Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 56
■ ■ KVIKMYNDIR
18.00 Kvikmyndin Un oso rojo
verður sýnd á argentínskri kvikmynda-
viku í Lögbergi, Háskóla Íslands.
20.00 Kvikmyndin El fondo del
mars verður sýnd á argentínskri kvik-
myndaviku í Lögbergi, Háskóla Íslands.
■ ■ TÓNLEIKAR
19.30 Þýska söngkonan Ute
Lemper syngur tónlist eftir Kurt Weill,
Jacques Brel, Astor Piazolla og sjálfa sig
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Há-
skólabíói.
44 6. maí 2004 FIMMTUDAGURhvað?hvar?hvenær?
3 4 5 6 7 8 9
MAÍ
Fimmtudagur
Það er nánast hrollvekjandi að sjá
hvernig hann Eggert breytir sér í
þessa gömlu konu,“ segir Bragi
Ólafsson rithöfundur um Eggert
Þorleifsson leikara. Eggert fer
með stórt hlutverk í nýju leikriti
Braga sem frumsýnt verður á nýja
sviði Borgarleikhússins í kvöld.
Eggert hefur að minnsta kosti
einu sinni áður brugðið sér í hlut-
verk með afar eftirminnilegum
hætti. Það var fyrir tveimur ára-
tugum þegar hann lék miðilinn
óborganlega í bíómynd Stuð-
manna, Með allt á hreinu.
Belgíska Kongó nefnist leikrit
Braga, og þar leikur Eggert gamla
konu á elliheimili.
„Efni þessa leikrits er hálfgerð-
ur misskilningur,“ segir Bragi.
„Það gerist á elliheimili í Reykja-
vík og fjallar um fjölskylduósætti
vegna misskilnings og endurfundi
gamallar konu og barnabarns
hennar og barnabarnabarns. Þetta
eru feðgar sem koma í heimsókn
til hennar eftir sjö ára þögn þeirra
á milli til þess að reyna að sættast
og leiðrétta þennan misskilning.“
Bragi segir titil verksins,
Belgíska Kongó, raunar vera ein-
hvers konar misskilning líka, en
vill ekki útskýra það nánar.
Feðgana leika þeir Ellert Borg-
ar Þorvaldsson og Gunnar Hans-
son. Síðan fer Ilmur Kristjánsdótt-
ir með hlutverk sjúkraliða á elli-
heimilinu.
Belgíska Kongó er síðasta leik-
ritið af þremur sem valin voru til
sýninga í Borgarleikhúsinu í vetur
í kjölfar leikritasamkeppni. Hin
tvö eru Sekt er kennd eftir Þorvald
Þorsteinsson og Draugalest eftir
Jón Atla Jónasson.
Stefán Jónsson leikstýrir þessu
leikriti eins og öðrum sem sett
hafa verið upp á Nýja sviðinu und-
anfarið. Finnbogi Pétursson mynd-
og hljóðlistamaður var síðan feng-
inn til að gera hljóðmynd fyrir
verkið.
„Eina tónlistin í þessu verki er
tif í klukkum,“ segir Bragi. „Bæði
Finnbogi og Stefán leikstjóri
leggja áherslu á þátt tímans í leik-
ritinu, sem er mjög hægur og
þungur. Þessi hægi tími reynir
mjög á feðgana og er þeim erfið-
ur.“
Bragi segist þó vona að þessi
hægi tími reyni ekki tiltakanlega
mikið á áhorfendur, enda er þetta
ekki nema rúmlega klukkustundar
langt leikrit. ■
■ LEIKSÝNING
Reynt að leiðrétta misskilning
ÖLDRUÐ KONA Á ELLIHEIMILI
Eggert Þorleifsson fer með stórt hlutverk í nýju leikriti Braga Ólafssonar, Belgíska Kongó, sem verður frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhúss-
ins í kvöld.
NÝTT: Miðasa la á net inu:
www. borgar le ikhus. is
Miðasalan, sími 568 8000
DON KÍKÓTI
eftir Miguel de Cervantes
FRUMSÝNING fi 13/5 kl 20 - UPPSELT
2. sýn su 16/5 kl 20 - gul kort
3. sýn fi 27/5 kl 20 - rauð kort
4. sýn fi 3/6 kl 20 - græn kort
5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort
CHICAGO
eftir J.Kander, F.Ebb og B.Fosse
Fö 7/5 kl 20
Lau 8/5 kl 20
Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING
Fö 14/5 kl 20 - UPPSELT
Lau 15/5 kl 20
Su 23/5 kl 20
Fö 28/5 kl 20
Lau 29/5 kl 20
Fö 4/6 kl 20
Lau 5/6 kl 20
Lau 12/6 kl 20
Lau 19/6 kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Ósóttar pantanir seldar daglega
LÍNA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Su 9/5 kl 14
Su 16/5 kl 14
Su 23/5 kl 14
Síðustu sýningar
NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ
BELGÍSKA KONGÓ
eftir Braga Ólafsson
Frumsýning Í kvöld kl 20 - UPPSELT
Fi 13/5 kl 20
Su 16/5 kl 20
SEKT ER KENND
e. Þorvald Þorsteinsson
Fi 3/6 kl 20
Síðasta sýning
GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ
FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU.
