Fréttablaðið - 27.06.2004, Síða 46

Fréttablaðið - 27.06.2004, Síða 46
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 50 00, fax: 550 50 16 Ritstjórn: 550 50 05, fax: 550 50 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 50 10 - fax 550 57 27, auglysingar@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Í SL E N SK A A U G L †S IN G A ST O FA N /S IA .I S L B I 25 06 3 06 /2 00 4 Allir vinnuskólaverkamenn sem leggja sumarlaunin sín inn á Námureikning í Landsbankanum eiga möguleika á því að raka inn peningum í sumar. Í hverri viku drögum við út Námufélaga sem fær 10.000 krónur inn á reikninginn sinn og í lok sumars fær einn rosalega heppinn hvorki meira né minna en 100.000 krónur!* *B un di nn r ei kn in gu r Það skiptir máli að alltaf sé nóg aðgera. Minnsta kosti er þá eitthvað um að vera. Aðgerðarleysið er versta mál. Einu gildir hvort miklu eða litlu sé hrundið í framkvæmd. Maður verður að hafa mikið fyrir stafni í baslinu. EITT MERKI um reykvíska at- hafnasemi hefur orðið auðsætt á síð- ustu árum. Þetta er ekki R-listaein- kenni. Þetta fór áður leynt en fer nú fram í augsýn þeirra sem nenna að nota augun. Hér er um það að ræða að hirða dósir, fara ófeiminn í rusla- tunnur um hábjartan dag og vera ekkert að fela pokann. Eitt gott hafa innlendir lært af komu útlendinga, einkum konunni með ruslaprikið. Landlægri feimni hefur verið svipt af þeim sem voru í felum. FÓLK í dósahringiðunni fór árla á fætur við að drýgja ellilífeyrinn eða fá pening til að hjálpa bágstöddum barnabörnum. Dósir sem þau drukku úr og fleygðu eftir böllin hirti amma undir morgun og seldi. TIL VORU vaktir sem um giltu óskrifuð lög. Hinni helgu borg var deilt í svæði. Menn innan síns létu eins og þeir þekktu ekki aðra á öðr- um svæðum. Átök milli svæða þekkt- ust ekki. En allir vissu allt um alla, einkum hvað þeir höfðu drjúgan skilding upp úr sér með tínslunni. Það kynlega var að þótt dósakúlur væru á nokkrum stöðum og margir ráðsettir og vistvænir færu með dós- ir sínar í þær, vildi enginn fiska dós upp um göt þeirra á nóttinni. Dósa- fólkið var sómakært. Þetta hefði ver- ið svindl. Gamli íslenski heiðarleik- inn var ríkur í baslinu. AÐ FARA í dósakúlu hefði verið að svíkja ríkið og stela frá Sorpu, en dósir á glámbekk götunnar almenn- ingseign. Einstaklingsframtak og hirðusemi fólst í því að stinga þeim í pokann, og aðeins gott eitt um það að segja. ÍSLAND í sinni dýrð og eymd lýsti sér í dósahringrásinni. Mörkin milli þessa tvenns, æsku og elli, voru um óttustund. Svo komu Austurlandabú- arnir og hirtu ófeimnir dósir hvar sem þær var að finna. Um leið var bylting gerð. Þá breyttist allt. Hinir innlendu lærðu af þeim, nú frjálsir í því að hirða bara fyrir sjálfa sig. ■ Athafnasemin 99 kr/skeytið. Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS JA A, B eða C á númerið 1900. www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.