Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 10
10 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR TÍSKA NÆSTA SUMARS Júlí er hafinn og því ekki seinna vænna að kynna vor- og sumartísku næsta árs. Giorgio Armani sýndi föt sín í Milan í gær. Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn: Hefur rannsóknir við Ísland HVALARANNSÓKNIR Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar, tók formlega á móti Rannsóknar- skútu Alþjóða dýraverndunar- sjóðsins við Reykjavíkurhöfn í gærdag. Skútan er spánný og sigldi jóm- frúarferð sína yfir Atlantshafið til Íslands. Í fyrradag veitti sjávar- útvegsráðuneytið Alþjóða dýra- verndunarsjóðnum leyfi til haf- rannsókna við Ísland í sumar og hafa tólf manns verið valdir til þátttöku í rannsókninni, þar af ell- efu Íslendingar. Að sögn Sigur- steins Mássonar, talsmanns sjóðs- ins á Íslandi, er um neðansjávar- rannsóknir á spendýrum að ræða, þar sem áhersla verður lögð á að rannsaka hvali og lífríki þeirra með fullkomnum hljóðbúnaði. Þetta er einnig liður í starfi sjóðs- ins í að þróa frekari not fyrir vist- vænar nákvæmar hljóðbylgju- rannsóknir sem rannsóknartæki. A l þ j ó ð a d ý r a v e r n d u n a r - sjóðurinn var stofnaður árið 1969 og beitir sér gegn grimmúð- legri meðferð á dýrum og vernd- un dýra í útrýmingarhættu. Sjóð- urinn hefur stutt hvalaskoðanir við Ísland. ■ Skortur á umræðu um mannréttindi aldraðra Félagsmálastjórinn í Reykjavík segir að talsvert hafi skort á umræðu um mannréttindi aldraðra. Mikilvægt sé að fólk fái að halda sjálfsvirðingu sinni og sjálfsforræði svo lengi sem það lifir. FÉLAGSMÁL „Þegar ég hóf störf við félagsþjónustuna fannst mér skorta á þessa hugmyndafræði- legu umræðu um mannréttindi aldraðra og hve mikilvægt það væri að fólk fái að halda virðingu sinni, reisn og sjálfsforræði svo lengi sem það lifir,“ sagði Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri um niðurstöður könnunar á högum aldraðra. Þar kemur fram að tals- vert skortir á að fólk á öldrunar- stofnunum búi við sjálfræði og þá virðingu sem því ber. Lára sagði þessar niðurstöður ekki hafa kom- ið sér á óvart. „Þegar aldrað fólk leggst inn á vist- eða hjúkrunardeild missir það fyrir það fyrsta yfirráð yfir fjármunum sínum, nema menn eigi einhverja sjóði, því lífeyrinn gengur upp í dvölina. Stofnanir eru þannig saman settar í sjálfu sér að það þarf að hafa vinnu- skipulag. Þá er það „rútínan“ sem fer að ráða þannig að hægt sé að ljúka dagsverkinu. Það er alltaf verið að horfa í mönnunina.“ Lára sagði að fólk væri að verða æ meðvitaðra um réttinda- mál aldraðra. Gæta þyrfti virð- ingar við þá sem væru í veikri stöðu, enn frekar en hina sem tækju virkan þátt í samfélaginu. Félagsþjónustan rekur tvö hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Lára sagði að nú væri verið að breyta öðru þeirra úr vistdeildum í þjónustuíbúðir. Þar væri nú starfandi kjörið íbúaráð. Fundum þess væri sjónvarpað til annarra íbúa, þannig að þeir gætu fylgst með. „Þá er fólk með sitt inni í sinni íbúð, hefur fjárráð og ræður sínu lífi. Forstöðukonurnar leggja á það áherslu að fólk hafi sjálfsvirð- ingu, haldi sinni reisn og fái að ráða sínum málum. Á stofnunum er þetta hins vegar engin spurn- ing, menn fá allan pakkann.“ Lára sagði þessa umræðu mjög af hinu góða. Hins vegar þyrfti frumkvæðið einnig að koma innan frá öldrunarheimilinum, frá starfsfólkinu. Þetta mál væri aldrei búið, það þyrfti að hamra járnið endalaust, því mjög auðvelt væri að detta í sama farið og fylgja nær einungis klukkunni. jss@frettabladid.is FÚTT OG TJÚTT Stórkostleg grínskemmtun frá kl. 23.30 og Topprugl fram á morgun. Aðgangseyrir 1.000 kr. Sindri Páll Kjartansson Þorsteinn Guðmundsson Leikhúskjallaranum í kvöld Einn fylgir DJ Kári Kristinn Gunnar Vonleysi meðal indverskra bænda: Þúsundir tóku líf sitt INDLAND Slæm fjárhagsstaða bænda í indverska fylkinu Andhra Pradesh hefur orðið til þess að nær 3000 bændur hafa svipt sig lífi á síðustu árum eftir að vera komnir í þrot gagnvart lánardrottnum sínum, samkvæmt frétt BBC. Bændur í Andhra Pradesh eru ellefu milljónir talsins og alls treysta 78 milljónir manna á land- búnað til framfærslu. Miklir þurrkar hafa gert bændum lífið leitt síðustu þrjú árin, valdið upp- skerubresti og þar með fjárhags- vanda. Manmohan Singh forsætisráð- herra heimsótti svæðið og lofaði aðstoð, þar á meðal andvirði tæpra hundrað þúsund króna til aðstandenda þeirra bænda sem hafa framið sjálfsmorð. ■ KOMIN TIL HAFNAR Rannsóknarskúta Alþjóða dýraverndunarsjóðsins lagðist að bryggju við Ægisgarð í gær- MEÐAL FÁTÆKRA BÆNDA Forsætisráðherra Indlands lofaði þeim sem orðið hafa fyrir uppskerubresti bætum, og meiri bótum fyrir aðstandendur bænda sem hafa framið sjálfsmorð. VIRÐING OG SJÁLFSFORRÆÐI Félagsmálastjórinn í Reykjavík segir mikilvægt að aldraðir fái að halda virðingu sinni, reisn og sjálfsforræði. Könnun Samtaka atvinnulífsins: Störfum fjölgar ATVINNULÍF Störfum mun fjölga nokkuð á næstunni á vinnu- markaði, samkvæmt könnun Sam- taka atvinnulífsins. Tæplega fimmtungur fyrirtækja hyggst bæta við starfsfólki næstu þrjá til fjóra mánuði en 10 prósent hyggj- ast fækka því. Sem fyrr hyggjast þó langflest fyrirtæki halda óbreyttum fjölda starfsfólks, eða rúmlega sjötíu prósent. Mest fjölgun virðist fram undan í iðnaði og ferðaþjónustu en stærstu fyrirtækin ætla öðrum fremur að fækka starfsfólki. ■ Time Warner: Býður í MGM BANDARÍKIN, AP Bandaríski fjöl- miðlarisinn Time Warner hefur boðið nær fimm milljarða doll- ara, andvirði rúmra 360 millj- arða króna, í kvikmyndafram- leiðandann Metro-Goldwyn- Mayer, MGM. Tilboð Time Warner- samsteypunnar, sem gefur út tímarit, bækur og kvikmyndir auk mikilla umsvifa á netinu, er talið upphafið að verðstríði um MGM. Sony hefur líka sýnt áhuga á að eignast MGM og verið í samningaviðræðum um nokkurra ára skeið. ■ Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.