Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 22. maí 2004 37 ■ VEIÐIFRÉTTIR Ánægjuleg stefnubreyting erað verða hjá íslenskum veiði- mönnum, varðandi stangveiðií- þróttina. Þar er ég að tala um hóf- semi í veiði,“ sagði Hilmar Hans- son, formaður Landssambands stangaveiðifélaga, í pistli á vefn- um veiðimenn.is fyrir fáum dög- um. Hilmar bendir á að Veiði- málastofnun sé farin að hvetja veiðimenn til að sleppa tveggja ára fiskum aftur í árnar líkt og sambærilegar stofnanir víða um heim, nema í Noregi. „Þó þyrftu Norðmenn ef til vill þjóða helst að sleppa aftur stang- veiddum fiski, því að villtir stofn- ar þeirra eiga undir högg að sækja,“ segir Hilmar. „Ég var býsna ákafur veiðimaður og svo er mörgum farið. En ég tel mig nú vera frelsaðan mann í þeirri merkingu að ég fæ orðið mikla ánægju af því að horfa á silfraðan laxinn þjóta aftur út í hyl með sporðaköstum, þegar hann hefur verið tældur og sigraður.“ Greinileg stefnubreyting hefur orðið hjá veiðimönnum á síðustu fimm til tíu árum í að sleppa aftur fiski og hvetur Hilmar þá til að taka höndum saman. „Hvernig væri að íslenskir stangveiðimenn legðust á eitt um að reyna það í sumar. Að sleppa, þó ekki væri nema einum af hverjum fimm fiskum sem þeir veiddu, og upplifa ánægjuna af því að sjá laxinn skjótast aftur út í djúpið og fagna frelsinu.“ Í fyrra var yfir fimm þúsund löxum sleppt aftur í veiðiárnar og verður það ekki minna í sumar. ■ Formaður Landssambands stangveiðifélaga: Stefnubreyting hjá veiðimönnum Í Frakklandi er komin út ný bókum Grace Kelly. Bókin er skrif- uð undir dulnefninu Joanne Spencer en nokkrar vangaveltur eru um hið raunverulega nafn. Víst er að þarna er um nána vin- konu Grace Kelly að ræða. Í bók- inni kemur fram að Grace leið eins og fanga í 235 herbergja höll- inni í Mónakó. „Ég er eins og fangi í gullbúri,“ á hún að hafa sagt. Henni fannst eiginmaður sinn, Rainer fursti, vanrækja sig og tók nærri sér fréttir af framhjáhaldi hans. Sagt er að Rainer hafi verið afbrýðisamur vegna allrar athygl- innar sem Grace fékk. Vitnað er í einn frænda Rainers sem segir að prinsinn hafi oft komið illa fram við konu sína sem hafi aldrei svarað í sömu mynt. Grace lagði glæstan kvik- myndaferil á hilluna þegar hún giftist Rainer. Hjónin áttu fátt sameiginlegt annað en góða kímnigáfu. Hjónabandið var í molum strax árið 1962 og tíu árum síðar vildi Grace sækja um skiln- að en var gert ljóst að hún myndi missa forræði yfir börnum sínum þremur. Hún ákvað að fresta skilnaði þar til yngsta barnið Stephanie væri komin á fullorð- insár. Árið 1976 flutti Grace til Parísar ásamt dætrum sínum tveimur. Hún eyddi litlum tíma í Mónakó. Spencer segir að ólíkt Rainer hafi hún ekki staðið í fram- hjáhöldum. Grace Kelly lést að- eins 53 ára að aldri í bílslysi. Tals- maður Rainers fursta hefur neit- að að tjá sig um bókina. ■ Grace vildi skilnað GRACE KELLY Hún yfirgaf Hollywood til að gerast furstafrú í Mónakó en iðraðist þess mjög og vildi skilnað. Á VEIÐUM Jón Þ. Einarsson heldur hér á laxi sem hann veiddi úr Leirvogsá. VEIÐI BYRJUÐ Í FISKILÆKJAR- VATNI Veiðin er byrjuð í Fiski- lækjarvatni í Leirársveit. Fyrstu veiðimennirnir fengu tuttugu fiska og margir eiga eftir að reyna um helgina. Fiskurinn er allavega fyrir hendi, bara að fá hann til að taka agn veiðimanna. KASTNÁMSKEIÐ Í HÍTARÁ Um helgina verður Fluguveiðiskólinn með kastnámskeið á bökkum Hítará á Mýrum, en haldin verða tvö námskeið, það fyrra í dag en hið seinna á morgun. Margir eiga eflaust eftir að nota sér það tæki- færi að æfa köst rétt fyrir veiði- tímann. FRESTA RÁÐNINGU MARKAÐS- STJÓRA Stangaveiðifélag Reykja- víkur var 65 ára í vikunni. Um svipað leyti ákvað stjórn félags- ins að fresta því að ráða til sín markaðsstjóra en nokkrir valin- kunnir menn komu til greina. Beðið verður til haustsins með að ráða í það starf. RJÚPNATALNING Á ÞINGVÖLLUM Rjúpnatalning var á miðvikudag- inn á Þingvöllum en ekki er vitað hve mikið sást af fugli. Vestur í Dölum hefur sést mikið af fugli eins og í Búðardal, með þjóðveg- inum út að Laugum og jafnvel víðar. Eitthvað sem kannski kætir ekki mikið skotveiðimenn og þó. ENGINN LAX Það styttist verulega í að laxveiðin byrji fyrir alvöru en ekki hefur ennþá frést af fyrstu löxum sumarins. Laxinn gæti verið kominn í Norðurá og jafnvel víðar. Veiðimenn hafa lít- ið séð ennþá. Á VEIÐUM GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.