Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 38
26 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Breytingar hjá króatíska landsliðinu í knattspyrnu: Baric lýkur keppni FÓTBOLTI Otto Baric hefur ákveðið að láta af störfum sem landsliðs- þjálfari Króata. Króatar náðu ekki að komast áfram úr sínum riðli á EM í Portú- gal en liði hefur undanfarin ár verið á meðal bestu landsliða heims og þessi árangur nú því talsverð vonbrigði. Baric sagði þó aðalástæðuna fyrir uppsögn sinni vera ósann- gjörn umfjöllun fjölmiðla um hann og landsliðið: „Það er erfitt að sitja undir slíkum ámælum og þetta er eitthvað sem ég get ein- faldlega ekki sætt mig við. Menn í æðstu stöðum innan knatt- spyrnusasmbandsins, meðal annars forseti þess, báðu mig um að endurskoða ákvörðun mína en henni verður ekki haggað,“ sagði Baric sem í síðasta mánuði hélt upp á 71 árs afmæli sitt. Forseti króatíska knattspyrnu- sambandsins, Vlatko Markovic, sagði alltaf slæmt að sjá á eftir góðum mönnum en menn yrðu einfaldlega að sætta sig við það og horfa fram á veginn. „Helst af öllu viljum við að maðurinn sem taki við af Baric hafi bæði náð góðum árangri sem leikmaður og þjálfari. Næsta verkefni liðsins er að komast á HM 2006 í Þýskalandi og þótt við vitum að það verði erfitt eigum við að geta það.“ Ekki er enn vitað hvort Baric hafi í hyggju að halda áfram þjálfun á öðrum vettvangi. Þess má geta að við Íslending- ar erum einmitt í riðli með Kró- ötum í undankeppni HM 2006 en mætum þeim reyndar ekki fyrr en í mars á næsta ári. ■ Hefur bætt sig en á enn eftir að fá tækifærið Jón Arnór Stefánsson í viðtali við heimasíðu FIBA. Langar mikið að spila með íslenska landsliðinu í haust en tryggingamál eru aðalfyrirstaðan. KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson hefur verið NBA-leikmaður í að verða ár en hann á þó enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Dallas. Jón Arnór lék fimm leiki liðsins á undirbúningstímabilinu en fékk engin tækifæri þar sem hann var allan tímann fyrir utan hópinn. Það að Jón Arnór skuli vera enn í NBA-deildinni og að Dallas hafi sett hann á lista yfir þá átta leikmenn sem þeir vildu ekki missa þegar Charlotte Bobcats valdi sér einn leikmann frá hverju liði, hefur vakið athygli og í gær birtist viðtal við strákinn á heima- síðu FIBA Europe. Þar er rætt bæði við Jón Arnór sjálfan sem og þjálfara hans hjá Dallas. Veturinn sem er að baki hefur reynt mikið á andlegan styrk Jóns Arnórs en veturinn á undan var hann í aðal- hlutverki hjá þýska liðinu Trier þar sem hann skoraði 13,5 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hélt hann væri dauður Viðtalið byrjar á léttu nótunum þar sem aðalþjálfari Don Nelson segir. „Stefánsson, Ég hélt að hann væri dauður. Er hann ennþá á svæðinu,“ segir Nelson í léttum tón en bætir svo við. „Hann hefur góðan skrokk, góða skottækni og þarf bara að fá spilatíma.“ Jón Arnór segir í viðtalinu að hann sé staðráðinn í að sanna sig fyrir þjálfaranum gamal- reynda. „Hann er alltaf að grínast og ég veit að maður þarf að vinna sér inn virðingu hjá honum. Ég hef ekki sýnt allt mitt besta til þessa hjá Dallas og á enn eftir að sýna það og sanna fyrir honum hvað ég get,“ segir Jón Arnór í viðtalinu. Jón Arnór viður- kennir líka að þetta hafi verið erfiðir tímar. „Ég hef verið að læra hjá eldri leikmönnum eins og Steve Nash og Dirk Nowitzki en ég játa það að þó að ég sé alltaf í góðu skapi ( a happy guy) þá er það mjög svekkjandi að fá ekki tækifæri að spila,“ segir Jón Arnór sem á erfitt með að meta það hvort honum hafi farið fram því hann hafi ekki spil- að leikina. „Ég skil leik- inn mun betur en ég get ekki metið það sjálfur hvort mér hafi farið fram. Ég hef þó náð meiri tækni sem leikmaður, skottækni, boltameðferð og þekking mín á leikn- um hefur farið mikið fram á þessum tíma hjá Dallas,“ segir Jón