Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 27
til London og Kaupmannahafnar
Tvisvar á dag
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 107 stk.
Keypt & selt 36 stk.
Þjónusta 58 stk.
Heilsa 8 stk.
Skólar & námskeið 3 stk.
Heimilið 6 stk.
Tómstundir & ferðir 13 stk.
Húsnæði 34 stk.
Atvinna 24 stk.
Tilkynningar 3 stk.
Notalegt í Köben
BLS. 2
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagurinn 6. maí,
127. dagur ársins 2004.
Reykjavík 4.42 13.24 22.09
Akureyri 4.12 13.09 22.09
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Þú færð líka
allt sem þig vantar á
Sumarbústaðarferð Eddu Björgvinsdóttur
sem farin var fyrir einum tíu árum situr
henni fast í minni, en ferðalagið tók á sig
mynd sem hún segir engan í litlu fjöskyld-
unni hafa órað fyrir. „Eftir ágætis nótt í bú-
staðnum skutumst við í bíltúr og enduðum í
Borgarfirði. Þar hittum við fyrir góða
kunningja og fannst rakið að keyra lengra.
Skyndilega vorum við komin í Skagafjörð
og mundum þá eftir séra Bolla á Hólum.
Leiðin leit vel út á korti og því þótti okkur
upplagt að líta til þessara yndislegu hjóna.“
Edda og fjölskylda óku óraleið og segir hún
engan í bílnum hafa áttað sig á vegalengd-
inni. „Á Hólum litum við aftur á kortið og
langaði þá á Höfn. Aular sem við vorum,
lásum við auðvitað eintóma vitleysu út úr
kortinu. Svona breyttist örstuttur bíltúr í
Kjósina í hringferð um landið. Ferðalagið
tók heila viku og þetta hringsóluðum við
með eins árs gamalt barn í bílnum.“
Edda segir eintóm álög hvíla á sér. „All-
ar mínar ferðir í dag liggja austur á Sól-
heima, þar sem ég leikstýri sýningu. Ein-
hverra hluta vegna verð ég alltaf bensín-
laus á þessum ferðalögum. Þetta er farið að
virka eins og ég sé bara með örfáar starf-
andi heilafrumur sem kveikja á bensín-
áfyllingum. Ég hef ræst út fólk um miðjar
nætur og þegar hér er komið sögu þekkja
mig allir í sveitinni.“ Edda trúir á örlögin
og segir þau hiklaust hafa ætlað henni þetta
einkennilega hlutskipti. „Einhverju sinni
voru þó verndaröflin óskaplega góð við
mig, en ég varð að því sinni bensínlaus í
brekkunni sem liggur að Litlu kaffistof-
unni. Þetta er enda eina skiptið sem ég hef
látið bílinn renna niður brekkuna og komist
alla leið að bensíndælunni þar. Mér finnst
þetta bráðfyndið, en fólk er farið að hrista
höfuðið og algerlega hætt að hafa húmor
fyrir þessu.“ ■
Ætlaði í Kjós:
Kunni ekki á kortið
og keyrði hringinn
heimili@frettabladid.is
Einstaklingum með glútenóþol
eða hveitiofnæmi er ekki óhætt
að borða spelt, segir á heimasíðu
Umhverfisstofnunar.
Spelt hefur notið
nokkurra vinsælda
undanfarið sem
heilsufæði. í
kjölfarið hef-
ur sá mis-
skilningur
komist á
kreik að spelt
henti fólki sem
þarf að forðast
glúten. Spelt er
forn hveititegund sem
inniheldur sömu prótín og finnast
í venjulegu hveiti. Fólk með glút-
enóþol er með ævilangt óþol
gegn prótíni sem kallað er glúten.
Þetta prótín er að finna í hveiti,
spelti, rúgi, byggi og höfrum.
Merkingum á barnamat er veru-
lega ábótavant og skjótra úrbóta
er þörf. Þetta er niðurstaða eftir-
litsverkefnis Umhverfisstofnunar
og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga,
þar sem merkingar á barnamat
voru kannaðar. Skoðaðar voru
126 mismunandi vörur frá ellefu
framleiðendum. Fram kom meðal
annars að aðsetur ábyrgðaraðila
á Evrópska efnahagssvæðinu var
ekki á 43% þeirra vara sem skoð-
aðar voru. Upplýsingar um fyrir
hvaða aldur varan er ætluð vant-
aði á 43% varanna. Mestur fjöldi
reglugerðarbrota, eða
55%, varðaði merk-
ingu á glúteni í
barnamat. Af 29
vörum með
prótíngjafa var
nær helmingur
með ófull-
nægjandi
magnmerk-
ingar.
Ostakaka með
blóðappelsínum er nýjasta teg-
undin í hópi vinsælu ostakakanna
frá Osta- og smjörsölunni. Í dag
framleiðir Osta- og smjörsalan því
sjö tegundir af ostakökum.
Biobú framleiða lífræna ís-
lenska jógúrt. Ekki er notað þurr-
mjólkurduft eins og gert er í
hefðbundinni jógúrtframleiðslu,
heldur mjólk úr kúnum á Neðra-
Hálsi. Þær kýr eru einungis fóðr-
aðar á grasi. Engin aukaefni eru
notuð í framleiðslunni og hrásyk-
ur kemur í staðinn fyrir rotvarnar-
efni í ávaxtajógúrtinni. Lífræna
jógúrtin fæst meðal annars í Hag-
kaupum, Nóatúni, Fjarðarkaup-
um, Blómavali, Heilsuhúsinu, Ygg-
drasil og Brauðhúsinu Grímsbæ.
Eddu Björgvinsdóttur leikkonu fannst bráðfyndið að verða bensínlaus.
Smáauglýsingar
á 750 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
FYRIR MATINN
Husaberg FE400, árgerð 1997, ekið
5.000 km. Verð 300.000. Arctic Trucks,
Nýbýlavegi 2, s. 570 5300.
Yamaha Kodiak 450, árgerð 2003, ekið
1.000 km. Verð 920.000. Arctic Trucks,
Nýbýlavegi 2, s. 570 5300.
Bátaland, allt til báta. Óseyrarbraut 2,
Hafnarfirði. Sími 565 2680 - www.bata-
land.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Flugfélag.is býður nú fargjöld fyrir börn innan tólf ára
fyrir eina krónu. Fargjöldin gilda milli Reykjavíkur og
Akureyrar, Reykjavíkur og Egilsstaða, Reykjavíkur og
Vopnafjarðar/Þórshafnar, Reykjavíkur og Ísafjarðar
og Reykjavíkur og Grímseyjar. Fargjaldið gildir aðra
leiðina ef barn er í fylgd með fullorðnum í sömu bók-
un. Við bætist flugvallarskattur upp á 333 krónur.■
Flugfélag.is:
Fargjald fyrir
börn á krónu