Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 9
8 22. maí 2004 LAUGARDAGUR SKAMMIST YKKAR BANDARÍKJAMENN Ekkert lát er á mótmælum fólks víða um heim vegna meðferðar bandarískra her- manna á íröskum föngum. Á Filippseyjum safnaðist þessi hópur saman fyrir utan bandaríska sendiráðið. FJÖLMIÐLAFRUMVARP Forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn, hafa ekki veitt allsherjarnefnd Alþingis upplýs- ingar um hverjir standa að baki eignarhaldsfélögum sem eiga tæplega 40% í fyrirtækinu en nefndin óskaði eftir þessum upp- lýsingum þegar forstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins kom á fund nefndarinnar 8. maí sl. Í bréfi frá Ágústi Sindra Karls- syni, eins af stórnarmönnum Ís- lenska sjónvarpsfélagsins, til alls- herjarnefndar í gær segist hann engar upplýsingar hafa um hverj- ir standa að baki félögum sem samtals eiga 37,95% í fyrirtæk- inu. Þetta eru félögin Mega ehf., Fjörnir ehf. og Fjölmiðlafélagið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar í alls- herjarnefnd, segir upptalning á eignarhaldsfélögum segi ekkert um hverjir eigi þau á hverjum tíma. „Reglur um gegnsæi um eignarhald á fjölmiðlum eru miklu vitrænni leið en þetta alvar- lega inngrip á markaðinn sem rík- isstjórnarflokkarnir vilja fara. Þetta sýnir að nauðsyn er á regl- um um gegnsæi um eignarhald á fjölmiðlum eins og Samfylkingin hefur verið að beita sér fyrir að verði sett sem er auðvitað miklu vægari leið en sú ofbeldisleið sem ríkisstjórnin vill fara,“ sagði Ágúst við Fréttablaðið. ■ HÆSTIRÉTTUR Umboðsmaður Al- þingis var ekki að móta nýja reglu í áliti sínu vegna nýlegrar skipun- ar dómsmálaráðherra í stöðu hæstaréttardómara. Þetta sagði Páll Hreinsson, prófessor í stjórn- sýslurétti, á fundi Vinnuréttarfé- lags Íslands í Iðnó í gær. Páll fjall- aði í erindi sínu um þýðingu al- mennra efnisreglna stjórnsýslu- réttar við veitingu opinberra star- fa og vék sérstaklega að ofan- greindu áliti umboðsmanns. Páll sagði að gagnrýni um- boðsmanns á embættisveitingu dómsmálaráðherra lyti aðalla- ega að rannsókn málsins. „Þau viðmið sem umboðsmaður beitir þar eru að mínu mati að öllu leyti í samræmi við hefðbundn- ar kröfur um rannsókn mála samkvæmt stjórnsýslulögum,“ sagði Páll á fundinum. Hann vék einnig að umsögn Hæstaréttar samkvæmt lögum um dómstóla en því hefur verið haldið fram að þar hafi umboðs- maður sett nýja reglu um að ráðherra bæri að leita umsagnar réttarins sérstaklega um þau sjónarmið sem hann leggði til grundvallar vali sínu. Sagði Páll ljóst að ef ráðherra ætlaði að byggja valið á þröngri sérþekk- ingu umsækjanda, þá kæmi um- sögn Hæstaréttar að litlum not- um ef rétturinn fengi ekki að vita um þau sjónarmið áður en umsögn væri samin, þar sem mat hans myndi þá byggjast á öðrum sjónarmiðum. „Ég tel því að túlkun umboðs- manns á hlutverki Hæstaréttar sem umsagnaraðila, sem lögum samkvæmt átti ekki aðeins að tjá sig um almenn starfsgengis- skilyrði umsækjenda heldur einnig um hæfni þeirra, sé eðli- leg og í samræmi við þær meg- inreglur sem gilda um álitsum- leitan á sviði stjórnsýsluréttar,“ sagði Páll. Fram kom í máli Páls að hann harmaði hversu mikil heift hefði verið í umræðu um málið og hve þung orð hefðu verið látin falla um þann um- sækjanda sem starfið hlaut, um- boðsmann Alþingis og aðra sem gefið hefðu sig að umræðunni. „Það er yfirleitt lítil von að um- ræðan beri uppbyggilegan ávöxt þegar rökræðunni sleppir og heiftug kappræðan tekur við,“ sagði Páll. borgar@frettabladid.is Þjóðskrá: Annríki eftir lokun NEYTENDUR Mikið annríki hefur ver- ið á þjóðskrárdeild Hagstofu Ís- lands eftir að almennum aðgangi var lokað í byrjun mánaðarins sam- kvæmt ákvörðun þar um. Að sögn Skúla Guðmundssonar skrifstofu- stjóra var sérstaklega mikið að gera fyrstu dagana eftir lokunina en aðallega var þar um að ræða fólk sem vantaði upplýsingar úr fyrir- tækjaskrá en almennar upplýsing- ar um einstaklinga eru enn að- gengilegar á netinu nema núna þarf sérstaklega að skrá sig. Var tals- vert um það í upphafi að fólk héldi að endanlega hefði verið lokað fyr- ir allan aðgang en svo var ekki. ■ ÞURRKUR Lítið sem ekkert vatn er í ám víða í Ástralíu og þessi fiskimaður verður að bíða betra tækifæris. Ástralía: Vandi vegna vatnsskorts ÁSTRALÍA Vatnsskortur er farinn að gera vart við sig í hluta Ástralíu og hefur orkumálaráðherra landsins biðlað til landsmanna að fara betur með vatn en verið hefur. Er