Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 57

Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 57
FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 ■ LEIKSÝNING 45 ■ ■ LEIKLIST  19.00 Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’’Neill í Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins.  20.00 Edith Piaf, nýr söngleikur eftir Sigurð Pálsson, verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu. Brynhildar Guðjóns- dóttir leikur titilhlutverkið en leikstjóri er Hilmar Jónsson.  20.00 Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson frumsýnt á Nýja sviði Borgar- leikhússins.  21.00 Pálína Jónsdóttir flytur ein- leikinn The Secret Face eftir Elísabetu Jökulsdóttur í Iðnó. ■ ■ SKEMMTANIR  Gunnar Ágúst og Einar Óla trúbbast á Hressó. ■ ■ ÚTIVIST  13.30 Útsýnisferð fyrir eldri borgara um nýju hverfin í Kópavogi í tengslum við Kópavogsdaga. Brottför frá Gjábakka, Gullsmára og Sunnuhlíð. Leiðsögumenn verða þeir Björn Þorsteinsson, Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri og Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri. Kaffi í Gjá- bakka að ferð lokinni. ■ ■ FYRIRLESTRAR  17.00 Árni B. Stefánsson, augn- læknir og hellakönnuður, flytur fræðslu- erindi um Þríhnúkagíg og fleiri náttúru- undur í Salnum, Kópavogi.  20.00 Haraldur Jóhannsson, heila- og taugalæknir, flytur fyrirlestur um krist- inn mannskilning á fundi hjá aðaldeild KFUM á Holtavegi 28. ■ ■ FUNDIR  17.15 Mai Palmberg og Kristín Loftsdóttir eru frummælendur á öðrum degi málþings um þróunarmál og mál- efni Afríkuríkja, sem haldið er á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Ég verð bara að segja það frádýpstu hjartans rótum að mér líst alveg rosalega vel á þetta,“ segir Sigurður Pálsson, leikskáld, en í kvöld verður frumsýnt verk hans um ævi frönsku söngkonunn- ar Edith Piaf í leikstjórn Hilmars Jónssonar. „Ég sat uppi með svo marga hluti eftir að hafa kynnt mér ítar- lega skemmtilegt og furðulegt lífs- hlaup söngkonunnar og þessa ótrú- legu rödd,“ segir Sigurður en hann leikstýrði bresku verki um Edith Piaf hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1985. „Út frá því langaði mig til að segja sögu hennar frá öðru sjónar- horni. Ég vildi gera bernskuárum Edith Gassion skil, árunum áður en hún varð hin alþjóðlega stjarna Edith Piaf og í rauninni má segja að þetta sé leitin að manneskjunni á bakvið goðsögnina.“ Sigurður segir aðalleikkonuna Brynhildi Guðjónsdóttur vera með öll tromp á hendi. „Það skipti máli þegar ég skrifaði verkið að í leik- hóp Þjóðleikhússins var að finna manneskju sem gat gert þetta hundrað prósent. Það kom aldrei nein önnur til greina en Brynhild- ur í hlutverkið. Hún er góð leik- og söngkona, minnir um margt á Ed- ith Piaf í útliti og er auk þess frönskumælandi sem er enn einn bónusinn,“ segir Sigurður en Bryn- hildur syngur lög Edith Piaf ýmist á frönsku eða íslensku. „Það er svo skrýtið með Edith Piaf að það er eins og allir skilji frönsku þegar hún syngur en Þórarin Eldjárn og Kristján Þórður Hrafnsson hafa einnig útbúið íslenskar þýðingar á söngtextunum sem njóta sín vel í uppfærslunni. Verkið hefur í raun þróast nær því að vera söngleikur en í upphafi var lagt af stað með og þar þjónar leikhópurinn mikil- vægu hlutverki og tekur þátt í glæsilegum dans- og söngatrið- um.“ Aðspurður um hvað sé hægt að læra af lífi Edith Piaf segir Sigurð- ur. „Það sem heillaði mig var saga hennar, rödd og túlkun sem nýjar og nýjar kynslóðir eru alltaf að uppgötva. En það sem má læra af lífi hennar er fyrst og fremst ein- lægnin og það að hlusta á hjarta sitt og láta það ráða för.“ ■ Í FÓTSPOR EDITH PIAF Sigurður Pálsson segir enga aðra leikkonu hafa komið til greina fyrir hlutverk Edith Piaf en Brynhildi Guðjónsdóttur en eins og sjá má af myndinni í hægra horninu eru listakonurnar sláandi líkar. Lát hjartað ráða för

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.