Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 41
29FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 Edgar Davids: Spurs heillar FÓTBOLTI Edgar Davids, miðjumaður- inn knái hjá hollenska landsliðinu, hefur fengið tvö tilboð frá enskum úrvalsdeildarliðum og hefur leik- maðurinn sjálfur greint frá því að annað liðið sé Tottenham. Davids, sem spilaði mjög vel með hollenska liðinu á EM og umbylti leik Barcelona eftir áramót á síðasta tímabili til hins betra, er væntan- lega á leið frá Katalóníuliðinu, enda hefur hann lengi dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni. „Ég hef fengið tvö tilboð frá Englandi og mér líkar sérstaklega vel við það sem ég fékk frá Totten- ham,“ sagði Davids, sem er á leið í sumarfrí, en hann vildi ekki greina frá því hvert hitt liðið væri. ■ FÓTBOLTI Ottmar Hitzfeld, sem hætti störfum hjá Bayern München í vor, hefur ákveðið að hafna því að taka við stjórn þýska knattspyrnulandsliðsins af Rudi Völler. Hinn 55 ára Hitzfeld sagðist einfaldlega ekki vera í nægilega góðri aðstöðu þessi misserin til að taka við starfinu: „Það var síður en svo auðveld ákvörðun að hafna þessu tilboði þýska knattspyrnu- sambandsins. Í raun var það mjög, mjög erfið ákvörðun. En ég er hins vegar ekki í nógu góðu ástandi núna til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir landsliðið fyrir HM 2006 í Þýskalandi,“ sagði Hitzfeld, en hann hafði lofað konu sinni að taka sér frí frá þjálfun eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Bayern München. Við það hefur hann nú staðið en fórnin er stór. Það er varla til meira draumastarf fyrir þýskan þjálfara en það að taka við landsliðinu fyrir HM sem haldið verður í Þýskalandi. „Hvað er það sem fellir menn? Konur og vín. Í gegnum aldir og gerir enn, konur og vín,“ söng Rúnni Júl með hljómsveitinni GCD. Í tilviki Hitzfelds var það konan. Þeir sem nú eru helst orðaðir við stöðuna eru Christoph Daum og Otto Rehhagel. ■ KAREL BRÜCKNER Síðastur en ekki sístur. Á lúsarlaunum miðað við Sven-Göran Eriksson. Laun landsliðsþjálfara á EM mismunandi: Eriksson fær hæstu launin EM Í FÓTBOLTA Góð laun og góður ár- angur fara ekki alltaf saman. Þetta kom berlega í ljós á EM í Portúgal þegar borin voru saman laun lands- liðsþjálfara liðanna. Eins og flestir bjuggust við borga stærstu knattspyrnu- samböndin hæstu launin. Það var enska dagblaðið The Guardian sem stóð fyrir þessu og samkvæmt því er Sven-Göran Eriksson, landsliðaþjálfari Englendinga, tekjuhæstur með um það bil 11 milljónir króna á viku. Miðað við frammistöðu Eng- lendinga undir stjórn Erikssons er hann ekki verðugur þessara launa, sérstaklega þegar árangur tekju- lægsta þjálfarans á EM er skoðaður í samanburði við árangur Eriks- sons. Sá tekjulægsti er enginn annar en þjálfari Tékka, Karel Brückner, með rétt um tíu milljónir króna á ári og óhætt að segja að þeim peningum sé vel varið. Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, er með eitthvað um þrjár milljónir króna á viku, en á væntanlega í vændum væna bónusgreiðslu vegna frábærs árangurs á EM. Rudi Völler, sem er nýhættur þjálfun þýska landsliðsins, var með fimm milljónir króna á viku. ■ FÓTBOLTI Gerard Pique, leikmaður Barcelona, er á leiðinni til Manchester United en aðeins á eftir að skrifa undir samning þess efnis sem liggur tilbúinn á borðinu. Þessi sautján ára og gríðarlega hæfileikaríki spænski varnar- maður hefur samþykkt fimm ára samning við United eftir að hafa hitt Ferguson að máli í vikunni. Hann hafnaði nýverið nýju samn- ingsboði frá Barcelona en kaup- verðið á ungstirninu fékkst ekki gefið upp. Pique sagði það óneitanlega erfitt að yfirgefa félagið sem hann hefur alist upp hjá: „Ég hef átt sjö frábær ár hjá Barcelona þar sem ég hef lært mikið og fengið að njóta þess að spila fót- bolta og ég er afar þakklátur fyrir þá reynslu. En nú hefst nýr kafli í lífi mínu. Þessi ákvörðun var afar erfið því ég var mjög hamingju- samur í Barcelona. Eftir að hafa rætt málin með mínum nánustu komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri heppilegur tími til að skipta um vettvang,“ sagði Pique. Það voru fleiri lið en Manchest- er United á eftir þessum efnilega leikmanni og Arsene Wenger vildi ólmur fá hann á Highbury en Ferguson hafði betur. ■ FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar- félagið Middlesborough hefur landað Ástralanum Mark Viduka en aðeins á eftir að ganga frá smátriðum. Félagið hefur verið á höttunum eftir Viduka undanfarnar vikur en nú loks