Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 11
22. maí 2004 LAUGARDAGUR Ólympíuleikarnir í Aþenu: Öryggissveitir æfa stíft ÓLYMPÍULEIKAR Öryggissveitir þær er gæta eiga öryggis gesta og keppenda á Ólympíuleikun- um sem hefjast innan tíðar í Aþenu æfa nú varnir gegn hvers konar ógn sem fram gæti komið frá hryðjuverkamönnum. Eru daglega æfð viðbrögð við öllu frá eldflaugaárásum til leyniskyttuárása og ekkert til sparað til að gera sveitina sem besta áður en leikarnir hefjast. Hefur sveitin verið undir miklu eftirliti stjórnvalda og einnig erlendra erindreka sem vilja ekki senda sína bestu íþrótta- menn til leikanna nema tryggt sé að öryggi þeirra sé í hámarki. Þrautþjálfaðar örygg- issveitirnar eru klárar í slaginn hvort sem um verður að ræða eldflaugaárás úr herflugvél eða gíslatöku um borð í skemmti- ferðaskipi. Um 300 sérsveitarmenn skipa öryggissveitina en að auki verða 70 þúsund lögreglu- og hermenn á vakt í borginni meðan leikarnir standa yfir. Margar þjóðir eins og Banda- ríkjamenn og Ísraelar koma að auki með sínar eigin sérþjálf- uðu sveitir svo ekki ætti að væsa mikið um íþróttakappana þegar Ólympíueldurinn verður tendraður þann 13. ágúst. ■ Beita kaffæringum og kynferðisofbeldi Bandarískir sérsveitarmenn eru sagðir beita mun harkalegri yfir- heyrsluaðferðum í leynilegu fangelsi en þeim sem tíðkaðist í Abu Ghraib og öðrum fangelsum hjá hernum. MISÞYRMINGAR Bandarískir sér- sveitarmenn pyntuðu fanga í leynilegu fangelsi í Írak, meðal annars með því að kaffæra fang- ana þar til þeir héldu að þeir væru að drukkna og með því að kæfa þá með öðrum hætti og hætta ekki fyrr en fangarnir voru að því komnir að kafna. Þetta segir NBC-sjónvarpsstöðin og hefur eftir háttsettum heim- ildarmönnum. Varnarmálaráðu- neytið er sagt rannsaka yfir- heyrsluaðferðirnar. Sérsveitarmennirnir hafa yf- irheyrt fanga í leynilegu fangelsi Bagdad. Yfirheyrsluaðferðirnar sem þeir beita eru sagðar þær grimmilegustu sem beitt sé í nokkru fangelsi í Írak. Fangarn- ir sem þeir halda eru and- spyrnumenn og g r u n a ð i r hryðjuverka- menn. Auk p y n t i n g a n n a eru þeim gefin inn lyf til að fá þá til að tala. D a g b l a ð i ð W a s h i n g t o n Post birti í gær upplýsingar úr yfirheyrslum yfir Írökum sem Bandaríkjamenn héldu í fangels- um og misþyrmdu. Fangarnir lýsa því hvernig þeir urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi, barsmíð- um og líflátshótunum ef þeir sýndu ekki samstarfsvilja við yf- irheyrslur. Þar er einnig að finna lýsingar á margvíslegri niður- lægingu og harðræði sem þeir voru beittir, svo sem hvernig þeir voru handjárnaðir í óþægi- legum stellingum og hvernig einn hermaður henti mat þeirra í klósettið og sagði þeim að borða hann þaðan. Lögfræðingar Bandaríkja- hers, sem hafa varið það að föng- um sé haldið á Guantanamo án dóms og laga, hreyfðu athuga- semdum við það síðla árs 2002 að yfirheyrslur þar brytu gegn því sem heimilt væri innan hersins vegna of mikillar hörku. Síðar breytti Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, reglum um yfirheyrslur. Þar má þó beita meiri hörku en í Írak. Rumsfeld hefur sagt að fleiri myndir en nú þegar hafa birst séu til sem sýna misþyrmingar en hefur neitað að birta þær með vísan til þess að það kunni að brjóta gegn Genfarsáttmálanum. Alþjóða rauði krossinn lýsti því yfir í gær að líklega mætti birta myndirnar ef andlit fanganna yrðu gerð óþekkjanleg. brynjolfur@frettabladid.is „ Yfirheyrsluað- ferðirnar sem þeir beita eru sagðar þær grimmilegustu sem beitt sé í nokkru fang- elsi í Írak.“ Tantrafólkið Hættir aldrei að tantra Bls. 20 Hljómsveitabolir sagðir brjóta íbága við fánalög og stjórnarskrá.Lögregla hefur lagt hald áþá en hljómsveitin segirþetta ofsóknir og merkium fasisma af versta tagi.Breska pressan sýnirmálinu mikinn áhuga. Bls. 6 Breska pressan skoðar lögreglu-aðgerðir gegn Mínusbolunum New York Times Segir Erró vondanlistamann Bls. 9 Samskiptareglur settar á Davíð eftir símahótunina Bls. 4 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 115. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 Björk & kærastarnir Átök Bandaríkjamanna og Chalabi halda áfram: Aukinn þrýstingur á Chalabi ÍRAK Átök Bandaríkjahers og eins meðlims íraska fram- kvæmdaráðsins, Ahmad Chalabi, héldu áfram í gær. Íras- ka lögreglan og bandarískir her- menn réðust inn í húsakynni Chalabi á fimmtudag, en Chalabi hefur verið í hópi helstu bandamanna Bandaríkjastjórn- ar í Írak. Nokkur atriði hafa einkum valdið spennu í samskiptum bandaríska hernámsliðsins og Chalabi. Tengsl Chalabi við Íran hafa valdið grunsemdum um fyrirætlanir hans. Chalabi hefur þó neitað öllum ásökunum um að hafa komið viðkvæmum upplýs- ingum áfram til Írans. Þá hafa bandarískir embættismenn kvartað yfir því að Chalabi hafi skipt sér af rannsókn á meintum fjársvikum Saddams Hussein, fyrrum forseta. Einnig hefur Chalabi lýst því yfir að Banda- ríkjamenn vilji ekki ganga nógu langt í því að gefa Írökum fulla sjálfstjórn. Ennþá hefur ekki verið gefið upp af hverju ráðist var til at- lögu að heimili Chalabi. ■ FJARSTÝRÐ SPRENGJULEITARTÆKI Öll nýjasta tækni verður notuð af öryggis- sveitum þeim er gæta öryggis gesta og keppenda á Ólympíuleikunum í Aþenu. AHMAD CHALABI Situr í framkvæmdaráði Íraks og var eitt sinn einn helsti bandamaður Bandaríkja- manna í Írak. FANGA ÓGNAÐ Bandaríska dagblaðið Washington Post birti í gær myndir af illri meðferð fanga sem hafa ekki sést opinberlega áður. M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.