Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 29
Sandy Cohen, pabbinn í sjónvarpsþættinum O.C. er kominn á nýjan BMW-sportbíl. Bíllinn er af gerðinni BMW 645i og er samskonar bíll til sýnis á sportbílasýningunni sem nú stendur í Höllinni, sá eini sinnar tegundar á Íslandi. ! HÚSRÁÐ BÖRN Í BÍL Mörg börn þjást af bílveiki sem getur verið til ama þegar fjölskyldan fer í ferðalag. Mörgum hefur reynst vel að benda börnunum á að horfa út um gluggann í stað þess að láta þau leika sér eða lesa. Annað sem mörgum hefur gefist vel er að gefa börnunum engiferöl fremur en aðra drykki meðan á ferðinni stendur. Hekla hefur hú í fyrsta skipti flutt inn Mitsubishi Lancer Evolution VIII. Til- efnið er sportbílasýningin sem nú stendur í Laugar- dalshöll. Mitsubishi Lancer Evolution VIII skilar 265 hestöflum og 355 Nm hámarkstogi til allra fjög- urra hjóla frá fjögurra strokka vél með for- þjöppu og sítengdu fjór- hjóladrifi. Bíllinn er allt í senn sportbíll, draumur hvers akstursáhuga- manns, hagkvæmur, skemmtilegur og ofurbíll. [ MITSUBISHI LANCER EVOLUTION VIII ] Hagkvæmur og skemmtilegur ofurbíll DAEWOO lyftarar Rafmagnslyftarar frá 1,3t - 3,0t Dísellyftarar frá 1,5t - 15t. Partur - Spyrnan - Lyftarar Eldshöfða 10, 110 Reykjavík, sími 585 2500 Mitsubishi Lancer Evolution VIII. Um síðustu helgi frumsýndi Hekla nýjan Volkswagen Polo MP3 sem er sérstaklega hannaður með ungt fólk í huga. Meðal þess sem prýðir bílinn er MP3-geisla- spilari sem getur vistað allt að 250 þjöppuð lög, 250W hátalarar, þjófavörn og fjarstýrðar samlæsingar, 14 tommu álfelgur og samlit hurðarhandföng og stuðarar. Bíllinn er ekki eins smár og fólk heldur því hann er átta rúmmetrar að stærð en tekur samt minna pláss í um- ferðinni. [ FUMSÝNING ] Tryllitæki þessarar viku er rallíbíllinn Peu- geot 306 árgerð 1999 og er eigandi hans Hlöðver Baldursson rallíökumaður. Bílinn eignaðist hann síðasta vetur en hann var fluttur inn frá Finnlandi fullbú- inn og því þurfti Hlöðver ekki annað að gera en að skipta um dekk og stilla sæt- in. Bíllinn var smíðaður í Frakklandi og var í fyrstu notaður sem reynsluakstursbíll. Þetta mun vera nýjasti rallíbíllinn í ís- lenska flotanum. [ TRYLLITÆKIÐ ] Á fimmtudaginn var opnuð sportbílasýning í Laug- ardalshöll og lýkur henni á morgun. Fyrirtækið Hraðar ehf. rekur sýninguna og er Brynjólfur Smári Þorgilsson framkvæmdastjóri hennar. „Við höfum haldið þessa sýningu annað hvert ár síðan árið 1997, að undanskildu árinu 2001 þar sem örlítil lægð var í bílabransanum það árið,“ segir Brynjólf- ur. Á sýningunni eru öll bílaumboðin með bíla á sýn- ingunni og eru alls um fimmtíu bílar til sýnis og þar af eru um 15 bílar innfluttir sérstaklega fyrir sýn- inguna. „Það skemmtilega er að við fáum sportbíla sem eru frekar nýlegir og sem lítið sem ekkert sjást á götunni hér heima,“ segir Brynjólfur og bætir við að stöðug þróun sé í sportbílaiðnaðinum erlendis og alltaf sé eitthvað nýtt og háþróaðra að koma á markaðinn. Búist er við að um 30.000 manns heimsæki sýn- inguna í ár en það er talsvert meira en síðustu ár. Búið er að vinna mikið í bílunum hér heima svo þeir líti sem best út fyrir bílaáhugamenn og aðra áhuga- sama sem ætla að leggja leið sína niður í Laugar- dagshöll um helgina. Þrír sportbílar í ofurbílaflokki eru á sýningunni í ár. Einn af þeim er af tegundinni Lamborghini og er það bílasalan Sparibíll sem flytur hann inn. „Það skemmtilega við komu þessa bíls til landsins er að þetta er fyrsti bíll þessar tegundar sem kemur hingað síðan árið 1984,“ segir Viktor Urbancic, sem er einn af bílainnflytjendunum fyrir Sparibíla. Bíla- salan er frekar ný af nálinni en Viktor segir að þeir hafi mikla reynslu og hafi verið í bílafaginu í um tuttugu ár. „Sparibílar er bílasala sem er eingöngu með nýja bíla og við seljum þá á lægra verði en hef- ur tíðkast hér á landi,“ segir Viktor og tekur sem dæmi að fyrir einn Ferrari-bíl sé hægt að kaupa sjö Lamborghini-bíla en Lamborghini-bíllinn hjá Spari- bílum er metinn á rétt tæplega 23 milljónir. Sá Lamborghini sem er til sýnis á bílasýningunni um helgina var kynntur síðasta haust en kom á göt- una nú í mars á þessu ári. Um leið og þeir komu á markaðinn urðu þeir svo vinsælir að nú hefur götu- verð á þeim hækkað allt að 25 prósent. Bíllinn er mjög öflugur og tekur það hann aðeins 4,2 sekúnd- ur að komast í 100 kílómetra á klukkustund. Bara í fyrsta gír kemst hann upp í 97 kílómetra og á hon- um eru sex gírar. Bíllinn er 500 hestöfl og stór- glæsilegur eins og sjá má. Sportbílasýningin er opin frá ellefu á morgnana til ellefu á kvöldin og eru áhugasamir endilega hvattir til að kíkja við í Laugardalshöllina og gleðja augað. ■ Sportbílasýning í Laugardalshöll: Sportbílar sem varla hafa sést hér á götunum Lamborghini-sportbíllinn er nýkominn á götuna og lítur glæsilega út. Hann er til sýnis í Laugardalshöll nú um helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Volkswagen Polo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.