Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 56
Dollars are like small fish, difficult to catch, but not to be thrown back except as bait for something bigger. - Kínverski mafíósinn Joey Tai veit allt sem vita þarf um viðskipti og lætur hér ljós sitt skína í Year of the Dragon frá 1985. 32 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR Hversu erfitt getur það verið að koma einni gamalli konu fyrir kattarnef? Alec Guinness, Peter Sellers, Herbert Lom og fleiri snilldarleikarar komust að raun um það í bresku gamanmyndinni The Ladykillers að sumum rosknum dömum verður ekki komið auðveldlega fyrir kattar- nef. Í þessari kostulegu mynd, sem Alexander Mackendrick leikstýrði árið 1955, fór Guinness fyrir glæpagengi sem leigði herbergi hjá gamalli konu, þar sem þeir undirbjuggu stórt rán. Sú gamla, sem Katie John- son lék, komst að öllu saman og þá afréðu þjófarnir sem þóttust vera virðulegir tónlistarmenn að kála kerlu en þá byrjuðu vand- ræði þeirra fyrst fyrir alvöru. Þeir Coen-bræður, Ethan og Joel, réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þeir ákváðu að endurgera þessa gömlu mynd og það fer tveim sögum af því hvernig þeim tókst til en þeir eru alla jafna bestir þegar þeir vinna með frumsamið efni. Bræðurnir fengu tvöfalda óskarsverðlaunahafann Tom Hanks til að taka að sér hlutverk doktor Goldwait Higginson Dorr, sem Guinness lék á sínum tíma. Hanks ber mikla virðingu bæði fyrir gömlu myndinni og forvera sínum og segir að það að leika í The Ladykillers sé svipað því að taka að sér hlutverk í Ríkarði III. Frumskógarlögmál skólalóðarinnar Stjarna leikkonunnar ungu Lindsey Lohan hefur farið hækk- andi frá því hún lék í endurgerð The Parent Trap árið 1998 á móti Dennis Quaid og Natasha Richardson. Hún sást nýverið í myndunum Confessions of a Teenage Drama Queen og Frea- ky Friday ásamt Jamie Lee Curt- is og nú lætur hún til sín taka í unglingamyndinni Mean Girls. Þar leikur Lohan hina 15 ára Cady Heron sem hefur alist upp í frumskógum Afríku. Hún er því vön því að vera innan um villidýr, veit allt um þróunar- kenningu Darwins og þá stað- reynd að aðeins þeir hæfustu komast af. Hún verður því fyrir algeru kúltúrsjokki þegar hún er send í skóla í grennd við Chigaco. Þar kemst hún að því að amerískir unglingar eru engin lömb að leika sér við og eftir árekstur við aðalgelluna í skól- anum þarf hún á allri sinni frum- skógarþekkingu að halda til að komast í gegnum skóladaginn. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn Myndasöguhetjur hafa verið að gera það ansi gott í bíó undan- farið. Seinna í sumar er von á annarri myndinni um Könguló- armanninn og með haustinu mætir hinn sérstæði Hellboy til leiks. Það gamall andstæðingur Köngulóarmannsins, Refsarinn Frank Castle, sem ríður þó á vað- ið og er kominn í bíó. Refsarinn er ekki ofurhetja í venjulegum skilningi þar sem hann er fullkomlega mannlegur, á engan furðulegan súperhetju- búning og er þar að auki á mörk- um þess að geta talist til góðu gæjanna þar sem hann drepur glæpahyskið sem verður á vegi hans af fullkomnu miskunnar- leysi. Áður en Refsarinn varð þessi sjálfskipaði böðull undir- heimanna hét hann Frank Castle. Hann gegndi herþjónustu og fékk sérþjálfun í alls kyns bar- dagaíþróttum og vopnaburði. Að herþjónustu lokinni gekk hann til liðs við FBI en í síðasta verk- efni hans fellur sonur stórglæpa- manns í átökum lögreglu og vopnasala. Sá kennir Castle um dauða sonar síns og lætur því slátra fjölskyldu Castles. Sjálfur kemst Castle undan við illan leik og þegar hann er gróinn sára sinna kemur hann sér upp vopnabúri og leitar hefnda. ■ Frumsýndar í vikunni: Vondar stelpur, virðulegir glæpamenn og sjálfskipaður böðull Ómissandi á DVD Leikstjóranum Michael Cimino hefur aldrei verið fyrirgefið floppið Heaven’s Gate og fékk ekki einu sinni uppreisn æru þegar hann kom með hina mögnuðu Year of the Dragon árið 1985. Þá var Mickey Rourke funheitur leikari og í toppformi í hlutverki löggunnar Stanley White sem fær það verkefni að hreinsa til í Kínahverfi New York. Myndin er nú loks komin út á DVD 18 árum eftir að hún kom í bíó. Oliver Stone skrifaði kjaftfort og ruddalegt handritið og Cimino keyrði ofbeldi í botn. Aukaefni er af skornum skammti en myndin ein og sér gerir diskinn ómissandi. Eurotrip „Það vefst mikið fyrir mér hvernig ég á að halda sjálfsvirðingunni um leið og ég upplýsi að mér fannst Eurotrip ferlega skemmtileg en þessi vitleysa er þrælfyndin á köflum. Tilgangur myndarinnar er einfaldlega að skemmta áhorfendum í 90 mínútur og það tekst býsna vel. Þetta er fín kynlífsbrandara- súpa með nokkrum óborganlegum bragðefnum og ekki skemmir fyrir að mikið skín í bert hold.