Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 55
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Elna Katrín Jónsdóttir. Íslenskir aðalverktakar. Þorlákur Karlsson. 43FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Allir Metallica geisladiskar og DVD á tilboði í tilefni af stórtónleikum Metallica 4. júlí. 2CD 2DVD 2CD 2CD Live Sh*t • 5 diska pakki • 3 tónlistardiskar • 2 DVD tónlistardiskar „Verkið heitir Krád plíser og er úttekt á verslunarmiðstöðvum og þeirri menningu sem þar ríkir,“ segir Stefán Hallur Stefánsson leiklistarnemi en Reykvíska lista- leikhúsið hefur nú hafið æfingar á nýju verki eftir leikskáldið Jón Atla Jónasson. Reykvíska listaleikhúsið sam- anstendur af leiklistarnemum í Listaháskóla Íslands. „Við höfðum samband við leikstjórann Ólaf Egil Egilsson til að leikstýra okk- ur í sumar en hann hefur unnið mikið með Jóni Atla í leikritinu Brimi og öðrum smærri verkefn- um. Þá langaði til að vinna áfram saman og lá því beinast við að at- huga hvort Jón Atli væri til í að treysta okkur fyrir verkinu Krád plíser,“ segir Stefán Hallur og bætir því við að verkið verði sett upp í anda pönkleikhúss. „Við vinnum í hráu rými og reynum að skapa eins mikið og við getum á eins stuttum tíma og mögulegt er,“ segir Stefán Hallur en leik- hópurinn gefur sér fjórar vikur til að setja upp verkið. „Jón Atli vinnur náið með hópnum á æfing- arferlinu og breytir og bætir handritið eftir þörfum.“ En ættu leiklistarnemarnir ekki að vera í fríi frá leiklistinni á sumrin? „Þetta er áráttukennd hegðun. Við getum ekki hætt og sem betur fer er þetta bara nokk- uð uppbyggileg árátta.“ Áætlað er að frumsýna Krád plíser 25. júlí í Tónlistarþróunar- miðstöðinni á Hólmaslóð 2 en nán- ari upplýsingar er að finna á internet.is/rll Það þekkist varla nokkurs staðar íhinum siðmenntaða heimi að hlé séu gerð á bíósýningum svo áhorfendur geti svarað kalli náttúrunnar, reykt eða verslað sér meira popp og kók. Þannig bregður oft útlendingum í brún þegar ljósin kvikna í miðri mynd og allir ryðjast fram í and- dyri. Þeim Íslendingum sem láta þenn- an forna sið fara í taugarnar á sér fer stöðugt fjölgandi og nú hafa vaskir kvikmyndaáhugamenn hafið undir- skriftasöfnun gegn hléum í bíó. Listarn- ir liggja meðal annars frammi á mynd- bandaleigum en þeir sem skrifa undir kvitta undir það að þeir muni ekki ver- sla nammi í bíósjoppum til 1. október í mótmælaskyni auk þess sem þeir sem kvitta undir lýsa sig reiðubúna til þess að greiða 50 krónum meira fyrir bíómiðann gegn því að hlé á sýning- um verði aflögð. Undirskriftasöfnunin gengur ágætlega en engum sögum fer af efndum hótana um að sniðganga bíósjoppurnar og kvikmyndahúsaeig- endur hafa trúlega ekki miklar áhyggj- ur af sælgætissölunni þar sem íslensk- ir mótmælendur eru þekktir fyrir flest annað en að standa við stóru orðin og láta kné fylgja kviði. ■ Lárétt:1póstur,6las,7má,8ór,9ósk, 10smá,12ata, 14 kló, 15um,16ró,17 arm,18árna. Lóðrétt:1plóg,2óar,3ss,4umsátur,5 rák,9óma,11flór, 13 amma, 14krá,17 aa. Lárétt: 1 bréfahirðir, 6 tíndi, 7 leyfist, 8 skammst., 9 beiðni, 10 lítil, 12 maka, 14 nögl, 15 varðandi, 16 kyrrð, 17 handlegg, 18 óska. Lóðrétt: 1 jarðyrkjuverkfæri, 2 hræðist, 3 pylsur, 4 herkví, 5 far, 9 hljóma, 11 í fjósi, 13 formóðir, 14 bar, 17 félagasamtök. Lausn. Nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson REYKVÍSKA LISTALEIKHÚSIÐ Fremri röð: Jón Atli Jónasson, Ólafur Egill Egilsson, Birgitta Birgisdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Aftari röð: Víðir Guðmundsson, Ólafur Steinn Ingunnarson og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. NÝTT LEIKRIT KRÁD PLÍSER ER HEITIÐ ■ á nýju verki eftir Jón Atla Jónasson. Reykvíska listaleikhúsið setur verkið upp í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.