Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 23
22 22. maí 2004 LAUGARDAGUR Sú var tíðin hér á Íslandi aðmenn gátu verið nokkuð vissir um það að þegar þeir töluðu í síma gæti hálf sveitin legið á línunni. Sveitasíminn á Íslandi var því aldrei talin sérlega örugg aðferð til þess að skiptast á skoðunum. Með framför tækninnar hafa möguleikar einstaklinga til þess að liggja á hleri um aðra einstak- linga minnkað til mikilla muna og í dag þurfa menn að leggja tölu- vert á sig til þess að geta fylgst með öðrum einstaklingum. Yfirvöld í góðri stöðu En tæknin hefur líka haft það í för með sér að lögregluyfirvöld á Íslandi, og leyniþjónustur víða um heim, eru sennilega í betri að- stöðu nú en nokkru sinni fyrr til þess að fylgjast með samskiptum á milli borgaranna. Þannig er talið að leynisþjónustur Bandaríkjanna og Bretlands geti í sameiningu komið höndum yfir stærstan hluta af þeim gögnum sem send eru í gegnum gervihnetti og svokallað E c h e l o n - n j ó s n a k e r f i t r y g g i r n o k k r u m l e y n i - þjónustum sem starfa sama að- gang að yfirgæfandi meirihluta allra símtala sem eiga sér stað í heiminum. Echelon Í skýrslu þings Evrópusam- bandsins frá árinu 2002 er ítar- lega fjallað um þær ógnir sem steðja að öryggi í fjarskiptum sér- staklega með tilliti til þess að STOA, nefnd á vegum fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, hafði skrifað skýrslur þar sem fjallað var um Echelon- kerfið. Skýrsluhöfundar STOA fjalla um Echelon en opinberlega hefur tilvist þess aldrei verið við- urkennd. Niðurstaða þingnefndar- innar er sú að kerfið sé til staðar. Í fyrstu skýrslu STOA-nefndar- innar kom fram að allar tölvu- pósts, síma og fax sendingar í Evrópu væru reglulega hleraðar af bandarísku njósnastofnuninni National Security Agency (NSA) og þeim sem starfa með henni. Þing Evrópusambandsins hóf formlega rannsókn á Echelon- kerfinu sökum þess að ástæða þótti til að ætla að notkun kerfis- ins hefði í för með sér brot á rétt- indum einstaklinga innan Evrópu- sambandsins til friðhelgi einka- lífs auk þess sem grunsemdir höfðu vaknað um að kerfið væri ekki einvörðungu notað í sínum upprunalega tilgangi - að sjá leyniþjónustum fyrir gögn- um sem snertu öryggis- hagsmuni - heldur væri það einnig notað í iðnað- arnjósnum. Hleraður heimur Í skýrslu þings Evr- ópusambandsins segir að talið sé að Echelon-kerfið búi yfir tveimur óvenju- legum eiginleikum. Í fyrs- ta lagi hafi það mikla af- kastagetu. Móttökudiskar og njónsagervihnettir eru sagðir gefa kerf- inu möguleika til að hlera öll s í m t ö l , sím- bréf, internetsendingar og tölvu- póstsamskipti og þar með að greina innihald þeirra. Í öðru lagi er kerfið sagt óvenjulegt því það er starfrækt alls staðar á jarðarkringlunni og aðilar að því séu fimm þjóðir: Bandaríkin, Bretland, Ástralía, Kanada og Nýja Sjáland. Þjóðirn- ar „dekka“ hver sitt svæði en samnýta afrakstur hlerananna. Hlerun tölvupósts í Evrópu minnkar Þing Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vegna tækniframfara hafi geta Echelon-landanna til að hlera tölvupóst minnkað. Í árdögum internetsins fóru öll tölvuskeyti í gegnum Bandaríkin og þar með gátu þarlend yfirvöld fylgst með þeim. Með auknum þéttleika netsins hefur þetta breyst svo stærstur hluti af tölvupósti sem sendur er innan Evrópu fer á milli sendanda og viðtakenda án þess að koma við í einum af þeim löndum þar sem Echelon er starfrækt. Þetta, ásamt því gríðarlega gagnamagni sem fólk skiptist á, veldur því að hæpið er að hægt sé að fylgjast með fólki svo nokkru nemi þótt ekki sé hægt að útiloka að gögnum sé safnað. Gervihnattasamskipti hleruð Það er hins vegar fullyrt að öll samskipti sem fara í gegnum gervihnött séu aðgengilegar leyniþjónustum aðildarlanda Echelon- kerfisins. Þing Evrópu- sambandsins komst að þeirri nið- urstöðu að draga mætti þessa ályktun út frá ýmsum vísbending- um þótt, eðli málsins samkvæmt, séu engar haldfastar upplýsingar að fá frá aðildarríkjunum sjálf- um. Meðal þeirra vísbendinga sem þing Evrópusambandsins tel- ur að renni stoðum undir þá kenn- ingu að Echelon sé starfrækt er að svo virðist sem uppbygging mót- tökudiska sé samhliða fjölgun gervihnatta. Enn