Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 2
2 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Það er óvinnandi verk fyrir lögregluna í Reykjavík að elta uppi alla þá skuldara, sem ekki sinna boðun sýslumanns- embættisins, til að færa þá þang- að,“ sagði Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík. Lögreglunni hefur verið legið á hálsi fyrir að sækja ekki skuld- ara sem sinna ekki boðun sýslu- manns vegna aðfararbeiðna. Þær eru nú á annan tug þúsunda, sem liggja fyrir hjá sýslumanns- embættinu. Ingimundur kvaðst vilja mót- mæla fram kominni gagnrýni um það að lögreglan sinnti ekki þeirri skyldu sinni, að handtaka skuldara og færa fyrir sýslu- mann. Það gerði lögreglan eins og henni væri mögulegt. Hitt væri svo annað, að henni væri með öllu ófært að verða við þeim mikla fjölda beiðna sem bærist em- bættinu. „Við höfum viljað og lagt á það áherslu, að gerðar yrðu lag- færingar á aðfararlögum, en það hefur ekki fengist,“ sagði Ingi- mundur. „Við hefðum viljað að búin yrði til heimild til að ljúka málum á skrifstofu sýslumanns, án þess að þurfa að sækja við- komandi skuldara út í bæ. Í mjög mörgum tilvikum eru þetta ein- staklingar sem vilja ekki láta finna sig. Það getur því tekið langan tíma að hafa uppi á þeim. En við vitum af þessu vanda- máli, en vitum jafnframt að það er verið að leita lausna í dóms- málaráðuneytinu.“ ■ MAGAKVEISA Veikindi sem urðu í Húsafelli í síðasta mánuði stafa ekki af menguðu neysluvatni, samkvæmt niðurstöðu sýnatöku sem Umhverfisstofnun lét gera. Veikindin hafa rénað. Bergþór Kristleifsson, staðar- haldari á Húsafelli, segir að Har- aldur Briem sóttvarnalæknir hafi sagt sér að magakveisu sé um að kenna og hún hafi borist manna á milli. Staðfest var að svokölluð Norwalk-veira hafi valdið veik- indunum, en hún veldur upp- köstum og niðurgangi, en óvíst var hvernig hún smitaðist. Veiran smitast auðveldlega milli manna en lifir einnig í vatni og því var ákveðið að senda sýni til rann- sóknar. Niðurstöður hennar sýndu að engin veira var í vatninu. Veiran hefur líklega smitast á milli manna enda var margmenni í Húsafelli í júní. Bergþór er feginn að botn er kominn í málið en segir að reksturinn hafi óneitanlega beð- ið fjárhagslegan skaða af málinu, töluvert var um afbókanir eftir að veikindin komu upp. Hann segir að hins vegar hafi fólksfækkun átt þátt í að veikindin gengu niður en enginn hefur veikst nýlega. Berg- þór vonast til að fólk streymi aftur í Húsafell nú þegar ljóst er að upp- runi magakveisunnar var ekki í umhverfinu. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Hún er allavega miskunnarlaus gagnvart vitleysu.“ Pawel Bartoszek stærðfræðingur telur stærð- fræðilega fyrirgefanlegt að setja skilyrði um að þriðjungur kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögum til að þau falli úr gildi. SPURNING DAGSINS Pawel, er stærðfræðin samúðarfull? Seðlabankinn: Stýrivextir hækka EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti bankans um hálft prósent frá og með næsta uppboði á endurhverfum láns- samningum við lánastofnanir sem fram fer 6. júlí. Eftir breyt- inguna verða stýrivextir 6,25 prósent. Í síðasta tölublaði Peninga- mála sagði að horfur í efnahags- og peningamálum gætu gefið til- efni til meiri hækkunar vaxta en þá var tilkynnt. Bankinn segir því að búast hafi mátt við hækk- un stýrivaxta, nema að fram kæmu nýjar upplýsingar gæfu sterkar vísbendingar um betri verðbólguhorfur. Í tilkynningu bankans segir að framvindan undanfarnar vikur gefi ekki til- efni til að hverfa frá áformum um frekara aðhald í peninga- málum. ■ Skemmtilegir g jafapakkar á frábæru verði! Góða skemmtun! © D IS N EY Verðgildi 2 .190 kr.r il i . r. Verðgildi 2.490 kr. VARALÖGREGLUSTJÓRI Ingimundur Einarsson segir að útilokað sé fyrir lögregluna í Reykjavík að sækja alla þá skuldara sem sinna ekki boðun sýslu- manns vegna aðfarar. Varalögreglustjóri um skuldara: Óvinnandi fyrir lögreglu ÁREKSTUR Á MÝVATNSÖRÆFUM Að minnsta kosti þrír slösuðust í árekstri tveggja bíla á Mývatns- öræfum í gærkvöldi. Áreks- turinn átti sér stað á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, skammt ves- tan Grímsstaða. Ekki var vitað hversu alvarleg meiðsl hinna slösuðu voru