Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 47

Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 47
FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 FÓTBOLTI Gamli þýski lands- liðsmaðurinn Bernd Schust- er var í vikunni rekinn úr starfi framkvæmdastjóra úkraínska úrvalsdeildarliðs- ins Shakhtar Donetsk. Eftir góðan árangur framan af leiktíð hefur heldur hallað undan fæti og eftir nokkur slæm töp í röð undanfarin misseri var forráðamönnum liðsins nóg boðið og létu Schuster flakka. Bernd Schuster var á átt- unda og níunda áratug síð- ustu aldar einn albesti miðju- maður heims, lék meðal ann- ars bæði með Real Madrid og Barcelona og var meira en lít- ið sigursæll. Hann hampaði Evrópumeistaratitlinum með Vestur-Þjóðverjum árið 1980 en eftir það lék hann lítið sem ekkert með landsliðinu enda átti kappinn það til að lenda upp á kant við forráðamenn og þjálfara þeirra liða sem hann spilaði með. Því fjaraði ferill hans smám saman útá sorg- legan hátt og nú virðist það sama ætla að verða uppi á ten- ingnum á þjálfaraferli hans. ■ Bernd Schuster aftur upp á dekk: Rekinn frá Shakhtar Donetsk ÞJÓÐVERJINN BERND SCHUSTER Rekinn frá úkraínska félaginu Shakhtar Donetsk. KÖRFUBOLTI Franska liðið Mónakó komst í gær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með því að ná 2–2 jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge í gær og vinna þar með einvígið 5–3 samanlagt. Chelsea byrjaði leikinn frábær- lega og komst í 2–0 eftir 44 mín- útur en Frakkarnir tóku við sér, minnkuðu muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jöfnuðu leikinn eftir klukkutíma leik. Eiður Smári Guðjohsen var mjög virkur í sóknarleik Chelsea, lagði upp annað markið á glæsi- legan hátt og fékk síðan nokkur dauðafæri til þess að komast á blað en heppnin var ekki með honum í Lundúnum í gær. Chelsea byrjaði leikinn frábærlega, Daninn Jesper Grönkjær kom liðinu yfir eftir 22 mínútur og stanslausa stórsókn og þegar Frank Lampard skoraði annað markið langþráða hefðu Eiður Smári og fleiri leikmenn getað verið búnir að bæta mörg- um mörkum við. Tveir bestu leikmenn franska liðsins, Jeróme Rothen og Fernando Morientes, áttu eftir að gera útslagið fyrir Mónakó eins og oft áður. Fyrra mark liðsins í gær skoraði Ibarra af stuttu færi eftir magnaðan skalla Morientes og undirbúning Rothen og Morientes skoraði síðan sitt ní- unda mark í Meistaradeildinni á laglegan hátt á 60. mínútu. Markið þýddi að Chelsea þurfti að skora þrjú mörk og við það gaf liðið upp vonina og leikurinn fjaraði út. Leikmenn Chelsea geta vissu- lega verið svekktir út í sjálfa sig, fyrst að tapa fyrri leiknum, 1–3, eftir að hafa verið manni fleiri í 40 mínútur og svo að glutra niður tveggja marka forustu í gær en 2–0 hefði dugað enska liðinu til þess að komast í úrslitaleikinn. Fyrsta klukkutímann sýndu leik- mennirnir hins vegar af hverju Chelsea ætti að vera í úrslita- leiknum. Mónakó mætir þar með liði Porto í úrslitaleiknum sem fer fram á heimavelli Schalke í Gelsenkirchen í Þýskalandi 26. maí næstkomandi. ■ Draumabyrjun Chelsea dugði ekki Fernando Morientes var enn og aftur örlagavaldur hjá Mónakó í Meistaradeildinni og franska liðið mætir Porto í úrslitum. Svissneska liðið Zürich vill kaupa Harald Guðmundsson frá Keflavík: Munnlegt tilboð’ hefurborist FÓTBOLTI Haraldur Guðmundsson, varnarmaðurinn efnilegi úr Keflavík sem hefur æft að undan- förnu með svissneska 1. deildar- liðinu FC Zürich, gæti verið á leið til félagsins en forráðamenn liðsins hafa verið mjög ánægðir með hann þann tíma sem hann hefur dvalið hjá þeim. Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að félaginu hefði borist munnlegt tilboð frá FC Zürich í Harald en hann vildi ekki tjá sig um efni og innihald tilboðsins. „Við sendum þeim svar til baka þar sem við fórum fram á að fá skriflegt tilboð. Við munum ekki svara munnlegum tilboðum held- ur meta stöðuna ef og þegar skrif- legt tilboð berst,“ sagði Rúnar. Hann sagðist fastlega búast við því að tilboðið kæmi í dag en hvort Svisslendingarnir fengju svar samdægurs ætti eftir að koma í ljós. Haraldur átti samkvæmt upp- haflegri áætlun að koma heim í dag en Rúnar sagði að það gæti vel breyst. „Við höldum okkur við það að hann komi heim á morgun en svissneska liðið hefur farið þess á leit við okkur að hann verði lengur úti. Ef tilboðið reynist almennilegt þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann verði lengur úti,“ sagði Rúnar. Íslandsmótið hefst 15. maí næstkomandi en Keflavík spilar sinn fyrsta leik gegn KA á Akureyri 16. maí. ■ ZÜRICH VILL KAUPA HARALD Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur, býst við skriflegu tilboði. NÍUNDA MARKINU FAGNAÐ Fernando Morientes gerði algjörlega út um vonir Chelsea þegar hann skoraði sitt níunda mark í Meistaradieldinni og jafnaði leikinn í 2–2. Hér fagnar hann markinu. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.