Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 38

Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 38
6. maí 2004 FIMMTUDAGUR12 VISSIR ÞÚ ... ...að þér er lífsins ómögulegt að sleikja olnbogann þinn? ...að mjög greindir einstaklingar hafa meira sink og kopar í hári sínu? ...að Coca-Cola gosdrykkurinn var upprunalega grænn? ...að 23 prósent bilana í ljósritunar- vélum má skrifa á fólk sem hefur dundað sér við að ljósrita rassinn sinn? ...að í hverjum Seinfeld-þætti mátti finna Superman einhvers staðar? ...að í hvert sinn sem þú notar heyrnartól í klukkutíma eykst bakt- eríugróður eyrna þinna sjöhund- raðfalt? ...að meira en helmingur jarðarbúa hefur aldrei hringt eða svarað í síma? ...að Eiffel-turninn í París vegur meira en þúsund fílar? ...að karlmenn hugsa um kynlíf á sjö sekúnda fresti? ...að á hverjum fimm sekúndum smitast tölva af tölvuvírus? ...að 13 prósent Bandaríkjamanna trúa því statt og stöðugt að tunglið sé úr osti? ...að yngstu foreldrar sögunnar voru átta og níu ára og bjuggu í Kína um 1910? ...að fiskar sem lifa 800 metra und- ir sjávarmáli hafa engin augu? ...að undirskrift Walt Disney sjálfs var ekkert í líkingu við undirskrift- ina frægu sem merkir vörur hans og bíómyndir? ...að greipaldin springa í loft upp ef þú setur þau í örbylgjuofn? ...að jarðhnetur eru notaðar í dýnamítframleiðslu? ...að í hverri súkkulaðistöng eru minnst átta skordýrafætur? ...að manneskjan borðar á ævinni að minnsta kosti átta kóngulær meðan hún sefur? ...að á degi hverjum missir mann- eskjan að meðaltali 200 hár af höfðinu? ...að það er útilokað að snýta sér með opin augun? ...að morðingjar eru í 98 prósent- um tilvika vera náinn vinur eða fjölskyldumeðlimur fórnarlamb- sins? ...að í Frakklandi er aldurstakmark- ið fyrir verslun alkóhóls aðeins fimm ár? ...að svissneski fáninn er fernings- laga? ...að Madríd er eina evrópska höf- uðborgin sem ekki stendur við á? ...að margir hamstrar blikka aðeins einu auga í einu? Skemmtilegast: Að ná sér á flug við að semja tónlist er skemmtilegast. Þegar lag og texti kemur á sama tíma gerast oft galdrar sem er erfitt að lýsa. Og þegar sami hlutur gerist þegar ég sem með bandinu myndast ótrúleg tenging milli manna. Ekki spurning. Það besta sem ég kemst í. Leiðinlegast: Að fara í búðaráp með konunni er sennilega það leiðinlegasta sem ég geri. Þessi elska er að læra fatahönnun og þarf því að grandskoða og út- pæla tískuna áður en hún svo kannski velur sér eitthvað til kaups. Í þessum ferðum enda ég jafnan í „kalladeildinni“, en þar má oft finna einmanalegan stól eða sófa. Þar hef ég oftar en ekki sofnað, en annars enda ég iðulega með hausverk af völdum þess að horfa á þessi enda- lausu föt. VISSIR ÞÚ ... ...að augu okkar stækka ekkert eft- ir fæðingu, en nef og eyru vaxa stöðugt? ...að gullfiskur er eina dýr veraldar sem bæði sér útfjólublátt og inn- rautt ljós? ...að augasteinn kolkrabba er fer- kantaður? ...að hamstrar elska bragðið af krybbum? ...að gíraffar hafa engin raddbönd? ...að ef Barbie væri lifandi væru málin hennar ekki nema 39-23-33? SVERRIR BERGMANN söngvari í Daysleeper og sjónvarpsmaður á Popptíví.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.