Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 12. júlí 2004 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Íslenska hljómsveitin The Flavors sérhæfir sig í léttum popplögum með enskum textum. Ekki vitlaust hjá henni að gefa þessa plötu út að sumri til enda mikið sumar og sól í flestum lögunum. Go Your Own Way rennur þannig mjög auðveldlega í gegn- um hlustirnar, en samt einum of. Aldrei rekur maður sig á veggi sem maður þarf að klífa sem hlustandi, óvæntum taktbreyting- um eða einhverju sem fær mann til að staldra við. Allt er ljúft og fellt. Að sjálfsögðu má líta á það sem kost að allt renni afslappað í gegn og ef maður gerir engar kröfur um hugmyndaauðgi og annað í þeim dúr er platan ekki svo galin á heitum sumardegi. Á hinn bóginn fær maður það fljótt á tilfinninguna að The Flavors sé eins og milljón aðrar hljómsveitir sem allar reyna að hljóma eins til að þóknast fjöldanum. Þannig sveitir eru hins vegar fljótar að gleymast. Nokkrar ágætis melódíur er að finna á plötunni. Besta lagið þótti mér Free auk þess sem Painkiller, Go Your Own Way, Lose My Head og Empty voru sæmileg. Textarnir á plötunni, sem allir snerust um ástina, þóttu mér yfirhöfuð væmn- ir og ófrumlegir og höfðu ekkert merkilegt að segja. Því miður er svona texta að finna á alltof mörgum íslenskum plötum. Go Your Own Way er áreynslu- laus poppplata með sína kosti en hefur því miður ekkert nýtt fram að færa. Bragðdauft er kannski besta orðið yfir hana. Kaldhæðnis- legt en engu að síður staðreynd. Freyr Bjarnason Bragðdauft THE FLAVORS: GO YOUR OWN WAY VAN MORRISON Á MONTREUX Verðandi Íslandsvinur, Van Morrison frá Belfast Norður-Írlandi, kom fram á Montreux-djasshátíðinni í Frakklandi á föstudaginn. Reynir að vísa málinu frá Lögfræðingar Michaels Jackson hafa farið fram á það við dómara málsins að ákæran á hendur honum verði felld niður. Jackson fékk tíu ákærur í apríl síðastliðnum fyrir kynferð- isofbeldi á ungum dreng en líka fyrir að gefa barni undir lögaldri áfengi, og tilraun til mannráns. Lögfræðingur Jacksons, Robert Sanger, lagði fram kröf- una á miðvikudag. Þar heldur hann því fram að saksóknarar kúgi vitni málsins og fari með málið „eins og þeir séu með kvið- dómendur á launaskrá“. „Aldrei í sögu Kaliforníuríkis hefur vald verið misnotað á þennan hátt í vali á kviðdómur- um,“ segir meðal annars í bréfinu. Lögmaður Jacksons sakar saksóknara um að hafa keyrt kviðdómaraáheyrnir áfram með „dylgjum og kaldhæðni þar sem lítið sé gert úr Jackson og öllum þeim sem koma nálægt honum“. Lögfræðingurinn benti einnig á að foreldrar drengsins sem Jackson á að hafa misnotað séu í forræðisdeilu um drenginn eftir að hafa skilið nýverið. Jackson lýsir enn yfir sak- leysi sínu á öllum ákærunum, eins og hann gerði í nóvember þegar hann var handtekinn. ■ [ MÁL ] MICHAELS JACKSON MICHAEL JACKSON Lögfræðingar Jacksons reyna nú að fá málinu vísað frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.