Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 4
4 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR Dýrt verð fyrir forsætisráðuneytið: Herfileg staða Framsóknar SKOÐANAKÖNNUN Stein- grímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfing- arinnar - græns fram- boðs, segir aðspurður um lágt fylgi Framsókn- arflokksins í skoðana- könnun Fréttablaðsins að leiðangur Halldórs Ásgrímssonar með Sjálf- stæðisflokknum sé að verða honum og flokkn- um mjög erfiður. „Framsóknarflokkur- inn er búinn að koma sér í herfilega stöðu og það er fátt sem bendir til þess að hann sé í leiðinni út úr henni. Því enn sem komið er ber ekki neitt á öðru en að þeir ætli að lötra á eftir Sjálstæðisflokkn- um þessa feigðargötu.“ Steingrímur segir fylgi Framsóknar- flokksins endurspegla kannski sérstaklega þá miklu klemmu sem Framsóknarflokkurinn hafi komið sér í. „Ég minni á að það er sjálfs- kaparvíti. Það hefur enginn beðið Framsókn- arflokkinn að leggjast svona flatan fyrir íhald- inu og kaupa stólinn undir Halldór svona dýru verði.“ ■ Fjölmiðlalög ganga á Framsóknarflokkinn Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi. Frammámenn í flokknum telja niðurstöðu skoðanakönnunar skýr skilaboð kjósenda sem séu ósáttir við flokkinn. Þeir vilja að frumvarpið verði endurunnið. SKOÐANAKÖNNUN „Þetta eru alvar- leg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægi- lega vel varðandi fjölmiðla- málið,“ segir Alferð Þorsteins- son, forystumaður Framsóknar- flokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknar- flokkinn hafa látið Sjálfstæðis- flokkinn teyma sig of langt í fjöl- miðlamálinu. „Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr,“ segir Alfreð og bætir við. „Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyr- ir því í ríkisstjórn að fjölmiðla- lögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúm- an tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn.“ Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að „...það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka.“ Haukur Logi Karlsson, for- maður Sambands ungra fram- sóknarmanna, segir það „alveg augljóst“ að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjöl- miðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 pró- sentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. „Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljót- um að taka þetta til skoðunar.“ Ráðherrar Framsóknarflokks- ins hvika hvergi frá nýju fjöl- miðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, vara- formaður flokksins og landbún- aðarráðherra: „Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmála- flokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi.“ Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: „Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niður- staðan var að flytja það frum- varp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi“. Framsóknarmenn sitja þing- flokksfund á morgun. „Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fund- ur mun snúast,“ segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra. gag@frettabladid.is SKOÐANAKÖNNUN „Framsókn er að gjalda fyrir það að gerast vika- piltar sjálfstæðismanna í því að taka af fólki lögverndaðan rétt til þess að fá að kjósa um fjölmiðlal- ögin í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er athyglisvert að and- staðan við þetta síðasta ævintýri ríkisstjórnarinnar virðist enn af- dráttarlausari heldur en þegar fjölmiðlalögin komu fyrst fram. Það birtist í því að stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa núna fylgi 60% kjósenda. Þarna er verið að sýna Framsóknarflokknum rauða spjaldið og hann hlýtur að hugsa sinn gang andspænis þessari hroðalegu niðustöðu könnunarinn- ar,“ segir Össur. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ MIÐAUSTURLÖND Er stefna stjórnvalda í mennta- málum skýr? Spurning dagsins í dag: Mun Framsóknarflokkurinn komast upp úr fylgislægðinni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 18,92% NEI JÁ KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is EINAR KRISTINN GUÐFINNSSON Er ekki sáttur við 32,3% fylgi Sjálfstæðis- flokks í skoðanakönnuninni. „Ég hefði viljað að við fengjum meira fylgi en þetta er varnarsigur miðað við þá erfiðu stöðu sem við höfum verið að berjast í.“ Erfið staða: Afraksturinn kemur í ljós SKOÐANAKÖNNUN Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fylgis- tap Framsóknarflokksins í skoð- anakönnun Fréttablaðsins ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna. „Við vissum að við erum að ganga í gegnum erfiðan tíma með þessum lagabreytingum sem við erum að beita okkur fyrir. Ég held að þetta hafi ekki nein áhrif. Við erum tiltölulega nýbyrjuð á kjör- tímabilinu og ég held að afrakstur verka okkar eigi eftir að koma betur í ljós.