Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 25
3FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 Hver einasta fruma líkamans þarf Q-10 til að starfa eðlilega. Tryggðu þínum frumum nóg af Q-10 og haltu þannig við æskuþrótti, strafsþreki og góðri heilsu. Q-10 gegnir mikilvægu hlutverki við að umbreyta þeirri næringu sem til frumunnar berst í orku. Q-10 er sérstaklega mikilvægt fyrir frumur sem nota mikið súrefni við orkumyndun og má þar einkanlega nefna frumur hjartans. Tilraunir sýna að sé dýrum gefið Q-10 regluleg líta þau út fyrir að vera yngri en aldurinn segir til um og hegðun þeirra verður einnig sem yngri dýra. Greinilegur var aukinn þróttur, meiri hreifing og fallegri feldur. Rannsóknir ítalskra vísindamanna á íþróttafólki sýna að magn Q-10 í blóði minnkar á keppnistímabili, en halda má í horfinu með því að taka Q-10 aukalega. Þá batnar líka súrefnisnýting (aukið þrek) og mjólkursýruúrfelling (þreyta) minnkar. Ath: Langur laugardagur á Skólavörðustíg, opið til kl. 17:00. Þú kaupir eitt og færð annað eins á hálfvirði Lífsgleði K R A F T A V E R K Þó gasgrillin séu að mestu leyti tekin fram fyrir kolagrillin eru enn nokkrir sem vilja heldur grilla á kolagrillum. Fyrir þá sem það gera eru Weber-kolagrillin mjög góður kostur. Á þessum grillum er loftflæði frá loki og í botni og því er hægt að stýra hit- anum sem gerir það að verkum að kolin hafa lengri brennslutíma og geta haldið allt að 200 gráðu hita í fimm til sex klukkustundir. Einnig er hægt að slökkva á kol- unum með því að loka fyrir loft- flæðið og því brenna kolin ekki upp til einskis þegar búið er að grilla. Ólíkt venjulegum kola- grillum eru kolin í Weber-kola- grillunum fullnýtanleg því þegar þau klárast og verða að ösku er hægt að blanda nýjum kolum saman við. Flestum þykir eflaust mjög sóðalegt að hreinsa öskuna sem eftir verður af útbrenndum kolum á venjulegum grillum en á Weber-kolagrillunum er sérstak- ur öskupottur á botninum sem fleytir allri öskunni ofan í pott- inn sem er undir grillinu. Því er mun snyrtilegra og betra að hreinsa Weber kolagrillin. Grillin kosta frá 17.900 krón- um og er það heildverslunin Járn og gler ehf. sem flytur þau inn. ■ Á Weber-kolagrillunum er loftflæði frá loki og í botni. Þetta gerir það að verkum að hægt erað stýra hitanum og hafa þau því lengri brennslutíma. Weber-kolagrillin: Vönduð kolagrill Hvítvín eru ekki síðri kost- ur með pitsum en rauð- vín. Frá Chile kemur þetta ljúfa vín sem hentar með sjávarréttum og þar af leiðandi með sjávarréttapitsum. Fölgult að lit með grænum litblæ, þurrt og ferskt en býður upp á ferska ávexti og kryddangan, frek- ar þykkt og þétt í glasi og munni. Góð sýra sem spilar vel við skelfisk og salöt. Verð í Vínbúðum 990 kr. Canepa Sauvignon Blanc Spilar við sjávarrétti Vín með pitsunni Martins Andino Malbec Bonarda frá Argentínu er dökkrúbínrautt að lit með fjólubláum unglegum tón- um, mikill ávöxtur af berjum eins og brómberjum, kirsu- berjum, rifsberjum og sól- berjum. Vottar fyrir rababara og kryddi. Flott vín með pits- um, ekki síst með pepperoni og ostum hverskonar. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 890 kr. Martins Andino Malbec Gott með pepp- eroni og ostum Vín með pitsunni Veisluforréttur: Hvítlauks- humar með ávaxtasalati Fátt er ljúffengara af grillinu og létt- ara að elda en humar í skel. Jafnvel þótt ekkert sé gert annað en að kljúfa hann er hann kostafæði en hvítlaukskeimur gerir hann þó enn betri. Grillaður humar með ristuðu brauði og léttu salati er því heppi- legur forréttur þegar boðið er heim góðum gestum. 1 kg humar í skel Hvítlaukssmjör 100 g smjör 1 msk. söxuð steinselja 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir Bræðið smjörið í potti, bætið hvít- lauk og steinselju í og látið sjóða í tvær mínútur. Humarskelin er klofin í tvennt eftir endilöngu. Humarinn settur í bakka með skelhliðina niður, penslaður vel með hvítlaukssmjörinu og grillaður á vel heitu grilli í sex mínútur. Snúið af og til. Ávaxtasalat 1 melóna 1/2 jöklasalat 1 lítil rauð paprika 1/4 agúrka 10 jarðarber 6 ólífur Jöklasalat, agúrka og paprika skorin niður og látin í skál. Melónan afhýdd og skorið í sneiðar. Jarðarberin skorin í tvennt. Öllu blandað saman í skál. Borið fram með ristuðu brauði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.