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Hljómsveitarstjóri ::: Thomas Kalb
Einsöngvari ::: Ute Lemper
FIMMTUDAGINN 6. MAÍ KL. 19:30 NOKKUR SÆTI LAUS
FÖSTUDAGINN 7. MAÍ KL. 19:30 LAUS SÆTI
Græn #5
Á efniskrá verða m.a. lög eftir Kurt Weill, Jacques Brel,
Astor Piazzolla, Nick Cave, Norbert Scholtze og fleiri.
UTE LEMPER SYNGUR Á ÍSLANDI - LOKSINS
LAUGARDAGUR 8. MAÍ KL. 20
UNDRAVERK. Einstök slagverkshátíð.
Frumflutningur í Evrópu. Einstakir
hljóðskúlptúrar frá Frakklandi til sýnis í
Salnum 6.-8.maí.
SUNNUDAGUR 9. MAÍ KL. 16
LEIKIÐ Á JÓN
Hallarkvartettinn leikur á strengjahljóðfæri
sem Jón Marínó Jónsson hefur smíðað.
Á tónleikunum verður einnig leikið á
minni hljóðfæri ætluð börnum.
SUNNUDAGUR 9. MAÍ KL. 20
TÍBRÁ: ÁSTIR SKÁLDSINS
Snorri Wium og Jónas Ingimundarson
flytja Dichterliebe Schumanns
og íslensk sönglög.
Fim. 6. maí kl. 21
Fös. 14. maí kl. 21
Fös. 21. maí kl. 21
Fös. 28. maí kl. 21
Einar Ágúst
og Gunni Óla
í kvöld frá kl. 21.30
Ókeypis aðgangur
TÓNLEIKAR Þýska söngkonan Ute
Lemper ætlar að feta í fótspor
Marlene Dietrich, Edith Piaf og
annarra álíka söngfugla á tónleik-
um með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í kvöld.
Hún ætlar að syngja kabarett-
lög frá Weimartímanum í Þýska-
landi, nokkur af þekktustu lögum
Kurt Weills, svo sem Alabama-
sönginn, Septembersönginn og
Sourabaya Johnny, og svo syngur
hún frönsk lög á borð við Amster-
dam, Ne me quitte pas og La Vie en
Rose sem Edith Piaf hefur gert
ódauðleg.
Ute Lemper hefur sérhæft sig í
af þessu tagi og hefur sent frá sér
um það bil tuttugu hljómplötur,
meðal annars með tónlist eftir
Michael Nyman, Jacques Prévert,
Stephen Sondheim, Hans Eisler,
Jacques Brel, Astor Piazzolla, Nick
Cave, Tom Waits og Elvis Costello.
Hún er fædd árið 1963 í Münst-
er í Þýskalandi. Feril sinn hóf hún
í söngleikjum á borð við Chicago,
Bláa engilinn, Cats og Cabarett, en
hún hefur einnig komið fram í
kvikmyndum leikstjóra á borð við
Robert Altman og Peter
Greenaway. ■
Kabarettstemning
í Háskólabíói
20.00 Kvennakór Kópavogs held-
ur vortónleika í Kópavogskirkju. Stjórn-
andi er Natalia Chow Hewlett, á píanó-
ið leikur Julian Hewlett og þær Sigríður
Sif Sævarsdóttir og Inga Þórunn Sæ-
mundsdóttir syngja einsöng. Einnig
leikur Ragnheiður Ásta Karlsdóttir á
flautu.
21.00 Guðrún Gunnarsdóttir og
Stefán Hilmarsson syngja uppáhalds-
lögin sín úr lagasafni Ellýjar og Vilhjálms
Vilhjálmssonar á tónleikum í Salnum,
Kópavogi.
21.30 Kvartett gítarleikarans Sig-
urðar Þórs Rögnvaldssonar leikur djass
á Kaffi List. Auk hans skipa kvartettinn
þeir Ívar Guðmundsson á trompet, Pét-
ur Sigurðsson á bassa og Kristinn
Snær Agnarsson á trommur.
22.00 Hljómsveitirnar Touch og
Lokbrá halda tónleika á Grand Rokk.
Aðgangur er ókeypis.
UTE LEMPER
Syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld og annað kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R