Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 7
6 22. maí 2004 LAUGARDAGURVEISTU SVARIÐ? 1„Ef þú slæst við skunka þá getur þúunnið en þú lyktar alltaf á eftir.“ Hver lét þessi orð falla og hvers vegna? 2Pokasjóður úthlutaði nýlega 70 millj-ónum króna. Hver fékk hæsta styrk- inn og hve hár var hann? 3Hverjir urðu bikarmeistarar í dönskuknattspyrnunni í vikunni? Svörin eru á bls. 51 Lyfjaverðsnefnd og apótekin: Samkomulag um álagningu lyfja ÁLAGNING LYFJA Lyfjaverðsnefnd og fulltrúar apótekanna hafa komist að samkomulagi um þak á álagn- ingu lyfja. Hámarksálagning á lyf sem kosta yfir 12.000 krónur í heildsölu verður 2.450 á pakkn- ingu. Páll Pétursson, formaður Lyfjaverðsnefndar segir að gott samkomulag hafi nú tekist milli lyfjaverðsnefndar og aðilum í lyfjaversluninni. „Sú vinna sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði við að ná niður lyfjaverði hefur nú skilað góðum árangri. Þetta verður til þess að lyfja- reikningur landsmanna lækkar um milljarð á ársgrundvelli,“ seg- ir hann. Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og Heilsu segir að vissulega komi samkomulagið niður á framlegð apótekana en þetta hafi verið nið- urstaða af samningaviðræðum ap- ótekanna við Lyfjaverðsnefnd. „Ég vona að með þessu sé sparn- aðaráformum ríkisins náð. Eftir stendur að apótekin þurfa að glíma við þá framlegðarminnkun sem af niðurskurðinum hlýst, sem gæti birst í því að apótek þurfi að skera niður þá afslætti til sjúk- linga sem við höfum verið að gefa. Apótekin munu gera sitt besta til að það verði ekki niðurstaðan,“ segir hún. Samkomulagið gildir frá og með 1. júní nk. ■ VÍS kaupir Lyfju fyrir milljarða Vátryggingafélag Íslands hefur keypt allt hlutafé í Lyfju hf. Forstjóri VÍS lítur á kaupin sem langtímafjárfestingu. Skrifað verður undir kaup- samning í júní. VÍS KAUPIR LYFJU Vátryggingafélag Íslands hf. hefur fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags síns og ann- arra fjárfesta keypt allt hlutafé í Lyfju hf. Seljandi er verslunar- fyrirtækið Hagar hf. og stefnt er að undirritun kaupsamnings 4. júní nk. Kaupverð er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er talið að heildarkaup- verð með skuldum nemi um þrem- ur til fjórum milljörðum króna og að einn til einn og hálfur milljarð- ur króna hafi fengist fyrir hluta- fé. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, lítur á kaupin sem langtíma- fjárfestingu. „Við lítum á Lyfju sem góðan fjárfestingarkost því það er framsækið fyrirtæki með góðu starfsfólki. Einnig teljum við markaðsmöguleika lyfjamark- aðarins góða og lítum við á kaupin sem langtímafjárfestingu.“ Finnur segir að markmiðið verði að efla Lyfju enn frekar með því að fá fleiri fjárfesta með. „Búið er að tryggja fjármögnun vegna samningsins en við erum enn ekki búin að ákveða hversu stóran hlut við ætlum að eiga í fyrirtækinu. Við höfum gefið það út að hámarksskuldbinding okkar sé 500 milljónir króna. Það kemur svo í ljós hver hluthafaeigenda- hópurinn verður þegar við gerum kaupsamninginn 4. júní.