Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 35
23FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 AF NETINU Þeir stálu kosningarétti mínum Sem kvenfrelsis- og baráttukona til áratuga, áhugasöm um flest er lýtur að kjara- og þjóðmálapóli- tík, hef ég hingað til nýtt rétt minn til að láta skoðun mína í ljósi og kjósa um það sem að höndum ber í samfélaginu. Ég fór á kjörstað 26. júní – ætlaði að taka þátt. Þegar til kom treysti ég mér ekki til að láta stríðandi fylkingum eftir að túlka gjörðir mínar eftir sínu höfði. Ég bakk- aði úr stæðinu og fór heim á suðumarki, öskuill yfir því að ráðakarlar skyldu fá að ganga svo langt í refskákinni að mér og mörgum fleiri var fyrirmunað að kjósa. Einu gilti hvað ég gerði, allt yrði það á forsendum stríð- andi afla. Strákaskríbentar fjöl- miðla tækju síðan að troða sínum skýringum upp á þjóðina. Ég var klemmd inni í horni, alls varnað. Karlaskammirnar stálu kosn- ingarétti mínum. Til að taka af skarið um örfá atriði: Ég er hlynnt því að al- menningur fái að kjósa um lög er varða þjóðarheill. Ég hef alltaf verið á móti óeðlilegri samþjöpp- un valds, sem hér hefur viðgeng- ist svo langt sem ég man, sbr. t.d. skipafélag sem á ráðandi hlut í flugfélagi og hefur jafnframt lagt flutninga á þjóðvegum undir sig. Einokun og fákeppni eru af hinu vonda fyrir almenning. Ég er hins vegar afar ósátt við of- forsið, þær ögranir og hótanir sem dunið hafa á mér o.fl. frá „hinu háa Alþingi“, að ég ekki tali um frelsisfrekju þings hvað eig- inhagsmuni þeirra sem þar sitja varðar (sbr. eftirlaunalögin) og yfirganginn gagnvart gömlum, veikum og öryrkjum. Almenning- ur á rétt á að fá að segja sitt álit á mikilvægri lagasetningu. Um þjóðaratkvæði á ekki að tala líkt og vá sé fyrir dyrum ef sauð- svartur almúginn fær orðið „milli mála“, þ.e. milli Alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Karlar sérílagi eru sífellt að hanna atburðarás sem þeir troða okkur hinum inn í á sínum for- sendum. Síðan bíta þeir höfuðið af skömminni með því að skil- greina atburðarásina, hugsanir okkar hinna og gjörðir eftir ein- földu hugarkerfi eigin yfirgangs og frekju – og auðvitað sér í hag. Sem kvenfrelsiskona þoli ég þetta ekki. Það var vegna þessa sem ég tók ekki þátt í þessum leiðu kosningum – þessu þving- aða leikriti sem karlar beggja arma skýra sér í hag, eða skýra út í hött, sbr. hve hrærður forset- inn er og hversu lítið er gert úr slakri þátttöku í kosningunum. Við teljum okkur vita nokk um ástæður auðu seðlanna en slök þátttaka í kosningum í lýðræðis- þjóðfélagi er ekki einfalt mál. Slök þátttaka í kosningum er oft- ast merki um óánægju eða upp- gjöf á valdhöfum. Það er lýðræð- inu hættulegt. Ég skrifa þessi orð uppgefin á karlaslagnum og uppgefin á karlaskýringum, uppgefin á karl- kyns „álitsgjöfum“, körlunum sem sífellt taka orðið en hjakka í sama farinu og líta á allt út frá ferköntuðum reynsluheimi karla. Það var hvorki sökum leti, tómleika í hjarta né skoðana- eða áhugaleysis sem ég treysti mér ekki til að taka þátt í þessum kosningum. Ég hugsaði þegar til kom einfaldlega eins og konan í leikritinu: „Ég er hætt, farin, ég nenni ekki að vera með í svona leiðinlegu leikriti.“ ■ F í t o n / S Í A F I 9 6 6 2 ogNældu flér í á næstu ESSO stö›vegabréf allt landláttu fla› hjá ESSO umstimpla í sumar. flúskilar inn ogFullstimplu›u vegabréfi fær›svo um lei› Vegabréfin Fanta-gó›an gla›ning, og glæsilegirfara í pott vinningar eru út á hverjum sunnudegidregnir á Rás 2. A›alvinningurinn ver›ur dreginn út flegar heppinní sumarlok einn flátttakandi Astra lítrum af úrvalstrygg›um hjá bensíni allar. fiú fær›frá uppl‡singarnánari um fær afafnot Opeleins árs og vinningana á www.esso.is VÍS 1000 vegabréfaleikinn flú velur úr fjórum tegundum af Fanta! ásamt Gleymdu vegabréfinuekki í sumar! ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR KENNARI SKRIFAR UM ATBURÐARÁS HANNAÐA AF KÖRLUM. Í Fréttablaðinu sl. föstudag finnur Óli Hilmar Jónsson að grein sem ég skrifaði undir fyrirsögninni „Reykjavík er ljót“. Óli virðist hafa skilið greinina svo að ég teldi að Reykjavík væri ljót borg. Þessu vill Óli andmæla og koma á framfæri þeirri persónulegu skoðun sinni að Reykjavík sé falleg borg. Ég viðraði ekki persónulega skoðun mína á fegurð Reykjavík- ur í greininni en Óla til hugar- hægðar get ég upplýst að ég er honum sammála um að Reykjavík er falleg borg. Við erum líka sammála um að ýmis útlitsleg slys hafi orðið í borginni og um það snerist grein mín. Hugmynd mín er sú að borg- aryfirvöld hafi áhrif á útlit þeirra bygginga sem reistar eru í mið- borginni til þess að koma megi í veg fyrir slík umhverfisslys. Þannig getum við, meðvitað og markvisst, unnið að því að auka fegurð og aðdráttarafl miðborgar- innar. Um það markmið vona ég að við Óli getum líka verið sam- mála. ■ Rafrænar kosningar Áður en ráðist er í rafrænar kosningar þarf að spyrja sig um tilganginn. Pappírskosningar hafa alltaf virkað á Íslandi og halda áfram að gera það þótt fundin sé upp ný og flottari tækni. Rafrænar kosningar virka vel við aðstæður t.d. á stórum félags- fundum þar sem þörf er á snöggum og öruggum niðurstöðum. Hluti þing- og sveitarstjórnarkosninga er ekki síst spennan að bíða úrslitanna. Því má ekki glata. Tómas Hafliðason á deiglan.com Eðlileg framlagning máls? Samkvæmt stjórnarskránni er gert ráð fyrir að lögin verði borin undir at- kvæði allra kosningabærra manna og engin afstaða er tekin til þess hve margir þurfa að láta afstöðu sína í ljós. En setjum nú sem svo að aðeins þrír kosningabærir menn mæti á kjör- fund. Væri eðlilegt að þeir þrír myndu tala fyrir þjóðina og einfaldur meiri- hluti þeirra ráða? Eða er eðlilegt að líta sem svo á að stjórnarskráin útiloki að slíkt eigi sér stað. Jón Hákon Halldórsson á frelsi.is BJÖRN BR. BJÖRNSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR UMRÆÐAN BORGARSKIPULAG Reykjavík er falleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.