Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 27
[ EFNISYFIRLIT ] GRILLAÐ GRÆNMETI • GÓÐ GRILLVEISLA • GRILL Á GAMLÁRSKVÖLD • FISKUR Á GRILLIÐ • GÓÐ RÁÐ UM GRILLIÐ • HEILGRILLAÐ LAMB • VIÐHALD Á GASGRILLI • KJÚKLINGUR • KANADÍSK VÍN M YN D /G VA FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2004 Sjávargallerý: Feitur flottur fiskur „Eftir því sem fiskurinn er feit- ari, því betra er að grilla hann,“ segir Kjartan Andrésson í fisk- búðinni Sjávargallerý á Háaleitis- braut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sér- staklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru við- skiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. „Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn,“ segir Kjartan. „Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn,“ segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskur- inn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafn- framt að gott sé að leggja álpapp- ír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa nið- ur og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. „Það gerir ekkert til þó að roð- ið brenni því maður skefur fisk- inn beint úr roðinu,“ segir Kjart- an en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsyn- legt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. Grillaður skötuselur 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar extra virgin ólífuolía evartur pipar, grófmalaður fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötu- selinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fisk- inn ásamt niðurskornum rauð- lauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klem- mu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu. „Skötuselurinn er mjög góður á grillið enda er hann feitur og fínn,“ segir Kjartan Andrésson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.