Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 46
■ Rannsóknir hafa sýnt að menn kjósa frekar konur með litað ljóst hár sem lífs- förunauta, fram yfir alvöru ljóskur. ■ Kannanir hafa líka sýnt að bæði menn og konur trúa goðsögninni um að ljóskur séu heimskar. ■ Sálfræðingar hafa sýnt fram á að bæði kynin telja hárlit tengjast persónuleika fólks. ■ Rannsóknir í Bretlandi hafa sýnt að menn fara frekar á afgreiðslukassa þar sem afgreiðslukonan er ljóshærð. ■ Vinsælasta dúkka í heimi, ofurskvísan Barbie, er ljóshærð. ■ Finnskar ljóskur stofnuðu Alþjóðlega ljóskusambandið árið 1998 til að mót- mæla illri umræðu og meðferð á ljósk- um. ■ Margir telja sænskar konur vera allar blondínur, en staðreyndin er sú að að- eins helmingur þeirra hefur ljóst hár. ■ Sagt er að karlmenn vilji ljóshærðar kon- ur sem elskhuga, en dökkhærðar konur sem eiginkonur. ■ Því hefur verið fleygt að gáfaðir einstak- lingar hafi meira sink og kopar í hárinu. Brúnt og rautt hár er koparmikið, en ljóst hár snautt af þessum efnum. ■ Listmálarar hafa reglulega málað sögu- legar konur með ljóst hár, jafnvel Kleópötru. SAGT UM LJÓSKUR LAUGARDAGUR 22. maí 2004 33 notaðir bílarIngvarHelgason Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is Komdu í heimsókn til okkar á Sævarhöfða 2 og gerðu góð bílakaup fyrir sumarið. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. Opið virka daga kl. 9–18 og laugardaga kl. 13–17. HJÁ INGVARI HELGASYNI STÓRÚTSALA Á NOTUÐUM BÍLUM F í t o n / S Í A F I 0 0 9 6 1 3 Ef maður gerir mistök, segir eitthvað undarlegt og er ljóshærður í þokkabók, fær maður ákveðið augna- ráð. Þannig hef ég sjálf misst út úr mér setningar sem auðveldlega er hægt að gera grín að,“ segir fyr- irsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem reglulega set- ur strípur í náttúrlega ljóst hárið til að gera það ögn dekkra. „Fordómar gegn ljóskum eru vissulega til og sem dæmi fékk ég að finna fyrir þeim í námi mínu í viðskiptafræði. Ég er afar metnaðarfull og ákveðin og hlaut fyrir vikið toppeinkunnir, sem gerði að verkum að andlitið datt af mörgum. Þær sögðu skóla- systur mínar seinna að efasemdir hefðu verið uppi þeirra á milli um greindarfar mitt í upphafi, ein- göngu vegna ljósa hársins og útlitsins.“ Ásdís Rán segist oft hafa tekið eftir því sem ljós- ka að hún hafi náð að grípa athygli á undan öðrum og slíkt geti komið sér vel vilji konur koma sér á fram- færi og í viðskiptum. „En þar sem ég er í fyrirtækja- rekstri finn ég einnig að ég þarf að leggja meira á mig til að vera tekin alvarlega. Ég þarf að koma mínu á framfæri af meiri festu og ákveðni. Þannig hefur verið rannsakað að dökkhærðum konum gengur bet- ur að sækja um yfirmannsstöður en ljóshærðum. Það er tekið meira mark á þeim.“ Ásdís Rán rekur fyrirsætuskrifstofuna Model.is og segir ákveðnar týpur þrá útlit ljóskunnar í þeim bransa. „Það er ekki beint eftirsóknarverðara að vera ljóska, en ljóshærðar konur eru fljótari að grípa athygli annarra, og ekki síst karlmanna sem eiga sér fantasíur um ljóshærðar, lauslátar konur, sem vita- skuld er algjör klisja. Það hefur líka verið kannað meðal karla að þeir eru fljótari að horfa á eftir ljósk- um en vilja dökkhært kvonfang þegar stóra ástin er annars vegar. Þar gæti spilað inn í að þeir vilja síður að konan vekji of mikla aðdáun og athygli. Þær eru auðvitað meira áberandi ljóshærðar.“ ■ Árni Elliott Swinford á KissFM: Ljóskurnar lifa fyrir andartakið Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og eigandi Model.is: Upplifði efasemdir um greindarfar Þetta eru vond tíðindi,“ segir ljós- hærði engillinn Árni Elliott Swin- ford á útvarpsstöðinni KissFM, þegar honum eru færð tíðindi þess efnis að ljóskur verði út- dauðar eftir tvö hundruð ár. „Það er einfaldlega meira gaman að vera ljóska. Því fylgir einhver lífshamingja og kæruleysi. Við ljóskurnar lifum fyrir andartak- ið,“ segir hann hlæjandi og bætir við að í því felist klisjan um að blondínur séu heimskari. „Gáfna- far tengist aldrei háralit, en klisj- an gæti tengst lífshamingju og út- geislun ljóshærðra sem er jafnan slétt sama um álit annarra og skammast sín ekkert fyrir að segja óvart eitthvað rangt, vit- laust eða fáránlegt. Ljóskur eru hins vegar alveg jafn metnaðar- fullar og annað fólk. Hvorki minna né meira.“ Árni Elliott segir íslenskar konur ginkeyptar fyrir dökk- hærðum elskhugum en að í Suður- Evrópu snúist dæmið við. „Það er í það minnsta mín reynsla, en ég bjó um tíma í Portúgal. Þar var voðalega skrítið að vera ljós- hærður stundum og með blá augu í þokkabót. Ég fékk gríðarlega at- hygli og lenti mikið í því að konur vildu handleika ljósa hárlokkana. Það vakti á móti mikla öfund af hendi portúgalskra karlmanna.“ Þegar Árni Elliott er spurður hvort eitthvað sé til í því að ljósk- ur séu léttari á bárunni, segir hann engan vafa leika á því. „Það hef ég bæði oft séð í kringum mig og upplifað sjálfur. Það er ekki spurning að ljóshært fólk er kyn- þokkafyllra og ljóshærðir menn eru meira metrósexual, eins og David Beckham hefur sýnt sem dæmi. Það er einfaldlega kúl að vera ljóshærður. Það er einhver ólýsanlegur glamúr og gljái yfir manni.“ ■ thordis@frettabladid.is   M YN D : V IL H EL M M YN D : V AL G AR Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.