Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.06.2004, Blaðsíða 48
Ástþór Magnússon leggur ríkaáherslu á tvö stórmál í kosn- ingabaráttu sinni. Hann vill efla lýðræðið í landinu og gera Ísland að fyrirmyndar friðarríki. Með þessum málum telur hann að for- setaembættið geti, ofan á annað, orðið atvinnu- og tekjuskapandi. „Ég vil þróa málskotsrétt for- setans og sé fyrir mér að eftir áratugi verði við lýði eitthvert form beins lýðræðis,“ segir Ást- þór. „Núverandi fulltrúalýðræði er barn síns tíma og með tækni nú- tímans má auðveldlega virkja landsmenn alla til ákvarðana- töku.“ Hann segir ýmsar leiðir færar í þeim efnum og í raun væri það verkefni Þróunarstofnunar lýð- ræðisins að fjalla um með hvaða hætti best væri að haga málum. „Það má hugsa sér að öll þjóðin taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stór mál og einnig að t.d. fimm þúsund manna úrtaki úr þjóðskrá verði falið að vera kjörmenn í ákveðinn tíma og greiði þá at- kvæði um mál. Slíkt kjörráð hefði kannski helmings vægi á mótinu þinginu,“ segir hann. Ástþór telur að Þróunarstofn- un lýðræðis gæti ekki bara verið mikilvæg stofnun á sviði lýðræðis í heiminum heldur skapi hún auk- inheldur atvinnu. Hugmyndin um aðsetur alþjóðlegs friðargæslu- liðs á Keflavíkurflugvelli gæti einnig skapað atvinnu og tekjur. „Ég er í raun að tala um að hér gætu orðið höfuðstöðvar friðar- gæslu Sameinuðu þjóðanna. Upp- hafið gæti orðið samningur nokk- urra smáþjóða um sameiginlegar varnir og myndu þær leggja heri sína, mannskap og búnað til verk- efnisins. Gífurleg starfsemi gæti þá skapast á Keflavíkurflugvelli þar sem yrðu þjálfunarbúðir og stjórnstöð og Ísland yrði þannig miðstöð friðarmála í heiminum.“ Þarf að þola niðurlægingu Ástþór stofnaði samtökin Frið 2000 árið 1995 eftir að hafa séð sýnir árinu áður sem færðu hon- um heim sanninn um að hann ætti að gegna hlutverki í boðun friðar í heiminum. „Þetta var mjög skrítið. Ég bjó í Lundúnum á þessum árum og sinnti þar viðskiptum sem gengu mjög vel. Ég hafði hitt margt frið- elskandi fólk og las mér til um margt sem tengdist friði og Sam- einuðu þjóðunum. Ég sá svo tvær sýnir sem fengu mig til að snúa mér alfarið að friðarmálunum. Í annarri horfði ég á jörðina úr fjarska og sá hvernig jarðkúlan lýstist öll upp. Svo var eins og ég kæmi nær og þá sá ég fólk streyma út úr húsunum með kertaljós. Þetta hef ég skilið sem ákall mannkyns um frið á jörðu. Í hinni sýninni voru skilaboð um að þetta tæki mjög langan tíma. Ég var við píramídana í Egyptalandi og þar var mikill fögnuður og eins og einhver væri borinn á gylltum stól í gegnum mikinn mannfjölda. Skilaboðin liggja í því að ártalið 2025 birtist mér. Þetta hefur hjálpað mér að átta mig á að þetta er langtíma- verkefni og að óvíst sé hvort ég sjálfur sjái árangur erfiðisins.“ Ástþór segist ekki ætlast til að hljóta sérstakt þakklæti fyrir verk sín, þvert á móti. „Ég þarf að taka ýmsu en ég átta mig á því og það hjálpar mér. Ég þarf að taka því að fólk rísi gegn mér, niður- lægi mig og geri mig hlægilegan. Þannig hefur það alltaf verið í mannkynssögunni. Fyrr á árum voru menn raunar drepnir vegna svona hugmyndafræði.