Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 54

Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 54
Hugmyndavinnan byrjaði straxí janúar þegar við fórum að plana blaðið og safna auglýsing- um,“ segir Baldur Arnar Sig- mundsson, ritstjóri Kroniku – Skólablaðs Fjölbrautaskólans við Ármúla. Blaðið lítur út eins og dæmigert glanstímarit, prentað á fínan pappír fullt af greinum, við- tölum og litskrúðugum myndum. „Það má segja að við séum að toppa okkur algerlega miðað við blöðin frá því í fyrra og hitteð- fyrra. Blaðið er unnið af þeim sem stunda nám í fjölmiðlaáfanga við skólann og er hluti af námsefninu þannig að við gerum þetta allt sjálf, seljum auglýsingar og sjá- um um umbrot.“ Baldur Arnar segir að blaðið sé stílað inn á fólk á menntaskóla- aldri og þó það höfði vitaskuld sérstaklega til nemenda í FÁ sé efni þess það fjölbreytt að það ætti að skírskota til fleiri. „Við ætlum meðal annars að láta það liggja á flestum kaffihúsum í borginni en áður en við byrjuðum að vinna efnið könnuðum við hvað það væri helst sem fólk á okkar reki vildi sjá í svona blaði.“ Sé eitthvað að marka þessa markaðskönnun ritstjórnar Króniku eru viðtöl við stjórnmála- menn, umfjöllun um fjármál unga fólksins, viðtöl við rokkara og fá- klæddar stúlkur að slást í skyr- bala það sem íslenskum mennt- skælingum er efst í huga. Blaðið birtir því til að mynda viðtöl við rokkhundana í Mínus og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, og litríkan myndaþátt þar sem FÁ-snótirnar Ingibjörg og Eydís glíma klæða- litlar í skyri á síðasta söludegi frá Mjólkursamsölunni. Viðtalið við menntamálaráð- herra er forvitilegt fyrir margra hluta sakir en þar upplýsir hún meðal annars að U2 er uppáhalds- hljómsveitin hennar og hún myndi skipa sér í fremstu röð og skemmta sér konunglega ef írska sveitin héldi tónleika hérlendis. Þá fengu fjölmiðlungar framtíð- arinnar að finna nasaþefinn af því hvernig ráðamenn vilja haga sam- skiptum sínum við fjölmiðla þar sem ráðherrann las viðtalið kirfi- lega yfir og gerði ýmsar breyting- ar á textanum áður en hann komst á prent. ■ Mike Kueng, sem er 32 áraausturískur ofurhugi, von- ast nú til þess að komast í met- abækurnar eftir að hafa hent sér út úr loftbelg í 9,9 kílómetra hæð. Hann sveif svo til jarðar í sérútbúinni fallhlíf. Í frjálsu falli sínu náði Kueng um 200 kílómetra hraða í óbærilegum kulda. Hann var klæddur í hitabúning auk þess sem hann fékk súrefni úr kút. Hitastigið var 60 gráður í mín- us þar sem hann stökk útbyrðis. Kueng hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari í flug- drekakúnstum. Kueng lenti í bænum Chiemsee í Bæjaralandi, tutt- ugu og fimm mínútum eftir að hann hoppaði úr loftbelgnum. „Ég er í skýjunum, þetta er nýtt heimsmet,“ sagði hann þegar hann lenti. „Ég gerði mitt besta. Ég þakka Guði fyrir að þetta hafi heppnast stórslysa- laust.“ Umsjónamenn heimsmeta- bókar Guinness segjast ætla að taka málið fyrir, geti hann sannað með myndum og öðru að hann hafi hoppað úr þessari hæð. ■ 42 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR Would you like an enjoyable and demanding job helping to protect the environment? Are you a student looking for work in June/July, or perhaps someone looking for short-term work to fill a gap? Are you interested in international environmental issues such as climate change, toxic pollution or species preservation? We are looking for lively, out-going STREET RECRUITERS. We need positive, engaging people with initiative and confidence who find it easy to introduce themselves and talk to new people. You should be an independent person who also enjoys working as part of a team. You will need excellent spoken English and Icelandic. We offer interesting, demanding yet enjoyable work paid by the hour for five weeks from the 14th of June. Naturally, you will recieve full training and instruction from us before starting out. Please send your application as soon as possible by e-mail to nora.christiansen@nordic.greenpeace.org. If you have any questions please call us on 690 5570. Innanskólakrónika Fjölbrautar í Ármúla MIKE KUENG Vonast til þess að komast í heimsmetabók Guinness. Hoppaði úr loftbelg í 10 kílómetra hæð Skrýtnafréttin MIKE KUENG ■ Austurískur maður henti sér út úr loftbelg í 10 kílómetra hæð. ANDRI ÁKASON, BALDUR ARNAR SIG- MUNDSSON OG JÓN STEINAR SANDHOLT Baldur ritstýrði Króniku en hefur þó ekki hug á að leggja blaðamennsku fyrir sig. Hinir tveir léku lausum hala í umbrotinu og eru til alls lík- legir á hönnunarsviðinu í framtíðinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.