þegar blaðið fór í prentun. MIKIL UMFERÐ Mikil umferð var um þjóðvegi landsins í gær. Að sögn lögreglunnar í Búðardal virtist sem fólk hefði ákveðið að taka helgina snemma. KVIKNAÐI Í ÚT FRÁ POTTI Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í eldhúsinnréttingu út frá potti í heimahúsi á Dalvík í gær. Hús- ráðendur voru heima en varð ekki meint af. Eldhúsinnréttingin er ónýt en að öðru leyti varð ekki mikið eignatjón. FRÁ HÚSAFELLI Líklegast er að pestin sem gekk yfir hafi borist manna á milli. Veikindi í Húsafelli: Ekki neysluvatni að kenna Ný íbúðabréf á betri kjörum en húsbréfin Ný íbúðabréfalán hafa leyst gömlu húsbréfalánin af hólmi. Nýju bréfin eru á betri kjörum og út- lit er fyrir að þau batni enn. Flestir eigendur húsbréfa skiptu á þeim og fengu ný íbúðabréf meðan færi gafst fyrir mánaðamótin. Verðgildi húsbréfanna sem eftir standa rýrnar. ÍBÚÐAKAUP Lántakendur verða að fylgjast betur með markaðs- aðstæðum og þróun en áður í nýju lánakerfi íbúðalánasjóðs þar sem vaxtakjör gætu orðið breytilegri en áður. Húsbréfakerfið hefur verið aflagt og í þeirra stað komin íbúðabréf. Vextir af íbúðabréfa- lánum eru nú 4,8 prósent, aðeins lægri en af húsbréfalánum, sem báru 5,1 prósent vexti. Talið er að vextir íbúðabréfalána kunni svo að lækka lítillega til viðbótar, eftir fyrsta íbúðabréfa- útboðið sem fram fer núna um miðj- an mánuðinn. Vaxtakjör nýrra lána miðast nú við upphaf lánsins og eru föst út láns- tímann. Þannig getur viðskipta- umhverfið á hverjum tíma skipt nokkru máli um hvort hag- kvæmt er að taka íbúðalán. Grein- ingardeild Íslandsbanka hefur til að mynda ráðlagt fólki að bíða með lántöku fram yfir útboðið vegna þess að nokkrar líkur séu á að vaxtakjör batni í kjölfarið. Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði Íslandsbanka, segir þó ólíklegt að breytingin verði mjög mikil. „Ef niðurstaðan í útboðinu verður í takt við ávöxtunarkröfuna í hús- næðisbréfunum eins og hún var og skiptiútboð hefur gengið vel, þá myndi ég halda að kjörin gætu mögulega lækkað eitthvað,“ sagði hún og nefndi 10 til 20 punkta, eða í 4,6 til 4,7 prósent. „Fyrir þá sem eru að taka lán í kannski 40 ár þá skiptir hvert brot úr prósenti máli,“ bætti Guðbjörg Anna við og taldi því að vel gæti verið þess virði fyrir fólk að hinkra aðeins með lántöku. Í gær voru birtar niðurstöður skiptiútboðs Íbúðalánasjóðs og þykir markaðssérfræðingum vel hafa tekist til. Til urðu þrír flokk- ar íbúðabréfa sem hver um sig er vel yfir 100 milljarðar að stærð. Eykur það vonir um að fyrirhugað útboð á bréfum verði líflegt og að nýju íbúðabréfin verði talin álit- legur fjárfestingarkostur. Guð- björg sagði góðar fréttir hversu vel Íbúðalánasjóði hefði gengið að skipta húsbréfum yfir í íbúðabréf, en það þýddi að fjármálastofnun- um hefði gengið vel að ná í hús- bréfaeigendur og kynna fyrir þeim kostina sem í boði voru varð- andi skipti yfir í íbúðabréf. Í gamla húsbréfakerfinu standa svo eftir bréf fyrir um 25 milljarða, en búist er við að við- skipti með þau verði stopul. Bréf- in eru sögð ágætis fjárfesting að eiga þar sem þau bera ágæta ávöxtun, en hafa engu að síður fallið í verði. Söluverð húsbréfa hrapaði til dæmis í gær þannig að miðað við daginn áður hefði hagn- aður af sölu bréfa fyrir 10 milljón- ir að nafnverði orðið um 700 þús- und krónum minni. olikr@frettabladid.is NÝIR ÍBÚÐABRÉFASJÓÐIR ÍBÚÐALÁNASTOFNUNAR Íbúðabréf til 20 ára 121,7 milljarðar Íbúðabréf til 30 ára 105,9 milljarðar Íbúðabréf til 40 ára 110,7 milljarðar VAXTAKJÖR AF HÚSNÆÐISLÁNUM Vextir af húsbréfalánum 5,1% Vextir af íbúðabréfalánum 4,8% Íbúðabréfalán eftir útboð um miðjan mánuðinn (spá) 4,6–4,7% ÁHRIF BREYTINGANNA 30. júní 2. flokki, útg. árið 2001 Söluverðmæti um 14,4 milljónir króna 1. júlí Söluverðmæti um 13,7 milljónir króna Mismunur um 700 þúsund krónur. MIÐBORG REYKJAVÍKUR Húsbréf voru fyrst gefin út árið 1989, en frá upphafi hafa verið gefin út húsbréf að nafnvirði um 290 milljarða króna í 26 flokkum. Uppreiknaðar eftirstöðvar bréfa námu að sögn um 350 milljörðum áður en skipti yfir í ný íbúðabréf hófust í þessari viku. ,,Fyrir þá sem eru að taka lán í kannski 40 ár þá skipt- ir hvert brot úr prósenti máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.