“ Um eigin þátt í friðarumleitun- um í heiminum segir Ástþór: „Ég held að ég sé bara lítið hjól í mjög stóru gangverki og hef mitt af- markaða hlutverk og held mig við það. Fjölmargir aðrir hafa þessa köllun líka og vinna að friðarmál- um af heilum hug.“ Ástþór hefur á tilfinningunni að verri stríð en nú geisa eigi eft- ir að brjótast út í heiminum. „Mér sýnist að mannskæð styrjöld eigi eftir að breiðast út og að kjarn- orkuvopnum verði beitt fyrir lok árs 2006. Upp úr slíku öngþveiti þarf að koma eitthvað nýtt til að leiða heiminn í gegnum uppstokk- un. Það þarf að koma nýtt ljós og ég held að það ljós gæti komið héðan frá Íslandi. Það er því mik- ilvægt að missa ekki meiri tíma og við þurfum að byrja strax að koma fram með þá nýju hug- myndafræði sem við höfum þróað,“ segir hann og bendir á að ekki sé eins og þetta séu klikkaðar hugmyndir úr hausnum á honum heldur eigi hann í samstarfi við merka fræðimenn á sviði friðar- mála. Ástþór vekur líka athygli á að hann hafi reynst sannspár um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Ég spáði þessu á Stöð 2 nokkrum mánuðum áður og sagði þá að líklega yrðu framin hryðjuverk í New York eða Washington. Fólk þekkir þá sögu.“ Kannanir Fréttablaðsins ómarktækar Ástþór er ekki par ánægður með framgöngu fjölmiðla í kosn- ingabaráttunni og segir aðgengið að þeim hafa snarversnað frá því fyrir átta árum þegar hann var líka í framboði. „Það er mjög mikill munur á þessu. Aðgengið að miðlunum er mun verra og keyrir raunar um þverbak. Fyrir átta árum hófust umræður um kosningarnar og frambjóðend- urna í apríl, Gallup og fleiri fyr- irtæki gerðu reglulega marktæk- ar skoðanakannanir og miklu meiri alvara var á bak við allt saman. Nú birtir Fréttablaðið bara kannanir en þær eru ekki marktækar,“ segir Ástþór. Mót- bárum blaðamanns við þessum orðum svarar hann með fullyrð- ingu um að Fréttablaðinu sé stjórnað af kosningastjóra Ólafs Ragnars. Mótbárum við því svar- ar hann svo á þá leið að mun breiðari stuðningur sé við fram- boð sitt en kannanir blaðsins hafi leitt í ljós. En skynjar Ástþór talsvert fylgi við sig í samfélaginu? „Ég skynja allavega mun meira fylgi en 0,6 prósent á landsvísu og núll prósent úti á landi. Ég gæti nú ekki verið í framboði ef það væri þannig,“ svarar hann. Beitir borgaralegri óhlýðni „Ég glími við tvö vandamál í þessu framboði. Hið fyrra er að fólk hefur átt erfitt með að sjá hversu jákvæðar þær áherslu- breytingar sem ég vil gera á for- setaembættinu eru fyrir þjóðina og raunar heimsbyggðina alla. Fólk hefur átt erfitt með að sjá að forseti frá fámennu landi geti gert eitthvað. Þetta hafa Íslend- ingar ekki skilið og þess vegna hef ég staðið fyrir komu fræði- manna í friðarmálum hingað til lands því þeir tala sama mál og ég. Hitt vandamálið er aðgengið að fjölmiðlunum og sú staðreynd að ég þurfi að grípa til leikrænnar tjáningar til að vekja athygli á máli mínu.“ Í þessu samhengi vitnar Ástþór til þess þegar hann mætti ataður tómatsósu í réttarsal og eins þeg- ar hann hélt á fund útvarpsstjóra með tómatsósuflösku í farteskinu. „Enginn fjölmiðill lét sjá sig þegar ég mætti fyrst á fund út- varpsstjóra til að bera fram kvörtun en á seinni fund okkar mættu fjölmiðlarnir enda hafði ég látið þau boð út ganga að ég myndi hafa með mér tómatsósu- brúsann. Það er eitthvað rangt við þetta. Þetta á ekki að vera svona.