fremur taldi þingið óhætt að álykta að samningur um starf- semi Echelon-kerfisins væri til staðar þótt aðildarríkin hafi neit- að því. Til grundvallar þessari ályktun liggja meðal annars viðtöl í fjölmiðlum við yfir- mann áströlsku leyni- þjónustunnar og vitn- isburður ýmissa sem komu fyrir nefnd- ina. Skortur á lög- sögu Í skýrslu Evrópuþingsins kemur fram að skortur á lög- sögu valdi því að erfitt sé að tryggja rétt- indi borgar- anna gagnvart hlerunum á borð við þær sem Echelon-kerfið gerir kleift. Þá sé það staðreynd að þeg- ar Bandaríkjaþing hefur tekið málið upp hefur einvörðungu ver- ið lýst áhyggjum af því hvort ver- ið sé að njósna um bandaríska þegna en bandarískum njósna- stofnunum er óheimilt að njósna um eigin borgara innan sinna lan- damæra. Cantat hleraður Í skýrslu þings Evrópusam- bandsins kemur einnig fram að sæstrengir séu hleraðir. Þetta gildir því um Cantat-strenginn sem liggur um Ísland. Andri Ótt- arsson lögmaður, sem hefur fylgst grannt með þróun persónuvernd- ar, segir að þetta feli í sér að lík- legt sé að öll samskipti til og frá Íslandi séu aðgengileg leyniþjón- ustum. „Öll rafræn samskipti Ís- lands við útlönd fara annaðhvort fram í gegnum strenginn eða gervihnetti og samkvæmt skýrsl- unni eru báðar þessar leiðir dekk- aðar af aðildarlöndum Echelon,“ segir hann. Minni persónuvernd eftir 11. september Að sögn Andra eru fleiri kerfi en Echelon sem vekja ugg þeirra sem standa vilja vörð um frið- helgi einkalífs. „Í Bandaríkjunum er starfrækt kerfi sem fylgist með tölvuspóstsendingum og net- vafri borgaranna auk þess sem nú er farið að samkeyra þau gögn mjög mikið við aðra gagnagrunna. Fram að hryðjuverkaárásunum 11. september var von til þess að Bandaríkjaþing gripi til aðgerða til verndunar friðhelgi einkalífs en síðan þá hefur stefnan verið í hina áttina,“ segir hann. Öryggisveilur vegna njósna Persónuverndarsamtökin EPIC gefa árlega út skýrslu um ástand persónuverndar í heiminum. Í ársskýrslunni frá því fyrra er ítarlega fjallað um þróunina frá hryðjuverkaárásunum 11. september ásamt því að gerð er úttekt á stöðunni í flestum ríkjum heims. Þar er meðal annars fjallað um Carnivore- kerfi bandarísku alrík- islögreglunnar en það kerfi fylgist með tölvu- pósti og netvafri í Bandaríkjunum. Því er haldið fram að sérstak- lega sé gert ráð fyrir því í hönnun stýrikerfa frá Microsoft að hægt sé að fylgjast með netnotk- un einstaklinganna. Þetta er sagt orsök fyrir sumum af veikleikum stýrikerfis- ins sem gera tölvuþrjótum auðveldara um vik að dreifa tölvuveirum. Þessar tölvuveir- ur valda svo enn meiri spjöllum á friðhelgi einkalífs því margar þeirra útbúa svokallaðar „bak- dyr“ sem gera tölvuþrjótum kleift að nálgast gögn á sýktum vélum. Bandarísk yfirvöld nota einnig tölvuveirur til að ná fram njósna- markmiðum. Meðal tækja sem yf- irvöld hafa notað er hugbúnaður sem fylgist með áslætti á lykla- borð en þannig hefur yfirvöldum tekist að brjótast inn í dulkóðaðan tölvupóst. Slíkur hugbúnaður er gjarnan sendur í formi tölvu- veiru. Barátta um friðhelgi „Alls staðar í heiminum stend- ur yfir barátta á milli yfirvalda og stuðningsmanna friðhelgi einka- lífs. Fram að hryðjuverkunum 11. september var ákveðin þróun í já- kvæða átt sem nú hefur snúist við, ekki bara í Bandaríkjunum heldur ekki síður í Evrópu og annars staðar í heiminum,“ segir Andri. Hann segir að hættur gagnvart friðhelginni séu meiri nú en nokkru sinni fyrr sökum þess hve mikið af upplýsingum liggi fyrir á rafrænu og samkeyranlegu formi. „Hér á Íslandi komast menn ekki í vídeóleigu án þess að gefa upp kennitölu og langstærstur hluti allra viðskipta á sér stað með greiðslukortum. Með aðgangi að gögnum um rafrænar greiðsl- ur er hægt að komast að nokkurn veginn hverju sem er um einstak- linga og ef bætt er við upplýs- ingum um síma- og internet- n o t k - un er Það er verið að fylgjast með þér Líklegt er að öll samskipti milli Íslands og útlanda séu aðgengilegar erlendum leyniþjónustum. Gríðarlegt magn af gögnum liggur fyrir um einstaklinga hér á landi og erlendis. Persónu- verndarsjónarmið standa höllum fæti á tímum baráttunnar gegn hryðjuverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.