Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 46
34 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR RICHARDSON MEÐ FÁNANN Franski handknattleikskappinn Jackson Richardson sést hér æfa sig að halda á franska fánanum en hann mun vera fána- beri Frakka á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Handbolti hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 MAÍ Fimmtudagur Argentínska knattspyrnugoðið Diego Maradona: Aftur á sjúkrahúsÍdag eru liðin 50 ár frá þvíBretinn Roger Bannisterhljóp fyrstur manna mílu á skemmri tíma en fjórum mín- útum. Bannister hljóp vegalengdina á 3.59,4 mínútum á Iffley Road- íþróttavellinum í Oxford. Roger Bannister og Ástralinn John Landy höfðu verið nálægt því að ná þessu marki árið 1954. Bann- ister varð á undan en Landy bætti metið tveimur mánuðum síðar. Bannister átti síðasta orðið og sigr- aði í einvígi þeirra á Samveldisleik- unum í Vancouver síðar þetta ár, einvígi sem átti að skera úr um hvor væri besti míluhlaupari heims. Bannister hljóp á 3.58,8 mínútum en Landy á 3.59,6 mínútum. Heimsmet Hicham El Guer- rouj, sem hann setti árið 1999, er 3.43,13. ■ KÖRFUBOLTI Stjórn körfuknatt- leiksdeildar Grindavíkur gekk í gær frá samningi við Kristin Friðriksson um að hann stjórni karlaliði félagsins næstu þrjú árin. Kristinn, sem tekur við af Friðriki Inga Rúnarssyni sem ákvað að hætta eftir síðasta tíma- bil, hefur þjálfað lið Tindastóls á Sauðárkróki undanfarin fimm ár og sagði í samtali við Fréttablað- ið í gær að hann hefði verið far- inn að búa sig undir að þjálfa Tindastól sjötta árið í röð þegar haft var samband við hann frá Grindavík. „Þetta hafði frekar stuttan að- draganda,“ sagði Kristinn að- spurður um hvernig þetta hefði komið til. „Þegar ég fékk tilboðið og fór yfir það var það svo spenn- andi að það var ekki hægt að hafna þessu.“ Kristinn sagði að hann hefði átt fimm góð ár á Sauðárkróki en sjálfsagt hefði hann gott af því að breyta til. „Mér leið mjög vel á Króknum og þessi ákvörðun mín var tekin í mestu vinsemd við forráðamenn Tindastóls. Þeir skildu mína afstöðu.“ Aðspurður sagði Kristinn það vera ögrandi verkefni að taka við liði eins og Grindavík. „Leik- mannahópurinn hjá liðinu er frá- bær. Þeir eru með mjög öflugan Bandaríkjamann auk leikmanna ársins í deildinni síðustu tvö árin. Það er mikill metnaður í félaginu og mér fannst ég vera kominn á þann tímapunkt að ég væri tilbú- inn að stjórna liði eins og Grinda- vík. Þetta félag vill alltaf vera á meðal þeirra bestu og það er stefnt á titil á hverju ári. Hvaða titill kemur get ég ekki sagt um en lokatakmarkið er Íslands- meistaratitillinn.“ Kristinn sagðist ætla að spila á komandi tímabili ef líkaminn segði ekki stopp. „Ég vonast til að eiga eitthvað inni og ætla að leg- gja mitt af mörkum innan vallar. Vonandi heldur líkaminn en það verður bara að koma í ljós. Það er erfitt að hætta að spila en maður verður þó að vera skynsamur,“ sagði Kristinn að lokum. Magnús Andri Hjaltason, for- maður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, var afskaplega sátt- ur þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Við erum mjög sáttir við að fá Kristin og teljum að hann sé maðurinn til að leiða Grindavík inn í nýja stórveldistíma,“ sagði Magnús Andri og bætti við að hann væri feginn að þjálfari væri fundinn enda Grindvíkingar bún- ir að reyna að fá bæði Fal Harð- arson og Sigurð Ingimundarson til að þjálfa liðið án árangurs. ■ FÓTBOLTI Argentínski knattspyrnu- snillingurinn Diego Maradona var lagður inn á sjúkrahús á nýjan leik í gær en ekki er liðin vika frá því að hann útskrifaði sjálfan sig. Maradona yfirgaf sjúkrahúsið eft- ir tólf daga legu á gjörgæslu vegna hjartavandræða og erfiðleika með öndun. Talið var að Maradona væri á góðum batavegi og átti hann á næstu dögum að fljúga til Kúbu þar sem hann ætlaði að halda áfram í meðferð vegna kókaínfíkn- ar sinnar. Þeirri ferð hefur nú ver- ið frestað og vakna nú upp spurn- ingar hversu langt Maradona á í rauninni eftir ólifað. ■ HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son átti mjög góðan leik þegar lið hans Grosswallstadt bar sigurorð af Wallau/Massenheim, 27-23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Snorri Steinn var markahæstur í liði Grosswall- stadt með sjö mörk en þýski landsliðsmaðurinn Heiko Grimm kom næstur með sex. Einar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Wallau en Rúnar Sigtryggsson var ekki á meðal markaskorara. Snorri Steinn hefur átt mjög gott tímabil með Grosswallstadt í vetur og skorað 118 mörk á sínu fyrsta ári í erfiðustu hand- boltadeild heims. Grosswallstadt komst með sigrinum upp fyrir Wallau í átt- unda sæti deildarinnar. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 Valur og ÍBV mætast í öðr- um leik liðanna í úrslitaeinvígi RE/MAX- deildar kvenna í handbolta á Hlíðar- enda. ■ ■ SJÓNVARP  17.40 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  19.00 Inside The PGA Tour 2004 á Sýn. Þáttur um bandarísku PGA-móta- röðina í golfi.  19.30 USA PGA Tour Monthly á Sýn. Mánaðarlegur þáttur um banda- rísku PGA-mótaröðina í golfi þar sem stiklað er á stóru um mótaröðina.  20.00 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá síðari hálfleik í leik Vals og ÍBV í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  20.30 Kraftasport á Sýn. Sterkir menn í hrikalegum átökum.  21.00 European PGA Tour 2003 á Sýn. Sýnt frá Telecom mótinu sem fram fór á Ítalíu á síðasta ári.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  23.25 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Endurtekinn þáttur frá sunnudegi þar sem Guðni Bergsson og Heimir Karlsson fara yfir það helsta í enska boltanum. DIEGO MARADONA Lagður inn á sjúkrahús á nýjan leik. ■ Tala dagsins 4 Þýski handboltinn: Snorri Steinn með sjö SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Skoraði sjö mörk fyrir Grosswallstadt. Stefnt á titil á hverju ári Kristinn Friðriksson, nýráðinn þjálfari Grindavíkur, er hvergi smeykur við ögrandi verkefni. KRISTINN FRIÐRIKSSON TEKUR VIÐ GRINDAVÍK Eftir fimm ára starf á Sauðár- króki ákvað Kristinn Friðriks- son að söðla um og taka við liði Grindavíkur í Intersport- deildinni í körfuknattleik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.