“ Ástþór bendir á að hann sé hvorki sá fyrsti né eini sem beiti aðferðum á borð við þessar til að vekja á sér athygli. „Friðar- og umhverfisverndarsamtök úti um allan heim hafa gert þetta í gegn- um árin en það er alltaf skrifað hér eins og ég sé fyrsti maðurinn sem sé svo klikkaður að gera eitt- hvað svona. Það er afskaplega ódýrt að afgreiða mig með því að segja að ég sé klikkaður. Fólk verður að átta sig á að hluta af þessu gerði ég til að vekja athygli á hversu mikið væri í húfi. Ís- lensku flugfélögin voru næstum því dregin inn í stríðið í Írak og hefði svo farið gætu þau átt að- gerðir hryðjuverkasamtaka yfir höfði sér. Það tókst að afstýra því sem betur fer.“ Þetta er einmitt raunin, sumir segja Ástþór klikkaðan. Sárna honum slík ummæli? „Auðvitað er ég ekki sáttur við það og mér finnst það til vitnis um grunn- hyggni og að fólk hugsi ekki lengra en nef þess nær. Mínar að- ferðir eru fermingardrengjaað- ferðir miðað við þær sem mörg erlend samtök nota. Á dögunum var haldið námskeið í Reykjavík í svokallaðri borgaralegri óhlýðni og það er einmitt það sem ég hef verið að beita, borgaraleg óhlýðni. Hún snýst um aðgerðir almenn- ings þegar hann er órétti beittur. Einhverjum á námskeiðinu datt í Fæddur: Í Reykjavík árið 1953. Nám: Eftir landspróf og nám við VÍ nam hann auglýsingaljósmyndun og markaðsfræði í Bretlandi. Hann hefur einnig sótt fjölda námskeiða í stjórnun og rekstri fyrirtækja. Starfsferill: Ástþór kom að stofnun Eurocard á Ís- landi og stofnaði og rak framköllunar- þjónustu og póstverslun. Hann starfaði við tölvutækni og flugrekstur í Dan- mörku og Bretlandi en vinnur nú sem ráðgjafi vegna fjáröflunar og notkunar greiðslukorta á netinu. Maki: Natalía Wium, frá Rússlandi, fædd 1975. Hún er löglærð en vinnur við umönnun aldraðra. Ástþór vill: - að forsetinn sé sameiningartákn þjóð- arinnar. Hann er maður fólksins, hvar í flokki sem það stendur. - efla lýðræðið. Hann vill að tæknin sé notuð til að þróa virkara lýðræði og að hér verði stofnsett alþjóðleg þróunar- stofnun lýðræðis.. - gera Ísland að fyrirmyndar friðarríki. Hann vill að aðalstöðvum fjölþjóðlegs friðargæsluliðs verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. 24 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR ÁSTÞÓR OG NATALÍA Þau gengu í hjónaband fyrir fjórum mánuðum en hittust fyrst á styrktarhljómleikum í árslok 2001. Ástþór Magnússon er í framboði til embættis forseta Íslands í annað sinn. Hann fór fyrst fram árið 1996 og vakti þá talsverða athygli á sjálfum sér og friðarboðskapnum. 4.422 greiddu honum atkvæði, 2,6 prósent kjós- enda. Ástþór ætlar að bjóða sig fram þar til hann nær kjöri. Þjóðin mun átta sig FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Forsetakosningar 2004 Ástþór Magnússon í hnotskurn Enginn fjölmiðill lét sjá sig þegar ég mætti fyrst á fund útvarps- stjóra til að bera fram kvörtun en á seinni fund okkar mættu fjölmiðlarnir enda hafði ég látið þau boð út ganga að ég myndi hafa með mér tómatsósubrúsann. Það er eitthvað rangt við þetta. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.