Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 50
■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI FH–KR 2–11 0–1 Guðlaug Jónsdóttir 7. 1–1 Elín Svavarsdóttir 9. 1–2 Guðlaug Jónsdóttir 23. 1–3 Hólmfríður Magnúsdóttir 25. 2–3 Sigríður Guðmundsdóttir 26. 2–4 Hólmfríður Magnúsdóttir 29. 2–5 Guðlaug Jónsdóttir 38. 2–6 Hólmfríður Magnúsdóttir 48. 2–7 Sif Atladóttir 55. 2–8 Edda Garðarsdóttir 61. 2–9 Edda Garðarsdóttir 67. 2–10 Hólmfríður Magnúsdóttir 82. 2–11 Katrín Ómarsdóttir 88. BEST Á VELLINUM Hólmfríður Magnúsdóttir KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 5–29 (3–18) Horn 0–6 Aukaspyrnur fengnar 10–8 Rangstöður 5–2 Gul spjöld (rauð) 0–0 EM Í FÓTBOLTA Með mörkunum varð Rooney yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora mark í loka- keppni Evrópumótsins, og hefur þessi 18 ára leikmaður heldur betur slegið í gegn það sem af er Evrópumótinu. Mörkin skoraði Rooney í sitt- hvorum hálfleiknum, en Steven Gerrard bætti við þriðja markinu um tíu mínútum fyrir leikslok. Svisslendingar léku einum færri síðasta hálftímann eftir að Bernt Haas var vikið af velli. Sigurinn var helst of stór miðað við gang leiksins, því leikur enska liðsins var allt annað en sannfærandi. Sviss var mun betri aðilinn framan af leiknum og var það sérstaklega eftir horn- og auka- spyrnur Hakans Yakins sem hurð skall nærri hælum upp við mark enska liðsins. Algjörlega gegn gangi leiksins náði Rooney að skora á 23. mínútu og varð mark- ið til þess að ró kom yfir leik Eng- lendinga og þeir komust betur inn í leikinn. Leikmenn Sviss neituðu þó að gefast upp, en í kjölfarið á brott- vikningu Haas varð uppgjöf í her- búðum svissneska liðsins, Eng- lendingar gengu á lagið og skor- uðu tvö mörk áður en yfir lauk. Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska liðsins, kvaðst mjög ánægður með hvernig leikmenn sínir burgðust við tapinu gegn Frökkum um síðustu helgi. Unaðslegt hjá Sven-Göran „Þegar maður tapar leik á þann hátt sem við gerðum á sunnudaginn veit maður aldrei hvernig leikmennirnir bregðast við. Ég bjóst við jákvæðri svörun og fékk hana,“ sagði Eriksson og hrósaði hinum magnaða Rooney í hástert. „Það var unaðslegt að fylgjast með honum í leiknum. Og að vera ekki nema 18 ára og spila eins og hann gerir – það er alveg ótrúlegt,“ sagði Eriksson. Rooney sjálfur gerði lítið úr eigin þætti og sagði góða liðsheild hafa skipt sköpum. „Liðið spilaði vel og ég var heppinn að fá tvö mörk út úr því. Við þurftum á þessum sigri að halda og hann eflir sjálfstraustið fyrir framhaldið. ■ 26 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR Landsbankadeild kvenna í gær: Skyldusigur hjá KR-konum KR-stúlkur nutu sín betur í rokinu í Hafnarfirði í gær þegar þær heimsóttu stöllur sínar í FH. Lokatölur leiksins urðu 11–2, gest- unum í vil, og hefði munurinn auðveldlega getað orðið mun stærri ef ekki hefði verið fyrir ágætis tilþrif Sigrúnar Ingólfs- dóttar í marki FH. Hólmfríður Magnúsdóttir lék eins og sú sem valdið hefur hjá KR, skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fimm. Guðlaug Jónsdóttir skoraði þrennu og Edda Garðarsdóttir bætti við tveimur mörkum. Mörkin hjá FH voru þau fyrstu hjá liðinu í Landsbanka- deildinni í sumar, og komu þau bæði eftir að Petra Fanney Bragadóttir í marki KR hafði hætt sér of langt úr úr markinu og fengið boltann yfir sig. ■ Rooney kláraði Svisslendinga Wayne Rooney skoraði tvö mörk og leiddi Englendinga til 3–0 sigurs gegn Sviss í gær. LEIKIR  20.00 Afturelding og ÍR mætast á Varmárvelli í 2. deild karla.  