Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 51
EM Í FÓTBOLTA Ólöglegt mark frá David Trezeguet á 64. mínútu tryggði Frökkum annað stigið gegn sprækum Króötum í viðureign liðana á Evrópumótinu í gær. Liðin skildu jöfn, 2–2, í frábærum leik sem bauð upp fjölda færa og mikla dramatík. Það voru slæm mistök frá Igor Tudor sem leiddu til marksins, en hann gaf tæpa sendingu til baka á Tomislav Butina í markinu sem reyndi að þruma boltanum í burtu. Þá kom Trezeguet aðvífandi og fékk boltann greinilega í hendina á sér eftir spyrnu Butina. Af hendinni lagðist boltinn þægilega fyrir fætur Trezeguet og átti hann ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið. Króatar urðu æfir út í Kim Milton Nielsen, annars ágætan dómara leiksins, og það skiljanlega, því mögnuð endur- koma þeirra skömmu áður hafði verið eyðilögð. Það voru Frakkar sem byrjuðu mun betur í leiknum í gær og komust yfir með sjálfsmarki frá Tudor á 22. mínútu. Króatar mættu til leiks með breytt hugar- far í síðari hálfleik og uppskáru tvö mörk á fjögurra mínútna kafla. Það fyrra úr vítaspyrnu sem Milan Rapaic skoraði örugglega úr, og það síðara með góðu skoti Dado Prso sem nýtti sér slæm mistök Marcel Desailly í vörn Frakka. Bæði lið fengu góð færi til að tryggja sér sigurinn eftir að Trezeguet jafnaði, en inn vildi boltinn ekki. Frökkum nægir nú jafntefli gegn Sviss í síðasta leiknum til að komst áfram en Króatar þurfa sigur gegn Englandi í sínum lokaleik. ■ 27FÖSTUDAGUR 18. júní 2004 Trúir á heiðarlega dómgæslu EM Í FÓTBOLTA Þjálfari Spánverja, Inaki Saez, óttast ekki heimadóm- gæslu í leiknum gegn Portúgal en hann kemur líklega til með að vera úrslitaleikur um hvort liðið komist í átt liða úrslit. Öllum að óvörum eru það Grikkir sem skot- ið hafa báðum þjóðunum ref fyrir rass. „Ég hef fulla trú á því að dómgæslan í leiknum verði heið- arleg og komi ekki á neinn hátt niður á okkur. UEFA hefur tólf mjög góða og heiðarlega dómara hér á mótinu sem eru með reynslu úr meistaradeildinni,“ sagði Inaki Saez og spurningin er hvort hér sé um að ræða sálfræðibrellu af hans hálfu. ■ Frakkar heppnir Inaki Saez óttast ekki heimadómgæslu gegn Portúgal: Francesco Totti dæmdur í þriggja leikja bann: Biður Ítali alla afsökunar EM Í PORTÚGAL Ítalski landsliðsmað- urinn Francesco Totti hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyr- ir að hrækja á Danann Christian Poulsen í leik liðanna á dögunum. Dómari leiksins sá ekki atvikið en það náðist á myndband og út frá því var dómurinn felldur. Totti mun því missa af tveim næstu leikjum Ítala í riðlakeppninni, gegn Svíum og Búlgörum, og nái Ítalir að komast áfram í átta liða úrslit missir hann einnig af þeim leik. Til að þessi lykilmaður ítals- ka landsliðsins spili fleiri leiki á mótinu í Portúgal þá þurfa Ítalir að komast alla leið í undanúrslitin. „Við munum ekki þola svona hegðun,“ sagði talsmaður UEFA eftir dóminn. Totti fékk tækifæri til að stan- da fyrir máli sínu á þriggja tíma fundi um málið á hóteli í Lissabon. Þar viðurkenndi hann verknaðinn enda annað varla hægt: „Ég er mjög leiður yfir þessu og ég hreinlega þekki ekki sjálfan mig á þessum myndum,“ sagði Totti fullur iðrunar og bætti við: „Ég biðst afsökunar og vil taka það skýrt fram að þetta er ekki hinn rétti Francesco Totti á mynd- bandinu.“ Totti er 27 ára og leikur með Roma í ítölsku A-deildinni. Hann var einn af markahæstu leikmön- num deildarinnar á síðasta tíma- bili með 20 mörk.■ EM Í FÓTBOLTA Plamen Markov, þjálfari búlgarska landsliðsins, vísar því algjörlega á bug að þörf sé á róttækum breytingum fyrir leikinn gegn Dönum í dag. Þetta segir hann þrátt fyrir að lið hans hafi verið tekið í karphúsið af Sví- um, 0-5: „Það verða engar stórvægileg- ar breytingar á byrjunarliðinu frá Svíaleiknum,“ sagði Markov. Hann segir helsta áhyggjuefni sitt fyrir leikinn gegn Dönum vera meiðsli varnarmannsins Predrag Pazin sem misst hefur af tveimur síðustu æfingum liðsins og er afar tæpt að hann nái sér í tæka tíð. „Ég myndi frekar kjósa sigur í leiðinlegum leik heldur en að tapa á glæsilegan hátt eins og við gerð- um gegn Svíum. Við vorum algjör- lega búnir eftir sextíu mínútna leik og það mun ekki ganga neitt betur gegn Dönum náum við ekki að halda út allan leiktímann, sagði Plamen Markov. ■ Þjálfari Búlgara fyrir leikinn gegn Dönum í dag. Engar róttækar breytingar TOTTI Í ÞRIGGJA LEIKJA BANN Offramleiðsla á munnvatni? Dæmdur í þriggja leikja bann. B-RIÐILL England–Sviss 3–0 1–0 Rooney (23.), 2–0 Rooney (75.), 3–0 Gerrard (82.) Frakkland–Króatía 2–2 1–0 Tudor, sjálfsmark (22.), 1–1 Rapaic, víti (48.), 1–2 Prso (52.), 2–2 Trezeguet (64.). STAÐAN Í RIÐLINUM Frakkland 2 1 1 0 4–3 4 England 2 1 0 1 4–2 3 Króatía 2 0 2 0 2–2 2 Sviss 2 0 1 1 1–4 1 NÆSTU LEIKIR Í RIÐLINUM England – Króatía mán. 21. júní 18.45 Frakkland – Sviss mán. 21. júní 18.45 ■ STAÐA MÁLA DAVID TREZEGUET VAR HETJA FRAKKA EN MARK HANS VAR EKKI LÖGLEGT Hann tryggði Frökkum eitt stig gegn Króötum en hann notaði hendina á ólöglegan hátt rétt áður en hann skoraði. David Trezeguet skoraði ólöglegt mark og jafnaði fyrir Frakka gegn Króötum. Framundan er úrslitaleikur milli Króata og Englendinga. PLAMEN MARKOV Þjálfari Búlgara. Segir sína menn verða tilbúna í leiknum gegn Dönum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.