á pólitík Samfylking-
arinnar annars vegar og Sjálfstæð-
isflokksins hins vegar. Samfylkingin
vill setja almennar reglur grund-
vallaðar á almannahagsmunum en
formaður Sjálfstæðisflokksins er
búinn að snúa flokk sinn og Fram-
sókn til hlýðni við sértæk lög stefnt
gegn einu ákveðnu fyrirtæki og
ákveðnum athafnamönnum. Engum
blöðum er um það að fletta að laga-
setningunni er beint gegn ákveðnu
fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði; Norð-
urljósum. Frumvarpið er áhlaup á
Norðurljós. Þó það kosti stjórnar-
skrárbrot, atvinnumissi fyrir hundr-
uð manna og stórkostlegar skaða-
bætur á kostnað skattgreiðenda.
Hver er váin, hvað liggur á, hvaða
bygging stendur í björtu báli? Ekkert
annað en styrjöld ráðamanna við eig-
endur Baugs. Hvaða önnur rök eru
t.d. fyrir því að einn aðili megi eiga
allar útvarpsstöðvar á landinu en
ekki útvarpsstöð og blað? Engin.
Staðan á íslenskum fjölmiðla-
markaði gefur vissulega tilefni til
að setja skýrar reglur um upplýst
eignarhald og sjálfstæði frétta-
stofa. Þetta frumvarp, aðdragandi
þess og málatilbúnaður er hins veg-
ar ekki í neinu samræmi við það
meðalhóf sem stjórnvöldum ber að
gæta. Þar fyrir utan verður það að
teljast með ólíkindum í lýðræðis-
samfélagi að lögunum sé einkum
beint gegn ákveðnu fyrirtæki sem
forsætisráðherra hefur ítrekað lýst
sem andsnúnu sér og hefur mjög
opinskáa óbeit á, þó að fæsta reki
lengur minni til þess af hverju for-
sætisráðherrann er í þessu stríði
við Baugsmenn né um hvað er
barist. Þetta er ótrúleg málsmeð-
ferð um grundvallaratriði í íslensku
samfélagi sem lýtur að sjálfu lýð-
ræðinu og lýðræðislegri umræðu.
Hlutverk stjórnmálamanna er fyrst
og síðast að setja almennar leikregl-
ur þar sem gætt er réttar almenn-
ings til upplýsinga og tjáningar-
frelsis, ásamt því að skapa fjöl-
miðlafyrirtækjum ramma til eðli-
legs rekstrar. Það er sjálfsagt og
eðlilegt að ræða þann ramma á vett-
vangi stjórnmálanna þannig að eðli-
leg niðurstaða fáist, byggð á skyn-
samlegum rökum en ekki geðþótta
ráðamanna. Með þeirri sértæku
lagasetningu sem forsætisráðherra
ætlar nú að keyra í gegnum þingið
er þrengt að fjölmiðlarekstri og
starfsumhverfi miðlanna ef settar
verða sérstakar skorður hvað varð-
ar aðgang að fjármagni, fyrir utan
að þau standast tæpast stjórnar-
skrárákvæðin um frelsi manna til
athafna, tjáningar og fjárfestinga.
Frumvarp þetta er ótrúlega vondur
endir á forsætisráðherraferli Dav-
íðs Oddssonar og hefði þurft að
segja manni það þrisvar að þessi
farsæli stjórnmálamaður sem hefur
náð einstakri stöðu í stjórnmálunum
myndi að lokum steyta á því skeri
sem hann nú stefnir upp á. ■
25FIMMTUDAGUR 6. maí 2004
Kristjana Vagnsdóttir, Þingeyri, skrifar:
Ég var að hlusta á morgunútvarpið þann
25. apríl. Þá heyrði ég haft eftir Ragnari
Aðalsteinssyni að ef þessi lög um fjöl-
miðlamálið yrðu samþykkt, myndu þau
sennilega ekki standast stjórnarskrána.
Sigurður Líndal prófessor í lögum er líka
vantrúaður á það sama. Hvað eigum
við, hinir almennu borgarar, að hugsa?
Ég tek undir með Jóni Ásgeiri forstjóra
Baugs að hér verði um eignaupptöku
að ræða. Þingmönnum þessa lands hef-
ur ekki flökrað við að setja lög, sem
heimila eignaupptöku fyrirtækja, hing-
að til. Ég tel að búskapur sé ekkert ann-
að en fyrirtæki sem leiguliðar á leigu-
jörðum reka meðan þeir eru færir um
það vegna heilsu sinnar eða aldurs.
Hvað er svo gert þegar þeir gefast upp
af þessum völdum, eða þeir hraktir af
jörðunum, annað en að um eignarupp-
töku sé að ræða. Það er ekki verið að
meta hvernig þessi auður varð til, þó að
leiguliði hafi komið með allt sitt á varla
byggilega jörð. Þá skal leigusali eignast
allt hans jarðlífsstrit og til þess fær hann
hjálp frá hinu háttvirta Alþingi, því hann
er lögverndaður af þessum siðleysislög-
um. Það er mörg skömmin sem ríkis-
stjórnir þessa lands bera á herðum sín-
um og gegnir furðu hvað þær eru lengi
að sligast undan sínum siðleysislögum.
Það gegnir líka furðu, hvað Davíð Odds-
son heldur sönsum í sínu vitfirrta stríði
og öfund út í menn eins og Jón Ásgeir
eða Bónusfeðga. Við úti á landsbyggð-
inni finnum fyrir þeim kjarabótum sem
þeir hafa fært okkur með verslunum
sínum. Okkur endist betur lúsapening-
urinn sem við fáum í lífeyri á meðan
þeirra nýtur við. Manni stendur stuggur
af andúðinni og grimmdinni sem skín
út úr öllu andlitinu á manninum, Davíð
Oddssyni, þegar hann birtist á skjánum
og tjáir sig í garð þessara manna.
Vegið að Bónusfeðgum
Svala Birgisdóttir skrifar:
Ég get vart orða bundist yfir framferði
ráðamanna landsins og hvernig þeir
vega nú að Bónusfegðum, einkum Jóni
Ásgeiri. Þeir feðgar hafa hjálpað lands-
mönnum ótrúlega gegnum árin og gert
meira fyrir þá en síðustu ríkisstjórnir. Ég
hef sjálf búið úti á landi og það þekkja
allir hvað Bónusverslanir, sem víða hafa
risið, hafa gert fyrir íbúa á landsbyggð-
inni. Og nú er vegið að þeim fyrir það
eitt að eiga fjölmiðla. Ég man þá tíð að
Davíð Oddsson sagði að enginn í Fram-
sóknarflokknum skyldi verða forsætis-
ráðherra meðan hann fengi einhverju
ráðið. Ég vil því meina að framganga
hans nú með fjölmiðlafrumvarpinu og
fleiru sé eingöngu til þess að sprengja
ríkisstjórnina.
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
FJÖLMIÐLA-
FRUMVARPIÐ
,,
BRÉF TIL BLAÐSINS