Arnór sem sér ekki eftir því að hafa fórnað einu ári þar sem hann h e f ð i getað spilað fyrir stóran klúbb í Evrópu. Jón Arnór er nú á ferðinni með s u m a r l i ð i Dallas Ma- vericks sem tekur meðal annars þátt í móti 10. til 15. júlí. „Þetta er mjög mikil- vægur tími fyrir mig. Ég kom hingað snemma og er búinn að vera við strangar æfingar í einn mán- uð,“ segir Jón Arnór og aðstoðarþjálf- ari Dallas, Rolando Blackman, sem sér mikið í Jóni segir að sum- ardeildin ráði úrslitum um fram- tíð hans í NBA-deildinni. Hefur hæfileika „Jón Arnór er mjög hæfileika- ríkur leikmaður. Hann er jafn fljótur og þeir bestu, jafn snögg- ur, með góð skot, góðan stökkkraft og hann er sterkur. Það er samt erfitt fyrir hann að halda uppi einbeitingu og áhuga þegar svona margir leikmenn eru fyrir framan hann. Hann er enn ungur og enn að læra og ég tel að hann hafi möguleika til að komast lengra í þessari deild. Til þess að svo verði þá þarf hann að standa sig í sumardeildunum í LA og Utah,“ segir Blackman í viðtali við FIBA Europe. Jón Arnór stefnir á að spila með íslenska landsliðinu í Evrópukeppn- inni í vor. „Vonandi get ég spilað en ég veit að stærsta vandamálið eru trygging- armálin. Þýska samband- ið hefur næga peninga til þess að tryggja Dirk Nowitzki en íslenska sam- bandið er lítið og þetta gæti kostað mig leikina. Ég er hinsvegar sann- færður að með fullt lið þá getur íslenska liðið komist áfram,“ segir Jón Arnór að lokum í þessu skemmtilega við- tali á vef evrópska körfuboltasambands- ins, FIBA Europe. ■ Ítalski fótboltinn: Lazio selur stjörnurnar FÓTBOLTI Ítalska knattspyrnufélag- ið Lazio er skuldum vafið og í gær seldi það tvo af stjörnuleikmönn- um sínum til Valencia á Spáni. Spænsku meistararnir keyptu þá Bernardo Corradi og Stefano Fiore fyrir 16,6 milljónir evra eða tæp- lega 1,5 milljarða íslenskra króna. Spænska liðið borgar þó Lazio að- eins þrjár milljónir evra því restin af kaupverðinu fer upp í skuldir Lazio vegna kaupa sinna á Gaizka Mendieta árið 2001. Lazio endaði í 6. sæti ítölsku deildarinnar á síð- asta tímabili en tryggði sér sigur í ítalska bikarnum í tveimur leikjum gegn Juventus. ■ LEIKIR  19.15 Þróttur og Valur mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  19.15 ÍBV og Stjarnan mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  19.15 Njarðvík og KR mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  19.15 HK og Reynir S. mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  19.15 Fylkir og Grindavík mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.  19.15 FH og Afturelding mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu. SJÓNVARP  14.10 EM í fótbolta á RÚV. Útsend- ing frá leik Grikkja og Tékka sem fram fór í gær.  16.10 Landsmót hestamanna á RÚV.  16.30 Spurt að leikslokum á RÚV. c 17.45 Olíssport á Sýn. c 20.25 Mótorsport 2004 á Sýn. c 20.55 Hnefaleikar á Sýn. c 23.25 Landsmót hestamanna á RÚV. c 23.45 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 1 2 3 4 5 Föstudagur JÚLÍ               !" #$%&   !"   '"     !(  " )"  # * *"$  !" $ $++  "   ! Fjöldi heimsókna á vef Knattspyrnusambandsins: Metmánuð- ur á vef KSÍ FÓTBOLTI Í júnímánuði náði fjöldi heimsókna á vef KSÍ nýjum hæðum. Alls voru heimsóknirnar um 123.000, eða ríflega 4000 heimsóknir á dag. Í maí var fjöldi heimsókna rúmlega 109.000 og var það í fyrsta skipti sem þær fóru yfir hundrað þúsund í ein- um mánuði. Umfang vefs KSÍ hefur vaxið með hverju árinu sem líður og heimsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt. Gríðarlegt magn upplýsinga er á vefnum um allt sem tengist íslenskri knattspyrnu. ■ REYNIR Á ÞOLRIFIN HJÁ JÓNI ARNÓRI Jón Arnór Stefánsson bíður enn eftir fyrsta al- vörutækifærinu hjá Dallas í NBA-deildinni. OTTO BARIC Hættur þjálfun króatíska landsliðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.