skort- urinn það áþreifanlegur að vatns- magn í stíflum landsins er komið niður í helming þess magns sem er í venjulegu árferði. Verða íbúar nú sérstaklega að óska leyfis hafi þeir áhuga á að fylla einkasundlaugar sínar og einungis má vökva blómin í garðinum á ákveðnum tímum sól- arhringsins. Veðurfræðingar spá áfram sömu hitum og verið hafa svo engin önnur lausn er fyrirsjá- anleg á næstunni. ■ ÍSLANDSHANDBÓKIN – náttúra, saga og sérkenni Dýrmæt leiðsögn um landið, 3000 staðir í byggðum og óbyggðum. Tvö bindi í öskju, 1000 bls., 1300 litmyndir. Efninu er skipt eftir sýslum. Sýslukort með öllum þeim stöðum sem fjallað er um. Allar helstu hálendisleiðir. Súðarvogi 48, Kænuvogsmegin, sími 588 2013 Einsta kt sumart ilboð! Fimmþ úsund króna afsláttu r 9.900. - í stað 14.90 0.- GUÐNI ÁGÚSTSSON „Ótrúleg eigingirni og hugsunarleysi hjá mönnum að fitla við helgasta vatn landsins.“ Náttúruspjöll við Þingvallavatn: Lögsaga óljós NÁTTÚRUSPJÖLL Óljóst er undir hvern lögsaga í máli manns sem bjó til bátalægi og bátaskýli við Þingvallavatn. Sigurður Oddsson þjóðgarðs- vörður segir Þingvallanefndar að ákveða hvernig brugðist verður við náttúruspjöllunum. Guðni Ágústsson, sem situr í nefndinni, segir málið þó ekki verða tekið fyrir sérstaklega þar sem um lög- reglumál sé að ræða. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi mun lögregla hins vegar ekki grípa til frekari aðgerða þar sem búið sé að stöðva framkvæmdirnar. Guðni Ágústsson segir nauð- synlegt að kynna lög um þjóðgarð- inn. „Það verður að upplýsa fólk og þannig að það átti sig á því að það er ekki hvað sem er leyfilegt,“ segir Guðni. „Þetta er ótrúleg eigingirni og hugsunarleysi hjá mönnum sem fara bara að búa til sína bryggju í náttúrunni og fitla við helgasta vatn landsins.“ ■ Innbrot í Grasagarðinum: Fjögur ungmenni handtekin LÖGREGLUMÁL Fjögur ungmenni voru handtekin í Laugardalnum laust eftir miðnætti í fyrrinótt eft- ir að hafa brotist inn í gám við veitingastað í Grasagarðinum. Úr gámnum tóku þau ófrjálsri hendi níu bjórkassa en þegar þau urðu vör við lögreglu tók hópurinn á flótta. Lögregluþjónar hlupu ung- lingana uppi hvern af öðrum vítt og breitt um Laugardalinn og fengu þau að dúsa í fangageymsl- um lögreglunnar um nóttina. ■ FÆR EKKI UPPLÝSINGAR Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, óskaði eftir upplýsingum um eignarhald að Íslenska sjónvarpsfélaginu. Lögreglan kölluð að Þingvallavatni í annað skipti í vikunni: Bátaskýli byggt í leyfisleysi NÁTTÚRUSPJÖLL Lögreglan á Selfossi var í gær kölluð að Þingvallavatni í annað skipti í þessari viku vegna ólöglegra framkvæmda. Fram- kvæmdirnar fólust í því að brotið var úr klöpp við vatnið til að bygg- ja bátaskýli auk þess sem búnir voru til tveir litlir varnargarðar fyrir bátalægi að sögn Sigurðar K. Oddssonar þjóðgarðsvarðar. Eigandi sumarhúss í landi Kárastaða stóð fyrir framkvæmd- unum sem eru innan áhrifasvæðis þjóðgarðsins á Þingvöllum að sögn Sigurðar. Engin leyfi liggja fyrir framkvæmdunum en að sögn lögreglu lítur út fyrir að mis- munandi lög hafi verið brotin, þar á meðal náttúruverndarlög og vatnalög auk laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Sigurður segir Þingvallanefndar að taka ákvörðun um hvernig brugðist verður við náttúruspjöll- um við vatnið. „Það verður fundur í nefndinni eins fljótt og hægt er,“ segir Sigurður. Í Þingvallanefnd sitja Björn Bjarnason, Össur Skarp- héðinsson og Guðni Ágústsson. ■ ÓLÖGLEGAR FRAMKVÆMDIR Eigandi sumarbústaðar við Þingvallavatn bjó sér til bátaskýli og bátalægi í leyfisleysi. Í samræmi við lög og túlkunarhefð Prófessor í stjórnsýslurétti segir enga nýja reglu eða túlkun felast í áliti umboðsmanns um umdeilda skipun hæstaréttardómara. Prófessorinn harmar hversu mikil heift hefur verið í umræðum um málið. SAMMÁLA UMBOÐSMANNI Páll Hreinsson, prófessor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, varði álilt umboðsmanns um skipun hæstaréttardómara á fundi í Iðnó í gær. Allsherjarnefnd Alþingis: Ekki upplýst hver á Skjá einn ■ KJARASAMNINGAR ÓNÓG ÞÁTTTAKA Lokið er taln- ingu atkvæða um kjarasamninga Samiðnar við Samtök atvinnulífs- ins og Meistarafélag húsasmiða fyrir hönd Trésmiðafélags Reykjavíkur. Á kjörskrá voru 1098. Atkvæði greiddu 171 eða 15,6%. Þar sem þáttaka í at- kvæðagreiðsluni náði ekki 20%, teljast samningarnir samþykktir vegna þáttökuleysis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.