Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 62
Fann fyrir lífinu aftur í aldir Ekki bara hestar og lopapeysur 38 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR ... fær listamaðurinn Alice Olivia Clarke fyrir að tengja saman hafið og bækur í stóru mósaíkverki sem nú prýðir Bókasafn Hafnarfjarðar. HRÓSIÐ Íslenska þjóðin hefur tekið ást- fóstri við leikkonuna Brynhildi Guðjónsdóttur. Hún hefur sungið sig og leikið inn í hug og hjörtu landsmanna í hlutverki Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu og á þjóð- hátíðardaginn var vel við hæfi að Brynhildur færi í hlutverk fjall- konunnar. „Það segir sig kannski sjálft að ég þurfti að vera í öðrum búningi en allar þær fjall- konur sem komu á undan mér,“ segir Brynhildur, en hún varð í gær sextugasta fjallkonan til að flytja ljóð á Austuvelli. „Það er dálítið helg stund að klæðast skautbúningnum og þjóðbúninga- verðirnir á Árbæjarsafninu sáu til þess að ég fékk alveg eins bún- ing og hingað til hefur verið not- aður. Ég fann alveg fyrir lífinu aftur í aldir í þessum búningi og fylltist miklu þjóðarstolti yfir að fá að vera Ísland og flytja þjóð- inni fallegt ljóð.“ Dagarnir hafa verið stórir í vikunni fyrir Brynhildi því við at- höfn í Borgarleikhúsinu á mið- vikudagskvöldið hreppti hún Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á Edith Piaf. „Ég finn í hjarta mínu að þessi verðlaun voru ætl- uð mér því ég er búin að fá svo mikinn stuðning frá öllum sem hafa komið og séð sýninguna svo og öllu samstarfsfólki. Mér finnst eins og það sé verið að gefa mér gull á hverjum degi og að leggja á sig svona mikla vinnu og uppskera svo með þessum hætti er algjörlega guðdómlegt.“ Við æfingar á Piaf segir Bryn- hildur að hún hafi séð hlutina skýrt fyrir sér varðandi leikhúsið. „Mér finnst að okkur leikurunum beri skylda til að opna hjartað okkar, gera hlutina eins vel og við getum og eins leikhúsið aðgengi- legt fyrir áhorfendur og mögulegt er. Ef við ætlum að standa upp á sviði í einhverri sjálfhverfu og halda að þetta sé allt fyrir okkur sjálf þá getum alveg eins leikið heima hjá okkur. Við verðum að reyna að vera einlæg, þakklát, hógvær og gjafmild í okkar starfi. Þetta snýst um að gefa og ef mað- ur gefur á þennan hátt þá uppsker maður margfalt.“ tora@frettabladid.is Þeir farþegar Iceland Express sem hafa gleymt að taka með sér bókina í vélina og svo gripið í tómt þegar þeir þreifuðu eftir les- efni í sætisvasanum á móti sér eiga von á bragarbót. Í ágúst verð- ur þar nefnilega að finna nýtt tímarit, Iceland Express Inflight Magazine, sem svipar til Atlantica og Ský sem dreift er í vélum Icelandair og Flugfélagi Íslands. Snæfríður Ingadóttir, fyrrum rit- stjórnarfulltrúi Mannlífs, hefur verið ráðin til þess að ritstýra því. „Þetta tímarit verður bæði á ís- lensku og ensku því farþegar flugfélagsins eru bæði Íslending- ar og útlendingar,“ segir Snæfríð- ur. „Þar sem félagið flýgur til Lundúna og Kaupmannahafnar verður mikið efni tengt þessum borgum sem og Reykjavík. Það sem hentar fyrir erlendu ferða- mennina verður á ensku en efnið fyrir þá íslensku verður á ís- lensku.