Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 28
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3
110 Reykjavík
Sími: 591 9000
www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Bændaferðir kynna:
Sumar 3
Þýskaland - Austurríki
Ungverjaland - Tékkland
Nú eru síðustu forvöð að bóka sig í Bændaferðir í sumar.
Flestar ferðir að fyllast. 6.-20. júní
Flogið er til München og þaðan ekið til Vínarborgar. Gist á Hótel Dorint í
3 nætur. Næst verður ekið suður og austur að Balatonvatni og gist á Hótel
Annabella í 6 nætur. Að endingu verður ekið til Prag og gist 4 nætur á
Hótel Park. Ekið frá Prag með viðkomu í Bæjarskógi á leið til flugvallar.
Fararstjóri: Margrét Gunnarsdóttir.
Verð 123.700 kr
Innifalið: Flug og skattar, gisting í 2ja manna herbergi (aukagjald fyrir eins manns herbergi),
allur akstur erlendis, skoðunarferðir flesta daga, morgun- og kvöldverður alla daga. Íslensk-
ur fararstjóri með hópnum.
sími: 461 2500 • gsm: 895 0625 • fax: 461 2502
600 Akureyri • akurinn@hotmail.com
MAÍ TILBOÐ
Gistiheimilið Akur Inn
3 nætur á 15.000
2 manna herbergi
fjórða nóttin frí
Anna María Bogadóttir, í Kaupmannahöfn:
Notaleg borg
og vinalegir Danir
Svo virðist sem kuldakastinu ljúki nú um helgina. Á föstudag dregur úr
norðaustanáttinni og hlýnar, einkum sunnanlands. Á laugardag og sunnudag
verður hægur austlægur vindur og heldur hlýnar í veðri, sérstaklega inn til
landsins. Norðan- og austanlands verður vætusamt á föstudag og þokusúld
með austurströndinni um helgina og skýjað og víða skúrir um landið.
BAR
VAN GOGH
á Friðriksbergi
Afar reykmettað „bodega“ (sem þýðir krá á
danska vísu) með billjardborði, yfirvegun
og þreyttum verka-
mönnum sem sötra
bjórkollu áður en
þeir halda heim á
leið. Þetta er svona
lókal sena og hægt
að njóta dýrindis smörrebröds, snafs og
góðs öls. Ómissandi er að panta sér
stjerneskud, sem kemur á óvart.
BAR
BOBI BAR
rétt við Klareboderne við Købmagergade
(ein af hliðargötum frá Strikinu)
Gamalgróinn og þekktur bar í miðbæ
Kaupmannahafnar;
einn sá elsti í borg-
inni. Að koma
þangað inn er upp-
lifun klassíkur og
tímaleysis. Gesta-
hópurinn er fjölbreyttur.
VEITINGASTAÐUR
NOMA
í Norðurbryggju
Aðalstaðurinn í bænum. Nýr, gourmet
veitingastaður þar sem maður getur setið
meðal Viggos Mortensen og Bond-skvís-
unnar Iben Hjejle. Allt hráefni og uppskriftir
frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Dan-
mörku, eldað á nútímalegan hátt. Á mat-
seðlinum er stundum að finna skyr-sorbet,
íslenskt lambakjöt og færeyska humarhala.
Í dýrari kantinum og frekar fínn staður. Þarf
að panta borð.
VEITINGASTAÐUR
BANZAI
á Vesturbrú
Ég held mikið upp á þennan japanska veit-
ingastað. Hann er frekar nýr og það sem
einkennir hann er framúrskarandi hráefni
og fínt verð. Matseðillinn samanstendur
ekki bara af sushi heldur almennri jap-
anskri eldamennsku af öllu tagi. Látlausar
innréttingar og þétt setinn bekkurinn. Hefur
fengið frábæra dóma matargagnrýnenda.
BÚÐ
ART BY HEART
Larsbjørnsstræde 11 (hliðargata á Strikinu)
Flott konsept-búð, sem í raun er bæði lista-
gallerí og búð. Ómótstæðilegur varningur
eftir unga listamenn og hönnuði; þar sem
ægir saman fullt af sniðugum hlutum;
hönnun, fatnaði, nytjalist, listaverk og tónlist.
Áherslan er á danska hönnuði en margir
aðrir fá líka tækifæri. Búðin er á annarri hæð,
allt er til sölu og listamönnum er reglulega
skipt út. Æðisleg fyrir tækifærisgjafir.