“ ÞÞ Eternal Sunshine of the Spotless Mind „Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.“ ÞÞ Mors Elling „Það er auðvitað ávísun á vandræðalegar uppá- komur og góða brandara að senda ruglukoll eins og Elling til Mallorca og Mors Elling er því hin besta skemmtun. Hún er þó langt því frá jafn þétt og góð og fyrri myndin og þar munar mest um fjarveru Kjell-Bjarne, sem ekki er kominn til sög- unnar, en samspil vitleysinganna tveggja var burðarás Elling.“ ÞÞ Harry Potter and the Prisoner of Azkaban „Fyrir þá sem hafa lesið bókina er þetta hin prýðileg- asta skemmtun, þó svo að myndin bæti engu við það sem fyrir var skrifað. Þeir sem ekki hafa lesið bókina munu ganga mun ringlaðri út úr salnum en þegar þeir komu inn og foreldrar fá að hlýða á margar „af hverju“ spurningar næstu daga á eftir.“ SS Troy „Allt þetta nöldur mitt breytir því þó ekki að Troy er fínasta skemmtun, þó hún sé í lengri kantinum, og það er vissulega ánægjulegt að Hollywood skuli gefa fornsögum svo mikinn gaum þessi misserin. Það fer þó alltaf um mann smá hrollur þegar sígild verk eru löguð að kröfum draumaverksmiðjunnar.“ ÞÞ Van Helsing „Útlit myndarinnar er frábært, búningarnir eru flottir og drungalegt umhverfi Transylvaníu er heillandi. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks en þó nokkuð ofnot- aðar, sérstaklega í lokin, og þá keyrir væmnin einnig um þverbak. Annars er ekki yfir neinu að kvarta og Van Helsing er alvöru sumarpoppkornssmellur sem stendur fyllilega undir öllum væntingum sem slíkur.“ ÞÞ Drekafjöll „Teikningarnar eru ágætar en standast vitaskuld ekki því besta sem kemur frá Hollywood í þessum geira snún- ing enda vart hægt að ætlast til þess. Það er vissulega ánægjulegt að menn skuli taka sig til og talsetja evr- ópskar teiknimyndir en Drekafjöll er þó varla myndin til að tryggja það að þetta verði regla frekar en undan- tekning. Hún er einfaldlega ekki nógu skemmtileg.“ ÞÞ Kill Bill: Vol. 2 „Sem heild eru Kill Bill: Vol. 1 og Vol. 2 gargandi snilld og maður getur ekki beðið eftir að sjá þær saman í röð en aðskildar stendur Vol. 2 upp úr og það sem meira er, hún getur staðið ein og sér og það má njóta hennar í botn án þess að hafa séð fyrri hlutann. Ef um væri að ræða ritgerð um þann risahrærigraut sem bíómenningin er þá fengi Vol. 1 9,5 en Vol. 2 hækkar einkunnina upp í 10. Þetta verður ekki betra.“ ÞÞ ETERNAL SUNSHINE OF THE SPOTLESS MIND Gagnrýnandi Fréttablaðsins var gagntekinn af nýjustu mynd handritshöfundarins Charlie Kaufman. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ Titanic Star Wars E.T. : The Extra Terrestrial Star Wars Episode I : The Phantom Menace Spider-Man LOTR: The Return of the King The Passion of the Christ Jurassic Park Shrek 2 LOTR: The Two Towers Finding Nemo Forrest Gump The Lion King Harry Potter and the Sorcerer’s Stone The Fellowship of the Ring Star Wars Episode II: AOTC Return of the Jedi Independence Day Pirates of the Caribbean The Sixth Sense 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 [ vinsælustu ] BÍÓMYNDIR ALLRA TÍMA STJÖRNUSTRÍÐ Fyrsta Star Wars myndin frá árinu 1977 er sú kvikmynd sem hefur fengið næst mesta aðsókn frá því mælingar hófust en endurútgáfa hennar árið 1997 festi hana í sessi á eftir Titanic. „Síðast þegar ég fór í bíó sá ég Tróju,“ segir karatemeistarinn Edda Blöndal. „Tilefnið segir kannski allt sem segja þarf. Við vorum fjórar stelpur sem vorum að klára að flytja lokaverkefni í Háskóla Ís- lands og pöntuðum sæti í lúxussal með tíu daga fyrirvara til að horfa á Brad Pitt í þessari mynd. Þetta var skemmtilegt og ég er mjög ánægð með Pitt í myndinni,“ segir Edda sposk. [ HVERNIG VAR...? ] TOM HANKS Fer fyrir hópi glæpamanna sem kemst í hann krappan þegar þeir leigja herbergi hjá eldri konu undir því yfirskini að húsnæðið eigi að nota til hljómsveitaræfinga. LINDSEY LOHAN Leikur stúlku sem ólst upp í frumskógum Afríku og kynnist fyrst raunverulegum hættum þegar hún fer í skóla í Bandaríkjunum. REFSARINN Þeir sem gerast brotlegir við lög þurfa ekki að kempa hærurnar ef Refsarinn nær til þeir- ra. Þá er bráður bani vís enda enga miskunn að finna hjá hinum kaldrifjaða ekkjumanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.