Fréttablaðið - 27.06.2004, Side 37
27SUNNUDAGUR 27. júní 2004
0–1 Sandy Martens 26.
DÓMARINN
Emil Laursen Dapur
BESTUR Á VELLINUM
Bjarni Þórður Halldórsson Fylki
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–16 (1–9)
Horn 9–5
Aukaspyrnur fengnar 9–13
Rangstöður 1–8
GÓÐIR
Bjarni Þórður Halldórsson Fylki
Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki
Ólafur Ingi Stígsson Fylki
Eyjólfur Héðinsson Fylki
Sandy Martens Gent
Mustapha Oussalah Gent
Jacky Peeters Gent
■ FYLKIR – GENT 0-1 Fylkismenn úr leik í Intertoto-keppninni:
Sáu aldrei til sólar
FÓTBOLTI Fylkismenn hafa lokið
keppni í Intertoto-keppninni eftir
1–0 tap gegn belgíska félaginu
Gent á Laugardalsvelli í gær.
Gent vann fyrri leikinn í Belgíu
2–1 og fer því áfram 3–1 saman-
lagt.
Leikurinn á Laugardalsvelli í
gær var vægt til orða tekið
hundleiðinlegur og var ekki að sjá
að það væri eitthvað undir í
leiknum.
Fylkismenn hófu leikinn skelfi-
lega og komust vart yfir miðju í
fyrri hálfleik. Það var síðan
fyllilega sanngjarnt þegar Sandy
Martens kom Belgunum yfir með
skoti af stuttu færi. Belgarnir
féllu til baka í síðari hálfleik og
leyfðu Fylkismönnum að koma.
Þrátt fyrir að hafa boltann lengst-
um var lítið púður í sóknarleik
Fylkis og aðeins eitt færi leit
dagsins ljós. Frammistaða Fylkis-
manna var léleg. Þeir sá aldrei til
sólar í leiknum og áttu ekkert skil-
ið úr þessum leik.
„Fyrsti hálftíminn var lélegur
hjá okkur en okkar leikur batnaði
eftir að þeir skoruðu,“ sagði
Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis.
„Þetta var skárra í seinni hálfleik
en það vantaði kraft og gæði til að
fá eitthvað úr leiknum.“ ■
EITT AF LJÓSUNUM Í MYRKRINU
Ólafur Ingi Stígsson var einn fárra leikmanna Fylkis sem gátu eitthvað í gær. Hann sést
hér í harðri baráttu við einn leikmanna Gent.
Páll Axel Vilbergsson tryggði íslenska karlalandsliðinu eina sigurinn gegn Belgum:
Flott flautukarfa fyrirliðans
KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson,
fyrirliði íslenska karlalandsliðs-
ins, tryggði íslenska liðinu eina
sigurinn gegn Belgum, 77–76, með
þriggja stiga körfu um leið og
leiktíminn rann úr í þriðja og
síðasta vináttulandsleik þjóðanna
sem fram fór í Stykkishólmi í
gærdag.
Belgar unnu tvo fyrstu leikina,
78–88 í Borgarnesi á fimmtudags-
kvöld og svo 74-78 í Keflavík á
föstudagskvöld. Íslenska liðið
sýndi betri spilamennsku með
hverjum leik og flautukörfu fyrir-
liðans var vel fagnað af fjölmörg-
um stuðningsmönnum sem studdu
vel við bakið á sínum mönnum í
Hólminum.
Það var reyndar ólíkt hlut-
skipti fyrirliða liðanna á
lokamínútunum í Hólminu.
Fyrirliði Belga, Alex Hervelle
klikkaði á tveimur vítaskotum
þegar 8 sekúndur voru eftir og
staðan var 74–76 fyrir Belga.
Íslenska liðið náði frákastinu og
Páll Axel Vilbergsson tók síðan
sóknarfrákast og setti erfitt
þriggja stiga skot niður um leið og
tíminn rann út. Hetja og skúrkur.
Maður dagsins var þó heima-
maðurinn Hlynur Bæringsson
sem kórónaði góða frammistöðu í
leikjunum þremur með því að
skora 23 stig, taka 14 fráköst og
gefa 3 stoðsendingar í síðasta
leiknum. Hlynur nýtti 7 af 11
skotum sínum og 6 af 7 vítaskot-
um og átti algjöran stórleik. Páll
Axel lék einnig sinn besta leik
þessa helgi og skoraði 16 stig.
Jakob Sigurðarson gerði 11 stig
og þeir Magnús Þór Gunnarsson,
Sigurður Þorvaldsson og Friðrik
Stefánsson skoruðu allir 7 stig.