BÚÐ
ANTIKBÚÐIRNAR
úti á Norðurbrú
Danskar antikbúðir eru,
öfugt við þær íslensku,
ódýrar og þar kennir
margra grasa. Hægt að
finna gamlar íslenskar
bækur, fallega muni og
grand húsgögn. Í ná-
grenni við St. Hans Torg.
SAFN
NORÐURBRYGGJA
Verð auðvitað að mæla með menningar-
húsinu á Norðurbryggju. Hægt er að fylgjast
með dagsrkánni á www.bryggen.dk. Norð-
urbryggja er menn-
ingar- og listasetur í
hjarta Kaupmanna-
hafnar. Þar er mikið
um að vera og alveg
yndislegt að sitja úti
á hlýjum sumardögum. Hægt að taka bát
frá Nýhöfn yfir á Norðurbryggju og búa til
ævintýri úr ferðinni. Sögufrægur staður í
gamla pakkhúsinu og afar glæsilegur.
SAFN
NICOLAI KIRKEN
Forvitnilegt safn í
gamalli kirkju stein-
snar frá Strikinu.
Skemmtilegar
sýningar, oft fram-
sæknar og ögrandi.
ALMENNINGSGARÐAR
Mæli með öllum almenningsgörðunum í
Kaupmannahöfn. Það er sama hvar mann
ber niður; alls-
staðar er fólk
að grilla,
drekka kaffi
eða bjór, og
halda veislur.
Danir nota
garðana mjög
mikið og nauðsynlegt að reikna með góðu
stoppi til að fylgjast með mannlífinu.
Uppáhalds garðarnir mínir eru Frederiks-
berg Have og Kongens Have.
ALMENNINGSGARÐAR
ASSISTENS-KIRKJUGARÐURINN
Skemmtileg blanda af almenningsgarði og
kirkjugarði. Stórir grasbalar á milli grafreita;
bekkir og notalegheit. Gaman að heim-
sækja og segir líka ýmsar sögur um Dan-
mörku, en þarna eru meðal annars leiði
H.C. Andersen og Sörens Kirkegard.
BAÐHÚS
SOFIE BADET á Kristjánshöfn
Sundlaugar eru fáséð fyrirbæri í Danmörku,
en mikið er af gömlum baðhúsum í
staðinn. Baðhús Soffíu er uppáhaldið mitt.
Þar hittir maður meðvitaðar sálir og heim-
spekilega þenkjandi fólk. Dásamlegt dekur
að slappa af í japönsk böðunum, sauna-
böðum, eldgömlum stærðarinnar bað-
körum og nuddi. Boðið er upp á konudaga,
karladaga og blandaða daga, og gestir
klæðast stórum, mjúkum baðsloppum.
Anna María Bogadóttir hefur undanfarin fjögur ár
búið meðal Dana, þar af síðustu þrjú árin í Kaup-
mannahöfn. Anna María er öllum hnútum kunnug
í höfuðborg Danmerkur og býr sjálf á Friðriks-
bergi, sem er líkt og sjálfstætt þorp inni í miðri
borginni. Hún starfar sem verkefnisstjóri menn-
ingardagsskrár í hinu glæsilega samnorræna
menningarsetri á Norðurbryggju, sem er einskon-
ar gluggi Íslands, Grænlands, Færeyja og Dan-
merkur til heimsins og hefur það hlutverk að
miðla menningu Vestnorrænu þjóðanna og efla
samstarf þeirra á milli.
„Ég er ákaflega ánægð í Danmörku og finnst Kaup-
mannahöfn bæði notaleg og vinaleg borg. Landið er
sem slétt pönnukaka og auðvelt að fara allra leiða á
hjóli,“ segir Anna María og talar um að hún sé heilluð
af danska sumrinu. „Borgin umbreytist yfir sumar-
tímann; fólk er mikið úti við og mannlífið er fjölskrúð-
ugt. Ég mæli sérstaklega með Kaupmannahöfn í júlí
þegar hér ríkir allsherjar djassfestival og djasstónar
hljóma um stræti og torg.“
Anna María segir allt stefna í að árin í Danmörku
eigi eftir að verða mörg í viðbót. Hún segir lesendum
frá sínum eftirlætis stöðum í kóngsins Köben. ■