Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 16
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Fagmennskan og fortíðin Umboðsmaður Alþingis boðar regl- ur sem hann óskar eftir að gildi um samskipti stjórnvalda og umboðs- manns. Tilefnið virðist ærið. Óvið- undandi samskipti hans við forsæt- isráðherra í kjölfar álits um skipan hæstaréttardómara. Þar varð niðurstaðan sú að dómsmálaráð- herra hefði farið á svig við dóm- stólalög og stjórnsýslulög við alræmda skipun. Framganga umboðsmanns er af- hjúpandi. Ef umboðsmaður hefði látið nægja að upplýsa hvað honum og forsætisráðherra fór á milli hefði það aðeins verið enn eitt dæmið þar sem embættismenn eða einstaklingar vekja máls á illa dul- búnum hótunum ráðamanna. Og orð hefði staðið gegn orði. Fagmennska er besta svarið við forneskjulegri frekju sem virðir ekki valdmörk. Þörfin fyrir samskiptareglur er sprottin af því að þjóðin virðist sitja uppi með kaldastríðskynslóð sem ólst upp við stjórnmál með nefið í hvers manns koppi, útdeil- ingarvaldið í rassvasanum og skoð- anir á hverjum fingri. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og frjálslynt tungu- tak við upphaf níunda áratugarins hefur ríkisstjórninni einkum runn- ið þetta blóð til skyldunnar undan- farin misseri. Kannski er merkilegast að Rík- isendurskoðun skuli ekki hafa haft frumkvæði að sambærilegum regl- um. Þó hefur Ríkisendurskoðun ítrekað sætt ómálefnalegum árás- um ráðherra þegar álit hafa fallið í óþökk stjórnvalda. Að ekki sé talað um stofnanir sem voru svo óþægi- lega sjálfstæðar að þær voru lagð- ar niður. Ráðherravaldið getur þó góðu heilli ekki bitið alla af sér. Eftirlits- stofnanir urðu flestar til þegar frelsið hélt innreið sína með EES- samningnum og eru skylda. Eins og Valgerður Bjarnadóttir benti á í merkri grein hér í blaðinu sl. fimmtudag eiga þær að sjá til þess að frelsið sé ekki misnotað. Í samskiptum stjórnmálamanna og sjálfstæðra eftirlitsstofnana er lykilatriði að valdmörk séu virt. Á því grundvallast traust á störfum þeirra. Traust er einhver mikil- vægustu verðmæti sem samfélag býr að. Á því veltur uppbygging heilbrigðra markaða ekki síður en heilbrigðra íbúðahverfa, faglegrar stjórnsýslu ekki síður en árangurs- ríkra fyrirtækja. Heilbrigt stjórn- málalíf á að líta á það sem frum- skyldu sína að stuðla að slíku trausti. Ekki höggva að rótum þess. Hin aldagamla þrískipting ríkis- valds virðist meira að segja þvæl- ast ótrúlega fyrir ráðherrum. Stuðningur við Íraksstríð var boð- aður án atbeina Alþingis þrátt fyr- ir skýr lagafyrirmæli um annað. Sótt hefur verið að Hæstarétti við hvert tækifæri. Dómstólaráð verð- ur lagt niður ef það hefur ekki hægt um sig. Er hægt að orða þetta eitthvað öðruvísi: Hingað og ekki lengra! ■ 15LAUGARDAGUR 22. maí 2004 Æðisköst Davíðs Já, og áfram mætti halda. Nefna til dæmis til sögunnar æðiskast Davíðs Oddssonar um daginn þegar hann jós fram órökstuddum dylgjum um að for- setinn hefði jafnan boðið til veislu þegar Stöð 2 var að taka lán hjá er- lendum aðilum og að hann léti stjórn- ast af því í sínum störfum að dóttir hans ynni hjá fyrirtækinu sem forsætis- ráðherrann er í herför gegn. Jú, kanns- ki Davíð sé þá eins óhæfur til að tjá sig um málefni dómsmálaráðuneytisins vegna Þorsteins sonar síns, aðstoðar- manns Björns Bjarnasonar. Líklega bara. Sigurður Ólafsson á sellan.is Lýðræði Lýðræði er ferli. Í þessu ferli felst heil- brigð rökræða og skoðaskipti milli þegna þjóðfélagsins. Í lýðræði fá mál að þróast og meltast með þjóðinni. Í lýðræði eru þegnarnir upplýstir og ekki reynt að lauma lögum bak við þá með valdhroka og yfirgangi. Í lýðræði er far- ið að lögum. Í lýðræði er ekki reynt að þvinga lagasetningar sem brjóta í bága við stjórnarskrá landsins með ofbeldi af ráðherrum landsins. Jens Sigurðsson á politik.is Heimta afsagnir Ætli menn fari ekki að heimta afsagnir virðulegra lögfræðinga, tveggja hér- aðsdómara, tveggja hæstaréttardóm- ara og ríkissaksóknara? Eða að minns- ta kosti að þessir menn „hugleiði alvar- lega stöðu sína“ og vitaskuld að þeir „játi mistök sín“. Eftir dóm Hæstaréttar í „stóra málverkafölsunarmálinu“ í gær, þá geta menn víst gert slíkar kröf- ur og fylgt þeim eftir með stórum fyrir- sögnum og langlokugreinum og lagt svo út af eigin kenningum í leiðurum og ritstjórnarpistlum. Eða hvað? Vefþjóðviljinn á andriki.is Ráðherra og tryggingafélögin Úrskurður Samkeppnisráðs fyrr í þess- um mánuði var að tryggingafélögin hafi brotið samkeppnislög. Fram hefur komið að samkeppnisyfirvöld telja brot tryggingarfélaganna alvarleg en sekta þau ekki vegna þess hve rann- sóknin tók langan tíma. Í svari við- skiptaráðherra við fyrirspurn minni kemur fram að ráðherrann hefur enga skoðun á þessu máli og sýnir því fá- dæma tómlæti. Skattgreiðendur hafa greitt hátt í 40 milljónir vegna þessarar rannsóknar, sem er rúmlega 20% af árstekjum Samkeppnisstofnunar. Það er hreint ótrúlegt að tryggingafélögin þurfi ekki að greiða eina krónu í sekt, þrátt fyrir brot á samkeppnislögum. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/johanna AF NETINU eru álfar kannski menn? 10 lítrar 199 kr. 50 lítrar 799 kr. 999 kr.699 kr. 1299 kr. 2990 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 47 82 05 /2 00 4 Ótrúlegt ver ð 399 kr. Stór hengilóbelia 999 kr. 20 stjúpur Garðplöntutilboð Álfar í garðinn Úrvals gróðurmold SKOÐUN DAGSINS VALDMÖRK DAGUR B. EGGERTSSON Þjóðin situr uppi með kaldastríðskyn- slóð sem ólst upp við stjórn- mál með nefið í hvers manns koppi, útdeilingar- valdið í rassvasanum og skoðanir á hverjum fingri. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.