“ Aðspurður telur Einar stöðu Halldórs Ásgrímssonar ekki hafa veikst. „Framsóknarflokkurinn hefur nú jafnan mælst frekar illa í skoðanakönnunum en reyndin sýnir að þeir koma betur út í kosningum heldur en skoðanakönnunum.“ ■ LÍKAMSÁRÁS, ÞJÓFNAÐIR OG ÖLV- UNARAKSTUR Á AKRANESI Fleiri en fimm þúsund gestir sóttu Írska daga á Akranesi um helgina. Minni- háttar líkamsárás átti sér stað á dansleik aðfaranótt sunnudags og tveir voru teknir fyrir ölvunar- akstur. Þá voru kærðir tveir þjófn- aðir; í báðum tilfellum stuldur á garðstólum fyrir utan veitingastaði í bænum. SEX UMFERÐARÓHÖPP Í BORGAR- NESUMDÆMI Geysileg umferð var í umdæmi lögreglunnar í Borgar- nesi um helgina. Alls urðu sex um- ferðaróhöpp frá föstudegi til sunnudags, þar af tveir árekstrar og fjórar útafkeyrslur og bílveltur. Engin slys urðu á fólki, en bílar skemmdust mikið. Þrír voru teknir í áfengisvímu undir stýri. FÍKNIEFNI FINNAST VIÐ HÚSLEIT Í KEFLAVÍK Tveir menn voru hand- teknir á laugardag í Keflavík eftir að fimmtán grömm af hassi og eitt gramm af amfetamíni fannst við húsleit lögreglunnar í Keflavík. Var þeim sleppt að skýrslutöku lok- inni. Þá var einn tekinn fyrir ölvun- arakstur á sunnudagsmorguninn. ÖLVUNARAKSTUR Á SIGLUFIRÐI Ríflega tvö þúsund gestir sóttu Siglufjörð heim um helgina, en þar stóð yfir Þjóðlagahátíð. Mannlíf var með friði og spekt, sem og um- ferðin, utan eins ölvunaraksturs sem stoppaður var af lögreglu á að- faranótt sunnudags. BARIST VIÐ AL KAÍDA Pakistanskir hermenn börðust við skæruliða sem taldir eru tilheyra al-Kaída nálægt landamærum Afganistan. Ráðist var á pakistanska hermenn í gærmorgun og þeir svöruðu í sömu mynt. ÍRAKAR VERÐI FRIÐSAMIR Írösk stjórnvöld munu ekki reyna að koma sér upp gereyðingarvopnum eða ógna nágrönnum sínum með ófriði. Þjóðaröryggisráðgjafi Íraks lét þessi ummæli falla í gær. Fólk tengir umræðu um fjölmiðlalög við Sjálfstæðisflokk: Framsókn út undan í bar- áttunni um fjölmiðlalög SKOÐANAKÖNNUN Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segir Framsóknarflokkinn greinilega hafa átt á brattann að sækja undanfarið eða frá því að umræður um fjölmiðlalög hafi brotist út. „Ef ég man rétt þá hefur hann verið í vondum málum í flestum könnunum frá því að það var lagt fram. Það virðist liggja beint við að álykta sem svo að hann verði út undan í þessari baráttu sem stendur milli stjórnarandstöðunnar aðallega, að því er virðist, og Sjálfstæðis- flokksins. Aðspurður af hverju svo væri segir Gunnar. „Ég hugsa að fólk tengi þetta mál frekar við Sjálf- stæðisflokkinn heldur en við Framsóknarflokkinn, þó að hann sé í stjórn líka; tengi þetta ekki síst við Davíð. Þeir sem eru ó- ánægðir með þetta eru þá senni- lega líklegir til að gefa ekki upp flokk í svona könnun eða velja einhvern stjórnarandstöðu- flokkanna.“ Gunnar bendir á að milli kosninga mælist Framsóknar- flokkurinn oft lágur. „Það er vafalaust hluti af skýringunni.“ Gunnar segir Framsóknar- flokkinn oft mælast með niður undir tíu prósenta fylgi í skoð- anakönnunum. „Þetta er lægra en það sem hann hefur yfirleitt fengið.“ ■ GUNNAR HELGI KRISTINSSON „[Framsóknar]flokkurinn lendir svolítið milli skips og bryggju í þessu máli. Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því.“ Hiklaus andstaða: Framsókn fær rauða spjaldið ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Engum dylst að þingmenn Framsóknar- flokksins hafa enga sannfæringu í [fjöl- miðla]málinu. Þeir hafa augljóslega orðið viðskila við sitt eigið fólk.“ BÍLVELTA Á GJÁBAKKAVEGI Bílvelta varð á Gjábakkavegi eftir hádegi á sunnudag. Ökumaður var einn í bílnum og var fyrst fluttur til að- hlynningar á sjúkrahúsið á Sel- fossi. Meiðsli hans voru umtalsverð og var hann þaðan fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykjavík. 81,08% GUÐNI ÁGÚSTSSON „Stærstu fréttirnar í þess- ari könnun er að 40% þjóðarinnar tekur ekki afstöðu til stjórnmála- flokka.“ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR „Það er alveg greinilegt að fjölmiðlalögin og sú umræða öll hefur áhrif á þessa niðurstöðu.“ KRISTINN H. GUNNARSSON „Óneitanlega hljóta menn að skoða stöðu flokksins og ákveða hvernig brugðist verði við í henni.“ HJÁLMAR ÁRNASON „Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þing- manna og forustu flokks- ins og við hljótum að taka þetta til skoðunar.“ ALFREÐ ÞORSTEINSSON „Mér finnst það hörmu- legt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undan- förnum misserum skuli lenda í svona klúðri“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Segir það koma alveg sérstaklega illa við fólk hversu auðsveipinn Framsóknarflokkurinn er Sjálfstæðisflokknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.