Magnús Þór átti mjög góða inn-
komu og var einnig með 7 fráköst
og 4 stoðsendingar.
Íslensku strákarnir áttu góða
möguleika á að vinna annan
leikinn sem fram fór í Keflavík en
liðið kastaði frá sér sigrinum á
jöfnum og æsispennandi loka-
mínútum þar sem Belgar skoruðu
9 af síðustu 12 stigum leiksins og
unnu 74–78.
Helgi Már Magnússon var
mjög góður í Keflavík með 16 stig
og 7 fráköst, Fannar Ólafsson
skoraði 13 stig, Friðrik Stefánsson
gerði 9 og þá má ekki gleyma
Hlyni Bæringssyni sem var með 8
stig, 10 fráköst (6 í sókn), 7
stoðsendingar og 4 stolna bolta.
Páll Axel var síðan með 7 stig. ■
HLYNUR ALLT Í ÖLLU
Hlynur Bæringsson skoraði 23 stig og tók
14 fráköst í leiknum gegn Belgum í gær.
1. deild karla:
HK sækir
að Val
FÓTBOLTI HK-menn eru farnir að
anda ofan í hálsmálið hjá Vals-
mönnum eftir leiki gærdagsins í
1. deildinni. Þeir lögðu Þrótt á
Valbjarnarvelli, 0-1, með marki
Viktors Knúts Viktorssonar en á
sama tíma gerðu Valsmenn jafn-
tefli við Breiðablik í Kópavogi,
1-1. Pétur Sigurðsson kom Blik-
um yfir á 9. mínútu en Matthías
Guðmundsson jafnaði fyrir Val í
upphafi síðari hálfleiks. Vals-
menn voru betri aðilinn í leikn-
um en nýttu færi sín illa.
Njarðvík er áfram í þriðja
sæti eftir markalaust jafntefli
gegn Þór en Fjölnismenn hopp-
uðu upp í sjöunda sæti með góð-
um sigri á Stjörnunni í Garða-
bæ, 2-3. Dragoslav Stojanovic
og Valdimar Kristófersson
komu Stjörnunni tvisvar yfir í
leiknum en það dugði ekki til
þar sem Stanisa Mitic skoraði í
þrígang fyrir Fjölnismenn og
tryggði þeim stigin þrjú.
Svo gerðu Völsungur og
Haukar jafntefli á Húsavík í sex
stiga leik. Sævar Eyjólfsson
kom Haukum yfir á 38. mínútu
en Hermann Aðalgeirsson jafn-
aði fyrir Völsung á 58. mínútu
og þar við sat. ■
Luis Figo:
Er ekki í fýlu
EM Í FÓTBOLTA Luis Felipe Scolari,
landsliðsþjálfari Portúgals, segir
að Luis Figo sé ekki í fýlu en ann-
að mátti halda er honum var skipt
af velli gegn Englendingum. Þá
strunsaði Figo inn í klefa án þess
að kveðja kóng né prest og höfðu
Portúgalar áhyggjur af eftirmál-
um þess. Þeir verða engir að sögn
Scolari en hann segir að Figo hafi
tekið fullan þátt í fagnaðarlátun-
um eftir leikinn og að hann hafi
legið á bæn inni í búningsklefan-
um er vítaspyrnukeppnin fór
fram.
„Ég bið ykkur blaðamenn um
að virða mann sem á skilið að
vera virtur. Þegar við tölum um
Figo þá tölum við um mann sem
er til í að verja land sitt og legg-
ur sig allan fram. Gleymið þessu
atviki. Hann er ekki í fýlu. Ég get
líka sagt ykkur að hann gerir
margt í klefanum sem þið vitið
ekki um. Figo er liðinu mikilvæg-
ur og verður það áfram,“ sagði
Scolari. ■
1. DEILD KARLA
Völsungur-Haukar 1-1
Stjarnan-Fjölnir 2-3
Njarðvík-Þór 0-0
Breiðablik-Valur 1-1
Þróttur-HK 0-1
STAÐAN:
Valur 7 5 2 0 13-5 17
HK 7 5 1 1 7-6 16
Njarðvík 7 4 1 2 10-5 13
Breiðablik 7 4 1 2 11-10 12
Þór 7 2 4 1 7-4 10
Þróttur 7 2 2 3 8-10 8
Fjölnir 7 2 0 5 9-11 5
Völsungur 7 1 2 4 9-11 5
Haukar 7 1 2 4 8-10 5
Stjarnan 7 1 1 5 10-17 4
EM Í FÓTBOLTA Fyrri hálfleikurinn var
hreint út sagt leiðinlegur. Bæði lið
léku mjög varfærnislega, voru þétt
og skipulögð aftast á vellinum og
gáfu fá færi á sér. Fyrir vikið var
leikurinn án allra alvöru færa en
örfá hálffæri litu dagsins ljós sem
ekkert varð úr.
