Fréttablaðið - 15.06.2004, Síða 37

Fréttablaðið - 15.06.2004, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2004 ■ KVIKMYNDIR Orlando Bloom hefur verið kjör- inn kynþokkafyllsti leikari Bret- lands í könnun sem sjónvarps- stöðin Sky Movies stóð fyrir. Í öðru sæti lenti Sean Bean, í þriðja Hugh Grant og í því fjórða lenti Ewan McGregor. Bloom, sem er 27 ára, sló í gegn í Hringadróttinssögu í hlut- verki Legolas. Næsta mynd hans var Pirates of the Caribbean, sem einnig naut mikilla vinsælda, og nú síðast lék hann í Troy á móti öðrum hjartaknúsara, Brad Pitt. „Venjulega eru það leikarar á borð við Jude Law og Ewan McGregor sem eru kjörnir kynþokkafyllstu leikararnir en nú virðist sem stjarna Orlando Bloom sé að rísa,“ sagði talsmað- ur Sky Movies. „Hann hefur leik- ið í vinsælum myndum nýlega og virðist höfða til allra aldurshópa.“ Bloom, sem nýlega var kjörinn einn af þeim 50 fallegustu í dag- blaðinu People, er ekki á lausu. Kærasta hans er bandaríska leik- konan Kate Bosworth, sem er 21 árs. ■ Orlando Bloom kynþokkafyllstur ORLANDO BLOOM Kynþokkafyllsti breski leikarinn að mati áhorfenda Sky Movies. Stærðfræðiformúla fyrir fyndni Stærfræðingar hafa fundið upp formúluna fyrir hinn fullkomna brandara. Samkvæmt vísinda- mönnunum Helen Pilcher og Tim- andra Harkness er hin fullkomna formúla fyrir brandara, c=(m+nO)/p. Auk þess að starfa sem vís- indamenn hafa þau sem auka- vinnu að vera með uppistand sem sett var upp í samvinnu við grín- klúbb í London til þess að vinna að rannsóknum þeirra. Í formúlunni stendur c fyrir hversu fyndinn brandarinn er, m stendur fyrir fyndið augnablik sem er fengið með því að skoða hversu langur tími fór í það að byggja upp brandarann fyrir lokasetninguna og hápunkt. Tákn- ið nO stendur fyrir hversu oft stemninginn fellur niður, en það er margfaldað með „úff-stuðlin- um“ sem er tengdur því hversu mikil sársauki felst í þeim þjóð- félagslegu eða líkamlegu auðmýk- ingum sem brandarinn gæti búið yfir. Þessu er svo deilt með p, sem er tákn fyrir hversu margar loka- setningarnar eru, eða punchline á ensku. Samkvæmt formúlunni þarf brandari ekki að enda á drepfynd- inni lokalínu ef uppbyggingin og sagan fram að henni er mjög góð. Samkvæmt formúlunni þurfa þó styttri brandarar að hafa mjög fyndna lokalínu. Þar hafið þið það. ■ UPPISTAND Hvað ætli þessum mönnum finnist um stærðfræðiformúluna góðu? Tveir vísindamenn í Bretlandi hafa fundið upp formúlu fyrir „hinn fullkomna brandara“. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.