“ Snæfríður segir það hugsanlegt að einhverjar greinar verði á báð- um tungumálum, séu þar um viðtöl eða annað efni að ræða sem höfði jafnt til Íslendinga sem erlendra ferðamanna. Blaðið á svo að vera bæði fræðandi og skemmtilegt. „Þetta verður ekki bara hestar og lopapeysur,“ segir Snæfríður. Vinnsla fyrsta blaðsins er að hefjast og er Snæfríður því búin að pakka niður í ferðatösku, þar sem hún flýgur út á næstunni í „rannsóknarleiðangur“ til Kaup- mannahafnar og Lundúna. „Nú verður sumarið ekkert smá skemmtilegt hjá mér. Ég verð mikið á ferðinni, bæði innanlands og utan, í leit að skemmtilegu efni í blaðið. Þetta er örugglega með skemmtilegri vinnu sem maður getur komist í,“ segir Snæfríður að lokum og það er auðséð að hún er spennt fyrir þeim ævintýrum sem bíða. ■ FJALLKONAN BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR ■ Var fjallkona landsmanna á þjóðhátíð- ardaginn en kvöldið áður hreppti hún Grímuverðlaunin fyrir leiktúlkun sína á söngkonunni Edith Piaf. ÚTGÁFA INFLIGHT MAGAZINE ■ Snæfríður Ingadóttir hefur verið ráðin ritstjóri á nýju tímariti sem dreift verður í vélum Iceland Express FJALLKONAN BRYNHILDUR Það geislaði af fjallkonunni Brynhildi Guðjónsdóttur á þjóðhátíðardaginn en hún flutti ljóð Hannesar Hafstein við hátíðarathöfn á Austurvelli SNÆFRÍÐUR Nýráðin ritstjóri nýs tímarits Iceland Ex- press. Hún er reiðubúin í verkefnið, eins og sjá má. „Við erum alltaf að leita leiða til að búa til pening þar sem Götusmiðjan er alltaf blönk,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni. Mummi hefur nú gripið til þess ráðs að gefa út geisladisk í fjáröflunarskyni. „Ég er búinn að ganga með það í maganum lengi að taka eitthvað af þessum gömlu perlum og rokka þær upp. Ég ákvað að framkvæma þetta og hóaði í kjölfarið í nokkra stráka úr bransanum.“ Á disknum leika Beggi og Gunni úr Sóldögg, Biggi Haralds úr Gildrunni, Siggi Reynis og Bergur sem er tónlistar- kennari í Götusmiðjunni. „Við völd- um þessi lög og tókum upp hjá Silla í Stúdíó September og nú er af- raksturinn kominn út.“ Diskurinn ber heitið „Í upp- hafi“ og hljómsveitin kallar sig Götustrákana. Mummi segir plan- ið að selja sem mest í símasölu en disknum verður einnig dreift í Skífuverslanir. Götusmiðjan er sérhæft meðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem hefur lent á vit- lausri braut í lífinu og segir Mummi óhefðbundnum aðferðum beitt til að ná tilætluðum árangri. „Við notum hesta, tónlist og leik- list til að hjálpa þeim að öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu fyr- ir utan auðvitað hefðbundið hópa- starf og fyrirlestra.“ Mummi seg- ir tónlistina nýtast ótrúlega vel í meðferðinni. „Þau lifa og hrærast í heimi þar sem tónlist skiptir miklu máli. Það er líka auðvelt fyrir þau að tjá tilfinningar í gegnum tónlistina, það má berja á trommur þegar mikil reiði blossar upp eða leika á fiðlu þegar sorgin ríkir.“ Ágóði sölunnar mun fara í upp- byggingu tónlistarstarfs Götu- smiðjunnar en lítið er til af hljóð- færum á staðnum. „Við ætlum að prófa þessa leið og vonum að land- inn taki við sér.“ ■ Rokkar upp gamlar perlur ÚTGÁFA MUMMI Í GÖTUSMIÐJUNNI ■ hefur gefið út geisladisk. Ágóði sölunnar mun renna í tónlistarstarf Götusmiðjunnar. MUMMI Hann hefur lengi gengið með það í maganum að gefa út gamlar dægurlagaperlur í rokkbúningi. 1 3 2 Mohammad Khatami. Fjórtán sinnum. Inga Jóna Þórðardóttir. Lárétt: 1 stór, 6 vaða um, 7 í röð, 8 sól- guð, 9 iðka, 10 gruna, 12 skel, 14 rám, 15 varðandi, 16 að innan, 17 snák, 18 ein. Lóðrétt: 1 lofa, 2 svelgur, 3 íþróttafélag, 4 rómaður, 5 fugl, 9 gera vitstola, 11 afl, 13 formóðir, 14 mannabústaður, 17 jök- ull. LAUSN 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1mikill,6æða,7oó,8ra,9æfa, 10óra,12aða,14hás,15um,16út,17 orm,18stök. Lóðrétt: 1mæra,2iða,3ka,4lofaður, 5 lóa,9æra,11mátt,13amma,14hús, 17ok. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.