Hollendingar áttu síðari hálfleik-
inn með húð og hári. Svíar bökkuðu
enn aftar og sóttu aðeins á þrem
mönnum, sem skapaði litla hættu.
Sænski varnarmúrinn var þéttur og
Hollendingum gekk illa að brjóta
hann niður. Van Nistelrooy komst
reyndar í tvígang í fín færi en allt
kom fyrir ekki. Besta færi Svía
fékk Zlatan Ibrahimovic eftir mis-
tök Jaaps Stam í hollensku vörninni
og Zlatan var klaufi að gera ekki
betur. Lokamínútur leiksins voru
æsispennandi þar sem Hollending-
ar pressuðu stíft, fengu nokkur færi
en inn vildi boltinn ekki og því varð
að framlengja.
Framlengingin var bráðfjörug.
Arjen Robben var nærri búinn að
skora strax í upphafi eftir mistök
Andreas Isaksson í sænska markinu
en Kim Källström fékk gott færi
hinum megin skömmu síðar. Isaks-
son varði síðan stórglæsilega auka-
spyrnu Clarence Seedorf á 107.
mínútu en þar var á ferð ein besta
markvarsla keppninnar. Á 112. mín-
útu fékk Svíinn Henrik Larsson síð-
an dauðafæri en hann skaut boltan-
um í þverslá hollenska marksins.
Þarna vöknuðu Svíar því Freddie
Ljungberg skaut í stöng hollenska
marksins fjórum mínútum síðar.
Ótrúleg dramatík. Fleira markvert
gerðist ekki í framlengingunni og
því varð að grípa til vítaspyrnu-
keppni í þessum ótrúlega leik.
Það var hinn 21 árs gamli Kim
Källström sem tók fyrsta vítið fyrir
Svía og strákurinn skoraði örugg-
lega, 1-0. Þá var komið að Ruud van
Nistelrooy og hann skoraði líka af
miklu öryggi, 1-1. Henrik Larsson
var næstur og hann var ekki í mikl-
um vandræðum með að skora, 2-1.
Johnny Heitinga tók næsta víti fyr-
ir Holland og hann skoraði af
feiknaöryggi, 2-2. Zlatan Ibra-
himovic tók þriðju spyrnu Svía og
hann skaut langt yfir markið, 2-2.
Michael Reiziger gat komið Hol-
lendingum yfir með næstu spyrnu
og það gerði hann af öryggi, 2-3. Það
var því mikil pressa á Freddie Lj-
ungberg sem tók fjórðu spyrnu
Svía. Hann mætti einbeittur á
punktinn og skoraði með glæsibrag
– í slána, bakið á van der Sar og svo
inn, 3-3. Fjórðu spyrnu Hollendinga
tók Philip Cocu og hann skaut í
stöng, 3-3, og allt jafnt fyrir síðustu
vítin. Christer Wilhelmsson tók síð-
ustu spyrnu Svía og skoraði örugg-
lega, 4-3. Það voru þung spor fyrir
Roy Makaay að punktinum en hann
svitnaði ekki og skoraði örugglega,
4-4, og bráðabani. Fyrsta spyrnu
bráðabanans tók fyrirliði Svía, Olof
Mellberg, en Edwin van der Sar
varði glæsilega frá honum, 4-4.
Hinn tvítugi Arjen Robben gat því
skotið Hollendingum í undanúrslit
og það gerði hann örugglega, 4-5.
henry@frettabladid.is
Hollenskur sigur í
vítaspyrnukeppni
Þrátt fyrir fjölda færa tókst ekki að knýja fram úrslit í leik Svíþjóðar og Hollands fyrr en í vítaspyrnu-
keppni. Hún fór í bráðabana og þar reyndist Arjen Robben vera hetja en Olof Mellberg skúrkur.
DRAMATÍSKUR SIGUR HOLLENDINGA Á SVÍUM
Hollendingar hafa farið illa út úr vítaspyrnukeppnum á
síðustu stórmótum en það var ekki uppi á teningnum
í gær. Þá tryggðu þeir sér sigur á Svíum í vítaspyrnu-
keppni. Hér fagna Ruud van Nistelrooy og Arjen
Robben en þeir voru bestu menn vallarins í gær.