Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 44
Hvati fyrir kynlíf 34 27. júní 2004 SUNNUDAGUR ... fá kjósendur fyrir að nýta kosningarétt sinn með einum eða öðrum hætti. HRÓSIÐ Það er örugglega óhætt að full- yrða fyrir fram að tónleikar Peaches í Klink og Bank á þriðju- dagskvöldið verði svakalegir. Tónlist hennar er engu lík, ein- föld blanda raftónlistar og pönks. Peaches er fædd í Kanada en hefur hefur búið í Berlín síðustu árin þar sem hún er mikils metin á listasenunni. Textar hennar fjalla opinskátt um kynlíf á þann hátt að hún hefur útilokað sig frá allri útvarpsspilun. Frumraun hennar, Teaches of Peaches, frá árinu 2000, þótti það ögrandi að hróður plötunnar og ótrúleg sviðsframkoma skiluðu Peaches á síður tískublaðanna. Lög henn- ar eru einnig mikið spiluð á klúbbum um allan heim og óvenju mikið á homma- og lesb- íustöðum. Kannski vegna laga- heita á borð við Fuck the Pain Away og I Don’t Give a Fuck. Peaches gerir allt sjálf, forrit- ar, semur, útsetur og spilar á öll hljóðfæri sjálf. Seinni plata hennar, Father- fucker, frá því í fyrra, þykir ekki síður ögrandi. Það að koma fólki í opna skjöldu virðist vera afl sem Peaches hefur náð að beisla fullkomlega. Titil nýju plötunnar útskýrir hún sem mótvægi við karlmennskuhroka gagnvart kynhvötinni og kvenleikanum. Framan á umslaginu sést Peaches skarta síðu svörtu skeggi. Þar segist hún vera að blanda kvenlegri hlið sinni sam- an við þá karlmannlegu. Á tónleikum er Peaches þekkt fyrir að ögra áhorfendum eins og hún getur. Fólk má því eiga von á því að hún skutli sér á hópinn í miðju lagi eða spýti blóði yfir sig alla. Sjálf segist hún vera holdgervingur frelsis í kynlífi. Hún berst gegn kynja- skiptingu í öllu með tilheyrandi stælum. Hún er líka yfirleitt fá- klædd á sviði. „Áhorfendur vilja þó ekkert endilega ríða mér, þá langar bara að ríða,“ útskýrði hún í viðtali við Spin Magazine í fyrra. „Ég er frekar hvati fyrir kynlíf. Á ein- um tónleikunum mínum greip hljóðmaðurinn kærustuna sína og fór inn á salerni að gera það. Það er spennandi.“ Miðasala er hafin í 12 Tónum. Miðaverð er 2.500 krónur. Húsið opnar kl. 19. Egill Sæbjörnsson sér um upphitun og Sindri Eldon þeytir skífum. ■ TÓNLIST PEACHES ■ Kanadíska elektróclash-drottningin Peaches heldur tónleika í Klink og Bank á þriðjudag. PEACHES Segir sýningu sína svo kynæsandi að áhorfendur eigi erfitt með sig. Það viðraði frekar illaá bandarísku stjörn- urnar Shannon Eliza- beth, Tanya Roberts og Eric Szmanda þegar þau spiluðu golf á Amstel Open golfmót- inu á fimmtudag og föstudag. Fáum sög- um fer af Elizabeth, sem þekktust er fyr- ir að hafa fækkað fötum í American Pie unglingamyndunum, og einhverjir sem hugðust berja hana augum í rigningunni á fimmtudagskvöldið fóru fýluferð. Gamla Bond-stúlkan Tanya Roberts var öllu meira áberandi en hún og golffélag- ar hennar voru vel við skál og þóttu full hress miðað við það hvernig fólk al- mennt hegðar sér þegar það stundar þessa virðulegu íþrótt. Þá höfðu þátttak- endur á mótinu orð á því að Roberts hlyti að vera búin að fjárfesta vel í útliti sínu en leikkonan, sem er fædd 1955, leit út eins og unglingsstúlka, unglegri en þegar hún spókaði sig með James Bond á hvíta tjaldinu 1985. FRÉTTIR AF FÓLKI