Fréttablaðið - 02.07.2004, Side 55

Fréttablaðið - 02.07.2004, Side 55
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Elna Katrín Jónsdóttir. Íslenskir aðalverktakar. Þorlákur Karlsson. 43FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Allir Metallica geisladiskar og DVD á tilboði í tilefni af stórtónleikum Metallica 4. júlí. 2CD 2DVD 2CD 2CD Live Sh*t • 5 diska pakki • 3 tónlistardiskar • 2 DVD tónlistardiskar „Verkið heitir Krád plíser og er úttekt á verslunarmiðstöðvum og þeirri menningu sem þar ríkir,“ segir Stefán Hallur Stefánsson leiklistarnemi en Reykvíska lista- leikhúsið hefur nú hafið æfingar á nýju verki eftir leikskáldið Jón Atla Jónasson. Reykvíska listaleikhúsið sam- anstendur af leiklistarnemum í Listaháskóla Íslands. „Við höfðum samband við leikstjórann Ólaf Egil Egilsson til að leikstýra okk- ur í sumar en hann hefur unnið mikið með Jóni Atla í leikritinu Brimi og öðrum smærri verkefn- um. Þá langaði til að vinna áfram saman og lá því beinast við að at- huga hvort Jón Atli væri til í að treysta okkur fyrir verkinu Krád plíser,“ segir Stefán Hallur og bætir því við að verkið verði sett upp í anda pönkleikhúss. „Við vinnum í hráu rými og reynum að skapa eins mikið og við getum á eins stuttum tíma og mögulegt er,“ segir Stefán Hallur en leik- hópurinn gefur sér fjórar vikur til að setja upp verkið. „Jón Atli vinnur náið með hópnum á æfing- arferlinu og breytir og bætir handritið eftir þörfum.“ En ættu leiklistarnemarnir ekki að vera í fríi frá leiklistinni á sumrin? „Þetta er áráttukennd hegðun. Við getum ekki hætt og sem betur fer er þetta bara nokk- uð uppbyggileg árátta.“ Áætlað er að frumsýna Krád plíser 25. júlí í Tónlistarþróunar- miðstöðinni á Hólmaslóð 2 en nán- ari upplýsingar er að finna á internet.is/rll Það þekkist varla nokkurs staðar íhinum siðmenntaða heimi að hlé séu gerð á bíósýningum svo áhorfendur geti svarað kalli náttúrunnar, reykt eða verslað sér meira popp og kók. Þannig bregður oft útlendingum í brún þegar ljósin kvikna í miðri mynd og allir ryðjast fram í and- dyri. Þeim Íslendingum sem láta þenn- an forna sið fara í taugarnar á sér fer stöðugt fjölgandi og nú hafa vaskir kvikmyndaáhugamenn hafið undir- skriftasöfnun gegn hléum í bíó. Listarn- ir liggja meðal annars frammi á mynd- bandaleigum en þeir sem skrifa undir kvitta undir það að þeir muni ekki ver- sla nammi í bíósjoppum til 1. október í mótmælaskyni auk þess sem þeir sem kvitta undir lýsa sig reiðubúna til þess að greiða 50 krónum meira fyrir bíómiðann gegn því að hlé á sýning- um verði aflögð. Undirskriftasöfnunin gengur ágætlega en engum sögum fer af efndum hótana um að sniðganga bíósjoppurnar og kvikmyndahúsaeig- endur hafa trúlega ekki miklar áhyggj- ur af sælgætissölunni þar sem íslensk- ir mótmælendur eru þekktir fyrir flest annað en að standa við stóru orðin og láta kné fylgja kviði. ■ Lárétt:1póstur,6las,7má,8ór,9ósk, 10smá,12ata, 14 kló, 15um,16ró,17 arm,18árna. Lóðrétt:1plóg,2óar,3ss,4umsátur,5 rák,9óma,11flór, 13 amma, 14krá,17 aa. Lárétt: 1 bréfahirðir, 6 tíndi, 7 leyfist, 8 skammst., 9 beiðni, 10 lítil, 12 maka, 14 nögl, 15 varðandi, 16 kyrrð, 17 handlegg, 18 óska. Lóðrétt: 1 jarðyrkjuverkfæri, 2 hræðist, 3 pylsur, 4 herkví, 5 far, 9 hljóma, 11 í fjósi, 13 formóðir, 14 bar, 17 félagasamtök. Lausn. Nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson REYKVÍSKA LISTALEIKHÚSIÐ Fremri röð: Jón Atli Jónasson, Ólafur Egill Egilsson, Birgitta Birgisdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Aftari röð: Víðir Guðmundsson, Ólafur Steinn Ingunnarson og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. NÝTT LEIKRIT KRÁD PLÍSER ER HEITIÐ ■ á nýju verki eftir Jón Atla Jónasson. Reykvíska listaleikhúsið setur verkið upp í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.