Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 64

Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Ó, ó, Hveragerði! SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Hver á hvað? Og hver má eiga hvað?Þeir sem ekkert eiga, þurfa engar áhyggjur að hafa. Sögnin að eiga er oft- ar sögð á íslensku heldur en í hinum Norðurlandamálunum. Í norsku, sænsku og dönsku hefur maður hús, þar hefur maður konu og maður hefur svo og svo mörg börn. Þar hefur maður dagblað og sjónvarpsstöð en hér á maður meira að segja tengdamóður. SKIPTIR ÞETTA einhverju máli í raun og veru? Það er, hver á blaðið? Hver á sjónvarpsstöðina? Segjum svo að eig- andinn sé samsafn fjölda fólks sem vill heyra um margbreytileikann í tilver- unni. Vill ekki bara sjá bláa litinn í regn- boganum heldur líka þennan gula og kannski sjá glytta í þann rauða og meira að segja votta fyrir þeim græna. Rís ekki þarna líka upp erfið staða? Það hlýtur að vera andstætt guðspjalli græðginnar að margir eigi eitthvað sam- an. Já, það er sko vandlifað þegar öfgarnar lenda í tertuslag. ORÐ ERU til alls fyrst, sagði einhver spakur maður og það er mikill sannleik- ur fólginn í þessari hendingu, nema orð séu bara notuð eins og hvert annað júróvsjón viðlag. Það er, einhver léleg holufylling vegna þess að silfrið er búið. SVONA VAKNA ýmsir frasar sem menn tyggja og tyggja eins og til dæmis orðið lýðræðislegt. Það er allt orðið svo ansi lýðræðislegt. Það er orðið lýðræðis- legt að eignast landnámshænu. Það er orðið lýðræðislegt að gæta þess að sem fæstir fái að segja skoðun sína. Það er orðið lýðræðislegt að styðja andlýðræðis- legar aðgerðir í hernaðarbrölti vegna þess að þetta töfraorð slær út allri raun- verulegri merkingu. ÁGÆTUR KUNNINGI minn af erlend- um uppruna sem var að baksast við að læra íslensku var sífellt að segja orðið Hveragerði. Þegar hann kom of seint í tíma sagði hann Hveragerði og þegar honum varð á að rekast utaní konu og sulla yfir hana kaffi æpti hann upp, ó, ó, ó, Hveragerði, Hveragerði! Það botnaði náttúrulega enginn í því af hverju mað- urinn var að tönlast á Hveragerði. Hann hefði alveg eins getað sagt Hvolsvöllur eða Hella. Nei, þá var það þannig að þetta orð hljómaði einhvern veginn eins og fyrirgefðu í hans eyrum. Hvernig mun orðið lýðræðislegt hljóma í okkar eyrum ef það er tuggið nógu oft í kolvit- lausu samhengi? ■ Númer eitt, hvernig t‡pa ertu? fiegar flú hefur vali› draumabílinn a›sto›ar Glitnir flig vi› a› eignast hann e›a leigja. fia› hefur aldrei veri› au›veldara fyrir einstaklinga og rekstrara›ila a› vera á rétta bílnum. Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn fiú velur flá fjármögnunarlei› sem flér hentar best Vi› bjó›um hagkvæm kjör fiú ræ›ur hvar flú tryggir Ábyrg›armenn alla jafna óflarfir Einfalt, fljótlegt og flægilegt Bílalán - Bílasamningur - Einkaleiga - Rekstrarleiga  –hlut i af Ís landsbanka K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 ELÍSABETAR BREKKAN Bakþankar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.