Fréttablaðið - 22.05.2004, Síða 50

Fréttablaðið - 22.05.2004, Síða 50
LAUGARDAGUR 22. maí 2004 37 ■ VEIÐIFRÉTTIR Ánægjuleg stefnubreyting erað verða hjá íslenskum veiði- mönnum, varðandi stangveiðií- þróttina. Þar er ég að tala um hóf- semi í veiði,“ sagði Hilmar Hans- son, formaður Landssambands stangaveiðifélaga, í pistli á vefn- um veiðimenn.is fyrir fáum dög- um. Hilmar bendir á að Veiði- málastofnun sé farin að hvetja veiðimenn til að sleppa tveggja ára fiskum aftur í árnar líkt og sambærilegar stofnanir víða um heim, nema í Noregi. „Þó þyrftu Norðmenn ef til vill þjóða helst að sleppa aftur stang- veiddum fiski, því að villtir stofn- ar þeirra eiga undir högg að sækja,“ segir Hilmar. „Ég var býsna ákafur veiðimaður og svo er mörgum farið. En ég tel mig nú vera frelsaðan mann í þeirri merkingu að ég fæ orðið mikla ánægju af því að horfa á silfraðan laxinn þjóta aftur út í hyl með sporðaköstum, þegar hann hefur verið tældur og sigraður.“ Greinileg stefnubreyting hefur orðið hjá veiðimönnum á síðustu fimm til tíu árum í að sleppa aftur fiski og hvetur Hilmar þá til að taka höndum saman. „Hvernig væri að íslenskir stangveiðimenn legðust á eitt um að reyna það í sumar. Að sleppa, þó ekki væri nema einum af hverjum fimm fiskum sem þeir veiddu, og upplifa ánægjuna af því að sjá laxinn skjótast aftur út í djúpið og fagna frelsinu.“ Í fyrra var yfir fimm þúsund löxum sleppt aftur í veiðiárnar og verður það ekki minna í sumar. ■ Formaður Landssambands stangveiðifélaga: Stefnubreyting hjá veiðimönnum Í Frakklandi er komin út ný bókum Grace Kelly. Bókin er skrif- uð undir dulnefninu Joanne Spencer en nokkrar vangaveltur eru um hið raunverulega nafn. Víst er að þarna er um nána vin- konu Grace Kelly að ræða. Í bók- inni kemur fram að Grace leið eins og fanga í 235 herbergja höll- inni í Mónakó. „Ég er eins og fangi í gullbúri,“ á hún að hafa sagt. Henni fannst eiginmaður sinn, Rainer fursti, vanrækja sig og tók nærri sér fréttir af framhjáhaldi hans. Sagt er að Rainer hafi verið afbrýðisamur vegna allrar athygl- innar sem Grace fékk. Vitnað er í einn frænda Rainers sem segir að prinsinn hafi oft komið illa fram við konu sína sem hafi aldrei svarað í sömu mynt. Grace lagði glæstan kvik- myndaferil á hilluna þegar hún giftist Rainer. Hjónin áttu fátt sameiginlegt annað en góða kímnigáfu. Hjónabandið var í molum strax árið 1962 og tíu árum síðar vildi Grace sækja um skiln- að en var gert ljóst að hún myndi missa forræði yfir börnum sínum þremur. Hún ákvað að fresta skilnaði þar til yngsta barnið Stephanie væri komin á fullorð- insár. Árið 1976 flutti Grace til Parísar ásamt dætrum sínum tveimur. Hún eyddi litlum tíma í Mónakó. Spencer segir að ólíkt Rainer hafi hún ekki staðið í fram- hjáhöldum. Grace Kelly lést að- eins 53 ára að aldri í bílslysi. Tals- maður Rainers fursta hefur neit- að að tjá sig um bókina. ■ Grace vildi skilnað GRACE KELLY Hún yfirgaf Hollywood til að gerast furstafrú í Mónakó en iðraðist þess mjög og vildi skilnað. Á VEIÐUM Jón Þ. Einarsson heldur hér á laxi sem hann veiddi úr Leirvogsá. VEIÐI BYRJUÐ Í FISKILÆKJAR- VATNI Veiðin er byrjuð í Fiski- lækjarvatni í Leirársveit. Fyrstu veiðimennirnir fengu tuttugu fiska og margir eiga eftir að reyna um helgina. Fiskurinn er allavega fyrir hendi, bara að fá hann til að taka agn veiðimanna. KASTNÁMSKEIÐ Í HÍTARÁ Um helgina verður Fluguveiðiskólinn með kastnámskeið á bökkum Hítará á Mýrum, en haldin verða tvö námskeið, það fyrra í dag en hið seinna á morgun. Margir eiga eflaust eftir að nota sér það tæki- færi að æfa köst rétt fyrir veiði- tímann. FRESTA RÁÐNINGU MARKAÐS- STJÓRA Stangaveiðifélag Reykja- víkur var 65 ára í vikunni. Um svipað leyti ákvað stjórn félags- ins að fresta því að ráða til sín markaðsstjóra en nokkrir valin- kunnir menn komu til greina. Beðið verður til haustsins með að ráða í það starf. RJÚPNATALNING Á ÞINGVÖLLUM Rjúpnatalning var á miðvikudag- inn á Þingvöllum en ekki er vitað hve mikið sást af fugli. Vestur í Dölum hefur sést mikið af fugli eins og í Búðardal, með þjóðveg- inum út að Laugum og jafnvel víðar. Eitthvað sem kannski kætir ekki mikið skotveiðimenn og þó. ENGINN LAX Það styttist verulega í að laxveiðin byrji fyrir alvöru en ekki hefur ennþá frést af fyrstu löxum sumarins. Laxinn gæti verið kominn í Norðurá og jafnvel víðar. Veiðimenn hafa lít- ið séð ennþá. Á VEIÐUM GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.