Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 46
Loksins heyrir maður eitthvað frá fyrrverandi meðlimum Guns’n Roses sem maður getur sætt sig almennilega við. Sérstaklega hafa Slash verið mislagðar hendur undanfarinn áratug og hljómsveit hans, Snakepit, náði aldrei al- mennilega flugi. Var gítarguðinn aðeins skugginn af sjálfum sér miðað við það sem hann gerði með GnR. Velvet Revolver er hins vegar mjög skemmtileg rokk og ról hljómsveit. Duff, Slash og Matt Sorum hafa greinilega veðjað á réttan hest með Scott Weiland, áður í Stone Temple Pilots, en það fer honum mjög vel að syngja þessa tegund tónlistar, einfalt og gamaldags rokk. Frumburður hljómsveitarinn- ar, Contraband, grípur mann ágætu taki strax með fyrsta lagi plötunnar, Sucker Train Blues. Gefur það strax ágætis mynd af því sem er að gerast hjá Velvet Revolver, rokk í skítugri kantin- um. Ég var á sínum tíma allt of duglegur við að bera trommarann Matt Sorum saman við Steven Adler, eftir að Sorum tók sæti þess síðarnefnda í Guns’n Roses. Hefði betur sleppt því og reynt að njóta stíl hans. Sorum keyrir Vel- vet Revolver sterkt áfram með þéttum trommuleik og smekkleg- um fyllingum, þáttur hans er ómissandi í bandinu. Þá er Slash að standa sig feykivel, sýnir það og sannar að hann er einn af bestu gítarleikur- um rokksögunnar, og er erfitt að týna til einstaka sóló því hann fer gegnumgangandi á kostum á plöt- unni. Einnig gleður eyrað að heyra hljómsveitina rífa sig út úr skít- rokkinu og sýna á sér létta hlið í lögum eins og Fall To Pieces og You Got No Right. Rokkuðu lögin eru líka alveg frábær, sérstaklega Set Me Free, mjög öflugt gítarriff og svei mér þá ef Weiland reynir ekki vísvitandi að hljóma eins og Axl Rose. Velvet Revolver kemur bara nokkuð á óvart, átti allt eins von á að þetta væri aum tilraun gamalla rokkara til að ná sér í smá aur enda hefur útkoman af svoleiðis ævintýrum verið allt önnur en góð hingað til. Contraband er hins vegar ágætis frumraun frá Velvet Revolver sem er vonandi komin til að vera. Smári Jósepsson Í skítugri kantinum Útsala á töskum og gjafavöru Gríptu tækifærið - gerðu góð kaup Drangey-Smáralind sími 528880 www.drangey.is Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.isKung Fu Skeifan 3J 533 1225 Rósavendir 500 kr. (í ábyrgð) 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN VELVET REVOLVER CONTRABAND Í morgun vaknaði ég við kór regndropa á tjaldhimninum mín- um. Frekar róandi söngur svona í morgunsárið en líka merki þess að dagurinn á eftir að verða blautur hér á Hróarskeldu- hátíðinni. Ferðalagið í gær gekk nokkuð vel. Auðvitað var hópur ís- lenskra stráka í flugvélinni sem breiddi út ómenningu landsins út fyrir landamærin. Þeir létu öll- um látum í vélinni, ældu á gólfið og sungu svo Krummavísur á milli þess sem þeir teygðu sig eftir afturenda flugfreyjanna. Á lestarstöð flugvallarins héldu þeir áfram að breiða út boðskapinn. Köstuðu súperbolta í fólkið hinum megin við lestar- teinanna og báðu svo manninn sem greip hann um að kasta honum til baka. Auðvitað mis- tókst honum og boltinn endaði hjá teinunum. Fyrir vikið fékk þjóðlagið Ólafur Liljurós textann „Þessi maður er hálfviti!“ Sem betur fer ákvað gengið að taka lestina til Kaupmanna- hafnar frekar en að fara beint til Hróarskeldu eins og ég. Íslend- ingaleysið í lestinni þangað gaf mér kost á að gleyma mér á meðan myrkvað landslagið þaut fram hjá. Það hafði víst verið þurrt allt kvöldið en auðvitað rigndi þegar kom að því að ég þyrfti að tjalda. Fékk þó aðstoð frá tveimur sænskum stúlkum, sem ég sá ekkert framan í vegna myrkursins. Kannski sé ég þær aldrei aftur? Á að minnsta kosti ekki eftir að þekkja þær í sjón. Ég tjaldaði hjá Arnari Eggert, blaðamanni Moggans og Public Enemy no 1. Samuræjinn í síð- ustu Tom Cruise mynd sagði nefnilega að það væri best að „þekkja óvin sinn“. Ég tek hann bara á orðinu. Arnar var þreytt- ur og fór snemma að sofa. Ég var ekkert þreyttur og þefaði upp næsta félagsskap. Rakst á þrjá klikkaða Svía sem töluðu um hvalveiðar á milli þess sem þeir gösuðu sig með rjómasprautu- hylki. Eftir að samtalið fór svo út í það hvaða mannakjöt myndi bragðast best, og hvernig væri hægt að koma því í sölu, ákvað ég að það væri tími til kominn að fara í háttinn. Í dag er á dagskránni að sjá Blonde Redhead, Dropkick Murphys, Scratch Perverts, TV on the Radio, Joss Stone, Korn og Audiobullys. Ef það rignir meira gæti þetta orðið smá leðja. En hey! It’s að dirty job, but some- body’s gotta do it! Birgir Örn Steinarsson, Hróarskelda, fimmtudagurinn 1. júli 2004 ■ Fólk FYRSTI Í HRÓARSKELDU BIRGIR ÖRN STEINARSSON BLOGGAR FRÁ HRÓARSKELDU STÓRA SVIÐIÐ Á HRÓARSKELDU Undirbúningur fyrir væntanlega tónleika á Hróarskelduhátíðinni var á fullu í gær, enda í mörg horn að líta áður en fyrstu stjörnurnar stigu á svið í gærkvöld. Löggan þekkir ekki Clapton Eric Clapton var nýlega á ferð í bíl sínum í Surrey á Suður- Englandi. Eitthvað hefur Clapton verið illa upplagður því að nær- staddur lögregluþjónn fann sig tilknúinn að stöðva hann fyrir of hraðan akstur. Það þætti ekki í frásögur færandi ef lögreglan hefði þekkt gítargoðið mikla, en svo skemmtilega vildi til að lögg- an kom alveg af fjöllum. Eftir að hafa fengið hjá honum nafn og tekið af honum skýrslu spurði hann hver atvinna Claptons væri. Clapton sagðist vera í tónlistar- bransanum. „Þú hlýtur þá að hafa það ágætt,“ sagði lögregluþjónn- inn, án þess að kveikja á perunni, og brunaði í burtu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Clapton er tekinn fyrir of hraðan akstur því snemma á þessu ári var hann tek- inn á 110 mílna hraða á Ferrari- bifreið sinni. Sagðist hann þá hafa góða og gilda afsökun fyrir athæf- inu, þar sem dóttir hans ætti afmæli og hann væri of seinn að kaupa handa henni afmælisgjöf. Í þetta sinn hafði hann þó enga skýringu á reiðum höndum og gæti átt von á að missa bílprófið tímabundið. ■ ERIC CLAPTON Var tekinn fyrir of hraðan akstur í Bretlandi. Nú er spurt hvort hann sé jafn fljótur á Ferrarinum og hann er á Fendernum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.