20.00 Víðir og Leiftur/Dalvík spila á Garðsvelli í 2. deild karla. SJÓNVARP  11.05 EM í fótbolta á RÚV. Leikur Englands og Sviss frá fimmtu- deginum endursýndur.  13.05 EM í fótbolta á RÚV. Leikur Frakka og Króatíu frá fimmtu- deginum endursýndur.  15.05 Spurt að leikslokum á RÚV. Endursýning frá kvöldinu áður.  15.40 EM í fótbolta á RÚV. Hitað upp fyrir leik Dana og Búlgara í myndveri.  16.00 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Dana og Búlgara í C-riðli EM í fótbolta.  18.25 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Ítala og Svía í C-riðli EM í fótbolta.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 US Open 2004 á Sýn. Bein útsending frá 2. degi opna ban- daríska meistaramótsins í golfi.  21.20 Spurt að leikslokum á RÚV. Spjall og samantekt úr leikjum dagsins á EM í fótbolta í umsjón Þorsteins J. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Föstudagur JÚNÍ FRÁBÆRAR Hólmfríður Magnúsdóttir KR MJÖG GÓÐAR Guðlaug Jónsdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR GÓÐAR Katrín Ómarsdóttir KR Þórunn Helga Jónsdóttir KR Embla Grétarsdóttir KR Sigrún Ingólfsdóttir FH LANDSBANKADEILD KVENNA Valur 4 4 0 0 18–1 12 ÍBV 4 3 1 0 28–2 10 Breiðablik 4 3 1 0 7–10 9 KR 4 2 1 1 15–7 7 Þór/KA/KS 4 1 1 2 4–8 4 Stjarnan 4 0 2 2 3–16 2 Fjölnir 4 0 1 3 2–6 1 FH 4 0 0 3 2–29 0 MARKAHÆSTAR Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 10 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 7 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 6 Olga Færseth, ÍBV 5 NÍU MARKA FRAMLAG Hólmfríður Magnúsdóttir átti þátt í níu mörkum KR-liðsins gegn FH, skoraði fjögur sjálf og lagði upp önnum fimm. EM Í FÓTBOLTA YNGSTI MARKASKORARI Í SÖGU LOKAKEPPNI EVRÓPUMÓTSINS Wayne Rooney fagnar hér fyrra marki sínu gegn Svisslendingum ásamt David Beckham. DICK ADVOCAAT Mikilvægara að landa sigri en spila fallega knattspyrnu. Dick Advocaat: Árangur frek- ar en gæði EM Í FÓTBOLTA Þjálfari Hollendinga, Dick Advocaat, lagði upp með áherslu á árangur frekar en gæði í leiknum gegn Þjóðverjum sem endaði 1-1. Hann segist munu gera það sama í næst leik gegn Tékkum: „Það er betra að vera frægur fyrir að vinna sigra heldur en að spila bara fallega knattspyrnu.“ Hollendingar gerðu hvorugt gegn Þjóðverjum og hollenskir knatt- spyrnuáhugamenn eru nokkuð áhyggjufullir af gangi mála. Advocaat gefur lítið fyrir það: „Ég sá í þýsku blöðunum að þeir voru ánægðir með úrslitin úr leiknum og sögðu þýska liðið hafa spilað sinn besta leik í mörg ár. Því get ég ekki skilið hvers vegna hollenska pressan segir okkur hafa verið svona lélega. Ef Þjóð- verjar léku vel þá hljótum við líka að hafa gert það,“ sagði yfir- vegaður Advocaat. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.