Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 44
VISSIR ÞÚ ... ...að hjartakonungurinn er eini kon- ungurinn í spilastokkinum sem er ekki með yfirvaraskegg? ...að Michael Jordan þénar meiri peninga hjá íþróttafyrirtækinu Nike en allir starfsmenn Nike í Malasíu til samans? ...að perlur bráðna í ediki? ...að hægt er að leiða kú upp stiga en ekki niður? ...að skjaldbökur geta andað í gegn- um rassinn? ...að krókódíll getur ekki rekið út úr sér tunguna? ...að börn fæðast án hnéskelja? ...að Leonardo Da Vinci fann upp skærin? ...að nef okkar og eyru hætta aldrei að vaxa? ...að veturinn árið 1932 var svo kald- ur að Niagara-fossarnir frusu alveg? ...að það eru fleiri kjúklingar en fólk í heiminum? ...að yngstu foreldrar í heimi voru átta og níu ára og bjuggu í Kína árið 1910? ...að yngsti páfinn var ellefu ára gamall? ...að Mel Blanc, sá sem las inn rödd- ina fyrir Kalla Kanínu, var með of- næmi fyrir gulrótum? BLÓMIÐ 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR12 Léttöl Brennisóley Brennisóley er eitt algengasta blóm á Íslandi og er vorboði því hún blómgast í maí. Skepnur forðast brennisóley á sumrin vegna beisks bragðs í ferskum blöðum og blóm- um. Við þurrkun hverfur samt óbragðið og því spillir hún ekki töðu að neinu ráði. Blómin eru eitruð og voru áður notuð til að brenna burt vörtur. Tún sem hætt er að bera á, svo sem kringum eyðibýli, eru mörg hver alsett sól- eyjum. ■ VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON DRAUMA HELGIN Viktor Arnar Ingólfsson, rithöfundur og tækni- fræðingur, myndi eyða draumahelginni fyrir vest- an. „Ég myndi byrja ferðalagið á að aka vestur á Snæfellsnes síðdegis á föstudegi. Ég á rætur að rekja vestur á land en hef ekki verið nógu mikið þar og myndi því grípa tækifærið. Konan og dæt- urnar kæmu að sjálfsögðu með og við myndum gista á Hótel Búðum. Ég hef ekki ennþá fengið tækifæri til að heimsækja Búðir eftir að nýja hót- elið hóf rekstur en ég hef heyrt látið vel af því. Þessu fylgir auðvitað göngutúr í nágrenninu og góður kvöldverður. Á laugardeginum vil ég fara í Stykkishólm og fara í fuglaskoðunarferð með Sæferðum. Ferðirnar taka tvær og hálfa klukku- stund og það er svo margt að sjá. Ungarnir eru komnir úr eggjunum og allt iðandi af fugli. Eyj- arnar sjálfar eru líka heillandi og þar má sjá margar óvenjulegar jarðfræðimyndanir. Ef þannig stendur á sjávarföllum má sjá að straumarnir milli eyjanna á sundunum eru alveg stórmerki- legir. Skipverjar eru líka vanir að veiða dálítið af skelfiski og bjóða farþegum hann beint úr skel- inni. Nóttinni vil ég eyða á Hótel Stykkishólmi og fara síðan snemma á sunnudeginum með Baldri út í Flatey. Þar verður kannski hægt að semja við Hafstein bónda um siglingu um Vestureyjar en þangað hef ég ekki komið frá því ég var níu ára gamall. Ferðin endar seint um kvöld í Stykkis- hólmi og því ekki um annað að ræða en að gista þar aftur.“ En hvernig er helgin í raunveruleikanum? „Ég hugsa að ég eyði helginni bara heima í ró- legheitum við skriftir en ég er að vinna að nýrri glæpasögu. Þó er aldrei að vita nema fótboltinn freisti mín,“ segir Viktor að lokum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.