“ Finnur segir ekkert nýtt að VÍS séu þátt- takandi í verslunarrekstri. „VÍS var eigandi í Kaupási og hafði á sínum tíma áhuga á að auka hlut sinn þar. Þar höfðu ákveðnir aðil- ar forkaupsrétt sem varð til þess að fyrirtækið fór þar út. Við eig- um stóran hlut í Samkaupum og gengur það vel,“ segir hann. Lyfja á 34 lyfjaverslanir um allt land, þar af eru ellefu á höfuð- borgarsvæðinu. Flestar verslan- irnar eru reknar undir merki Lyfju en nokkrar undir merki Ap- óteksins auk annarra nafna. Stöðugildi í fyrirtækinu eru alls um 170. Ingi Guðjónsson er fram- kvæmdarstjóri Lyfju hf. halldora@frettabladid.is Vísitala byggingarkostnaðar: Hækkaði um 2,2% BYGGINGARVÍSITALA Vísitala bygg- ingarkostnaðar fyrir júní, reiknuð eftir verðlagi um miðjan maí, er 299,8 stig og hækkar um 2,22% frá fyrra mánuði. Hagstofan segir að meginhluti hækkunarinnar sé vegna nýlegra samninga Samiðn- ar og Samtaka atvinnulífsins. Þar gæti áhrifa þess að taxtar eru færðir nær greiddum launum. Þetta endurspegli launaskrið og yfirborganir undanfarin misseri sem ekki hafi verið unnt að mæla í vísitölunni fyrr en nú. Sðastliðna tólf mánuði hefur vísitala bygg- ingarkostnaðar hækkað um fimm prósent. ■ MEÐ KVEÐJU Spænskir hermenn eru nú alfarið farnir frá Írak við mikinn fögnuð landa sinna heima fyrir. Írak: Spánverjar kveðja ÍRAK, AP Síðasta spænska hersveit- in í Írak hefur pakkað föggum sín- um saman og haldið til Kúveit og þar með uppfyllt kosningaloforð Zapetero forsætisráðherra um að draga alla hermenn landsins frá stríðshrjáðu Írak. Stöðvar spænsku sveitarinnar í suður- hluta landsins eru nú tómar en alls voru 1.400 spænskir hermenn þegar mest lét í Írak. Hafa þær raddir gerst háværari á Ítalíu sem vilja leika sama leik og Spánverj- ar en Berlusconi hefur þvertekið fyrir allar slíkar hugmyndir. ■ Danmörk: Morðóður leigubílstjóri LÖGREGLUMÁL Umræða um danskan fótbolta við einn viðskiptavin sinn í aftursætinu fór heldur illa í danskan leigubílstjóra með þeim afleiðingum að bílstjórinn ók hann niður þegar á leiðarenda var komið. Lögregla hefur handtekið manninn og er hann ákærður fyr- ir tilraun til manndráps. Vænta má að hann verði sakfelldur enda mörg vitni að ákeyrslunni en líðan mannsins sem ekinn var niður er eftir atvikum. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR LYFJAVERÐ LÆKKAR Samkomulag hefur náðst um þak á álagn- ingu lyfja á milli lyfjaverðsnefndar og apó- tekanna. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF. „Lítum á kaupin sem langtímafjárfestingu,“ segir Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, um kaupin á Lyfju hf. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73,17 -0,27% Sterlingspund 131,07 0,24% Dönsk króna 11,83 0,00% Evra 88,04 -0,01% Gengisvístala krónu 123,2 -0,16% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 184 Velta 1.756 milljónir ICEX-15 2.665 -0,06% Mestu viðskiptin Össur hf. 57.683 Actavis Group hf. 53.164 Landsbanki Íslands hf. 32.026 Mesta hækkun Nýherji hf. 11,11% Líf hf. 2,97% Grandi hf. 1,49% Mesta lækkun Flugleiðir hf. -7,23% Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf. -5,65% Össur hf. -0,88% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.979,3 0,4% Nasdaq* 1.907,3 0,6% FTSE 4.431,4 0,1% DAX 3.831,8 -0,2% NK50 1.383,5 0,0% S&P* 1.093,7 0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 ELDUR Á FIMMTU HÆÐ Eldur kviknaði í gasgrilli sem stóð á svölum íbúðar á 5. hæð við Strandgötu á Akureyri um kl. 22.15 á fimmtudagskvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til sem gekk vel að slökkva eldinn. ELDUR Í RUSLAGEYMSLU Kveikt var í rusli í rusla- geymslu við Lundaskóla á Akureyri rétt fyrir kl. 18 á fimmtudaginn. Slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn. Lögreglan hefur sterkan grun um hver kveikti í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.