er málið frágengið. Mark Viduka hefur undanfarin ár spilað með Leeds United en hörmuleg fjárhagsstaða liðsins og fall í 1. deild í vor hefur gert það að verkum að liðið hefur neyðst til að selja alla sína bestu menn. Leeds hefur einfaldlega ekki bol- magn til að hafa leikmenn á háum launum en Viduka þáði 65 þúsund pund í laun í viku hverri. „Ég get staðfest það að Mark Viduka er genginn í raðir okkar,“ sagði Steve McClaren, fram- kvæmdastjóri Middlesborough, og bætti við: „Hann er á leiðinni í læknisskoðun og svo munum við ganga frá samningnum endanlega eftir 1-2 daga. Að sjálfsögðu er ég afar ánægður með að fá svo frá- bæran framherja og hann mun án efa styrkja liðið verulega.“ Middlesborough þurfti að punga út fjórum milljónum punda fyrir Viduka. ■ MARK VIDUKA Farinn frá Leeds. Kominn til Middlesborough. SIGRI HRÓSANDI Sir Alex Ferguson var fyrstur í kapphlaupinu um Gerard Pique. Kom í mark á undan Arsene Wenger. Manchester United kaupir ungan varnarmann: Ferguson nældi í Pique OTTMAR HITZFELD Þungt hugsi enda ákvörðunin erfið. Tekur konuna fram yfir draumastarfið. Tekur konuna fram yfir draumastarfið: Hitzfeld hafnar draumastarfinu Spænska knattspyrnan: Nýr þjálfari landsliðsins FÓTBOLTI Þjálfari spænska úrvals- deildarliðsins Real Mallorca, Luis Aragones, hefur verið ráðinn þjálfari spænska landsliðsins í knattspyrnu. Aragones mun taka við starfinu af Inaki Saez sem sagði af sér á dög- unum. Spánverjar ollu miklum von- brigðum undir stjórn Saez á EM í Portúgal en liðinu tókst ekki að komast áfram úr sínum riðli. Það var níu manna nefnd á vegum spænska sambandsins sem komst að þeirri niðurstöðu að Luis Aragones væri hæfastur til starfans. Óhætt er að segja að hans bíði erfitt verkefni. ■ Middlesborough styrkir leikmannahóp sinn: Viduka mættur SIGURMARKIÐ HJÁ GRIKKJUM Á SÍÐUSTU SEKÚNDUNNI Traiano Dellas skorar sigurmarkið á lokasekúndu fyrri hluta framlengingarinnar. Fyrsta silfurmark sögunnar hafði fellt Tékka. NEDVED MEIÐIST Tékkar urðu fyrir miklu áfalli í lok fyrri hálfleiks þegar fyrirliðinn Pavel Nedved meiddist og varð að yfirgefa völlinn. Úrslitaleikurinn á Evrópumótinu í Portúgal 2004 verður á milli Portúgala og Grikkja á sunnudaginn: Fyrsta silfurmark sögunnar kom Grikkjum í úrslit EM Í FÓTBOLTA „Ævintýrið okkar heldur áfram og það er ótrúlegt hvað mínir menn afrekuðu í þess- um leik. Þetta er sannarlega kraftaverk,“ sagði Otto Rehagel, þjálfari Grikkja. „Tékkar hafa yfir meiri tækni að ráða en ástríðan og viljinn var okkar megin. Það er sama hvað gerist í framhaldinu, við erum sannir sigurvegarar þessarar keppni,“ bætti sigurglaður Otto við í leikslok. Grikkir gerðu að því er virtist hið ómögulega í annað sinn á sex dögum þegar þeir slógu út sigurstranglegasta liðið í Evrópukeppninni. Frakkar duttu út fyrir þeim í átta liða úrslitunum og í gær fóru Tékkar sömu leið. Aðeins tvö mörk voru skoruð í þessum tveimur leikjum og bæði tvö af Grikkjum. Grikkir spila því við heimamenn í Portúgal í úrslitaleik keppninnar. Sigurmarkið skoraði varnar- maðurinn Traiano Dellas með skalla eftir hornspyrnu á lokamín- útu fyrri hálfleiks framlengingar eftir að bæði liðin höfðu verið lán- laus upp við markið í 115 mínútur. Seinheppnir Tékkar fengu síðan engan tíma til að svara þessu marki því um leið og þeir hófu leikinn eftir markið flautaði Pierluigi Collina til loka leiksins. Tékkar lágu sem hráviði út um allan völl. Fyrsta silfurmark sög- unnar var því sögulegt því nú er ljóst að ný þjóð fær nafn sitt á bik- arinn því Portúgalir eða Grikkir hafa aldrei unnið titil á stórmóti. Það var þó eins og um gullmark væri að ræða því Tékkar gátu ekki svarað – því leikurinn var búinn. „Það sem við gerðum í kvöld verður aldrei leikið eftir. Við eig- um skilið að vera í úrslitaleiknum því við höfum skipulagt og gott lið. Guð gaf okkur sigurinn,“ sagði Traianos Dellas sem skoraði sigur- markið. Tékkar byrjuðu vel og strax á þriðju mínútur skaut Tomas Rosicky í slána á marki Grikkja en Tékkar fundu ekki leiðina fram hjá skipulagðri vörn Grikkja. Tékkar urðu fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik þegar fyrirliðinn Pavel Nedved varð að yfirgefa völlinn vegna hnémeiðsla. En það var ekki bara brotthvarf fyrir- liðans sem spillti fyrir Tékkum sem náðu sér aldrei á strik gegn varnarsinnuðu liði Grikkja. Færin féllu þónokkur fyrir þá í leiknum. Tékkum tókst ekki að nýta sér þau í þau örfáu skipti sem gríska vörnin gaf færi á sér. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.