Fréttablaðið - 27.06.2004, Side 29

Fréttablaðið - 27.06.2004, Side 29
SUNNUDAGUR 27. júní 2004 19 Þó að Þröstur hafi lengi fengist við tónlist og samið mörg lög í gegnum árin hefur hann ekki gefið út plötu fyrr en nú, þegar 75 ára afmælið er á næstu grösum. Tónlistaráhuginn kom af sjálfu sér enda má segja að Þröstur sé al- inn upp við tónlist. Faðir hans, Sig- tryggur prestur í Dýrafirðinum, var nokkuð iðinn við kolann. „Pabbi var orðinn 67 ára þegar ég fæddist og samdi mörg sálmalög eða aðra trúartónlist og ég man vel eftir honum hummandi lög sem hann var að semja. Svo fór ég að stelast í org- elið og átti að læra nótur en þótti leiðinlegt að spila sálma svo minna varð úr því en til stóð. Ég fór svo að spila eftir eyranu og það á harm- ónikkur sem til voru í nágrenninu,“ segir Þröstur. Hann hóf störf hjá Landhelgis- gæslunni árið 1948 og sigldi um landhelgina á varðskipum, fyrst sem stýrimaður og síðar sem skip- herra. Hann hafði þá keypt sér tví- borða orgel, hálfgerðan skemmt- ara. „Ég hafði orgelið með mér um borð og æfði mig þegar rólegt var að gera. Þegar ég hafði náð góðum tökum á einhverju lagi hækkaði ég í græjunni en held að öðrum skip- verjum hafi ekki þótt þetta mjög sniðugt. Svo hótaði ég mönnum að ef þeir mættu ekki á réttum tíma til brottfarar myndi ég setja æfing- arnar í hátalarakerfið. Þetta bar mjög góðan árangur, allir mættu á réttum tíma og það voru engin al- varleg hegðunarvandamál um borð á meðan þessi hótun var í gildi.“ Athyglissýki og tímamót Þröstur kallar plötuna sína Haf- blik og á henni eru 10 lög, öll eftir hann. Ljóðin ortu Gylfi Ægisson, Kristján Hreinsson og Torfi Ólafs- son. Fimm söngvarar syngja lögin; þau Ari Jónsson, Einar Júlíusson, María Björk Sverrisdóttir, Ragnar Bjarnason og Ragnar Gunnarsson. Þröstur lét af störfum fyrir næst- um 15 árum og hefur gefið tónlist- inni betri gaum eftir það. „Eftir að ég kom í land fór ég að fást betur við þetta og það má segja að þessi 10 lög séu skásti árangurinn,“ segir hann. En hvers vegna ræðstu í þessa útgáfu? „Ja, þetta er bara athyglis- sýki, meðfædd eða áunnin og ólækn- andi. Svo finnst sumum þessi lög falleg og þar sem dvölin hér á jörð- inni styttist nú þá er kannski gaman fyrir afkomendur að eiga þetta og hlusta á þetta. Rifja eitthvað upp með afa eða langafa.“ Athyglissýkin og bautasteinninn eru þó ekki einu ástæður útgáfunn- ar, Þröstur stendur á tvennum tímamótum í lífinu. „Jú jú, ég er nú orðinn rúmlega fimmtugur, altso brúðgumi, og búinn að vera til í þrjá fjórðu úr öld. Það eru síðustu forvöð að gera eitthvað.“ Kona Þrastar, Guðrún Pálsdóttir, Dúra, hefur hlýtt á lögin verða til og um hana er raunar sungið í einu þeirra. Henni líkar tónlist bóndans vel. „Mjög vel, ég gæti þetta náttúr- lega ekki nema hún hafi þolað þetta. Hún lygnir aftur augunum þegar hún hlustar á þetta,“ segir Þröstur. Gott að koma í land Eins og áður sagði starfaði Þröstur Sigtryggsson í 42 ár hjá Landhelgisgæslunni, í lofti, láði og legi. Hann var þó lengst af á sjón- um og var meðal annars á Þór í þorskastríðinu 1972 og á Ægi í stríðinu þremur árum síðar. Engu að síður fannst honum ágætt að koma í land. „Já, það var nú að mörgu leyti gott. Ég fór á skrifstof- una og starfaði í stjórnstöð, var björgunarstjóri við björgunarleit og fleira slíkt. En síðan varð þetta ansi bindandi, maður fór eiginlega beint af skrifstofunni til að sitja við símann eða útkallstækið heima hjá sér. Ég komst ekki einu sinni á skíði og svo þurfti að spyrja um leyfi ef maður ætlaði að fá sér í glas. Mað- ur fékk frí um önnur hver áramót og önnur hver jól, annars var mað- ur bara á útkallinu nema í sumar- fríum. Það voru ýmis vandkvæði á þessu svo ég sagði nú bara upp fljótlega eftir að ég hafði náð 95 ára reglunni.“ bjorn@frettabladid.is Þröstur Sigtryggsson skipherra stóð í ströngu í Þorskastríðunum 1972 og 1975. Hann kom í land fyrir 14 árum eftir 42 ára störf fyrir Landhelgis- gæsluna og hefur síðustu ár sinnt tónlistinni af heilum hug. Þröstur sendir nú frá sér sína fyrstu geislaplötu. Sumum finnst lögin falleg Lagið Blástur er án texta en um það segir Þröstur á plötuumslaginu: Blástur er það kallað hjá Veðurstofu Íslands þegar með- alhraði vinds er um 7 metrar á sekúndu, 24 kílómetrar á klukkustund eða 13 hnút- ar (sjómílur á klukkustund). Blástur getur verið úr öllum áttum, ýmist hlýr eða kald- ur, nístandi eða notalegur, þurr eða rakur. Blástur hvala er rakur, upp á við. Blástur Sigurðar Flosasonar er hlýr og seiðandi, samtímis úr öllum áttum, einnig ofan frá. Umvefjandi. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA ÞRÖSTUR SIGTRYGGSSON, SKIPHERRA OG LAGASMIÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.