Laugavegi 32 sími 561 0075 Stokkseyringurinn Daníel Örn Heiðarsson gerði sér lítið fyrir og lenti í fjórða sæti í heimsmeist- arakeppninni í hnífasmíði sem haldin var í Bandaríkjunum á dög- unum. Hann segir að árangurinn hafi komið sér á óvart. „Ég var alveg hissa og hélt að þetta væri djók fyrst. Það voru margir þátttak- endur þarna og ég kom seint inn í keppnina. Ég hefði sennilega get- að náð lengra ef ég hefði byrjað fyrr. Dómararnir töluðu um mig sem listamann á heimsmæli- kvarða og fannst undarlegt að Ís- lendingar vissu ekki neitt um mig,“ segir Daníel. Eftir keppnina fór hann að hugleiða að fara út til Danmerkur í listnám, þar sem hann gæti meðal annars menntað sig frekar í hnífasmíðinni. Sú ferð er nú í burðarliðnum. Daníel hefur verið listrænn í sér síðan hann man eftir sér. „Ég uppgötvaði útskurð á hnífum fyrir tilviljun. Ég fór að skera út og hafði aldrei fengið kennslu. Svo fór ég að smíða skartgripi en hafði aldrei fengið kennslu í því.“ Hann segist hafa selt þónokkuð af hnífunum sínum, sem flestir eru veiðihnífar með fornri áferð, í gegnum heimasíðu sína, mookma- an.com. Hafa Bandaríkjamenn verið helstu kaupendurnir. Daníel hefur ekki ákveðið hvort og þá hvenær hann taki þátt í næstu keppni. Það eigi eftir að koma í ljós en margar slíkar séu í gangi. „Ég ætla að byrja að skoða þetta þarna úti og svo ætla ég að taka ákvörðun út frá því.“ ■ VEIÐIHNÍFUR Þess fallegi veiðihnífur, Giigoo, var smíðaður af Daníel Erni. Hnífasmiður á heimsmæliskvarða Hvernig ertu núna? Saddur eftir kökuveislu hjá Siggu og Jóa. Hæð: Önnur hæð, strax til vinstri. Augnlitur: Gráblár. Starf: Dagskrárgerðarmaður og birtinga- stjóri á Skjá einum. Stjörnumerki: Tvíburi. Hjúskaparstaða: Dásamleg sambúð. Hvaðan ertu? Að norðan. Helsta afrek: Freyja Káradóttir. Helstu veikleikar: Matur, finnst gott að borða. Helstu kostir: Mögnuð grillfimi. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: King of Queens klikkar aldrei. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Allt á útvarp Latabæ. Uppáhaldsmatur: Maturinn hennar Lovísu minnar. Uppáhaldsveitingastaður: Hereford. Uppáhaldsborg: Vail í Colorado telst samt varla borg. Uppáhaldsíþróttafélag: KA. Mestu vonbrigði lífsins: Þegar ég og bróð- ir minn fengum ekki vinnu sem stjórnendur Stundarinnar okkar. Hobbý: Skíði. Viltu vinna milljón? Já, takk. Jeppi eða sportbíll: Amerískur pick-up ef það mætti. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Heimsfræg rokkstjarna. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég villtist í Amaro-versluninni á Akureyri þegar ég var lítill. Hver er fyndnastur? Hlynur Már Erlings. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Heitkona mín Lovísa. Trúir þú á drauga? Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Tígrisdýr. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Kónguló. Áttu gæludýr? Nei...aldrei átt. Hvar líður þér best? Heima með fjölskyld- unni. Besta kvikmynd í heimi: Dumb and Dumber. Besta bók í heimi: Chocolate Dreams eftir Christine France. Næst á dagskrá: Út að grilla með Kára og Villa. Líður best heima hjá fjölskyldunniBakhliðin KÁRI JÓNSSON, GÍTARLEIKARI NAGLBÍTANNA OG ÞÁTTASTJÓRNANDI Á SKJÁ EINUM.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.