Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.07.2004, Blaðsíða 19
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 24 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 110 stk. Keypt & selt 28 stk. Þjónusta 52 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heilsa 12 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 18 stk. Atvinna 18 stk. Tilkynningar 2 stk. Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfest- ingarbankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Fasteigna- og framkvæmdalán Frjálsa fjárfestingarbankans eru einnig hentug leið fyrir þá sem standa í húsbyggingum eða fast- eignakaupum. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni Hólmgeir Hólmgeirsson rekstrarfræðingur er lánafulltrúi og ráðgjafi á viðskiptasviði 9 0 4 0 4 4 2 H im in n o g h a f- 9 0 4 0 4 4 2 80%veðsetningarhlutfall 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 8,00% 5 ár 19.050 19.300 19.570 20.040 20.280 15 ár 8.120 8.410 8.710 9.270 9.560 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 7.340 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 6.950 2 4.500 4.960 5.420 6.250 6.670Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % Góðan dag! Í dag er mánudagur 12. júlí, 194. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.33 13.33 23.32 Akureyri 2.44 13.18 24.48 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Fasteignasölur 101 Reykjavík 13 Akkúrat 22 Ás 26–27 Draumhús 10-11 Eign.is 16 Eignalistinn 24 Eignaumboðið 25 Fasteignamarkaðurinn 23 Fasteignamiðlun 15 Fasteignam. Grafarv. 14 Heimili 3 Híbýli 20 Hraunhamar 8–9 Lyngvík 4 Mótás 12 Nethús 18–19 Remax Stjarnan 6 X-hús 25 FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. „Dökkir litir utandyra eru ekki mjög góðir og þeir veðrast hratt og upplistast. Ljósu litirnir eru betri og endast lengur,“ segir Valdimar Gunnar Sig- urðsson, sölumaður, málameistari og ráðgjafi hjá Slippfélaginu Litalandi. „Fyrir tveimur til þremur árum voru dökkir litir utan dyra mikið í tísku en nú er fólk farið að sjá hvernig húsin veðrast illa. Það voru miklu sterkari litir í gangi hér áður fyrr en ljósir litir endast betur. Nú reynum við að hvetja fólk til að velja ljósa liti utandyra og það er til mikið úrval af þeim,“ segir Valdimar, en vinsælast er að mála í grábrúnum lit utandyra og hafa hvíta glugga. Skærir og sterkir litir innandyra eru mjög áberandi í erlendu tímaritum og svo virðist sem fólk sé farið að taka meiri áhættur í litavali. „Fólk tekur mikið skæran lit á einn vegg í rými en lítið er um að fólk máli heilt herbergi í sama skæra litnum. Við seljum mjög mikið af málningu bara á einn vegg og fólk notar litina aðeins til að lífga upp á rými. Vinsælustu litirnir innandyra eru jarðbrúnt, grágrænt og skær litur út í appel- sínugult,“ segir Valdimar en hann aðstoðaði Völu Matt í Innlit/Útlit nýlega. „Við notuðum litinn Teit mikið í Innlit/Útlit og hann er millidökkur og grá- grænn. Síðan er kominn nýr litur hjá okkur sem heitir Esja og er út í brúnt.“ „Fólk er orðið aðeins kaldara við að velja sér liti og velur þá liti sem það hefur smekk fyrir. Litir eru einstaklingsbundnir og eiga að vera það,“ segir Valdimar og bætir við að útimálning sé mikil á sumrin. „Innimálning er hins vegar jöfn allan ársins kring og notar fólk yfirleitt frí- tíma sinn til að mála.“ Valdimar er um þessar mundir að vinna að lita- korti með Guðlaugu Halldórsdóttur í versluninni Má Mí Mó. „Við tökum liti úr náttúrunni og köll- um þá nöfnum eins og hafið eða mýrin,“ segir Valdimar, en spennandi verður að sjá litakortið þegar það er fullbúið. ■ Stíll húsa ræður gjarnan litavali fólks nú til dags er það velur ut- anhússmálningu, að sögn Vigfúsar Gísla- sonar, sölustjóra hjá Hörpu Sjöfn. Enn fremur segir hann vissa hófsemi ráða í litavali nú sem lýsi sér í því að ef tekinn sé áberandi litur á út- veggi sé þakið oft haft í hlut- lausum lit – og öfugt ef athyglin eigi að beinast að þakinu. „Þá hefur húsið sterkari karakter og hægt er að segja „fólkið í gula húsinu“,“ bendir hann á. Hann tekur líka eftir því að fólk spáir í hvernig næstu hús eru máluð og hvað fari best við. Allt þetta finnst honum ánægjuleg þróun. Sláttarbyrjun fylgir þessum árstíma hjá þeim sem hafa yfir einhverjum lendum að ráða. Þeir sem eiga garða og lóðir kringum sumarhús þurfa yfirleitt að fjár- festa í sláttuvélum og orfum sem henta landareigninni en einnig er hægt að leigja slík tæki hjá áhaldaleigum. Hjá Byko kostar leiga á bensínsláttuvél 2.068 kr. fyrsta daginn (hálfur dagur er helmingi ódýrari) en verðið lækkar um helming næsta dag og er 1.034 kr. á dag eftir það. Orf kostar 2.486 kr. fyrsta daginn og 1.243 kr. upp frá því. Í Húsasmiðjunni kostar leiga á bensínvél 1.190 kr. án poka á dag og 1.590 kr. með poka og það verð helst óbreytt en orf eru á 1.800 kr. á dag. Á báðum stöðum miðast vikan við fimm daga verð. Bæjar- stjórn Vest- mannaeyja- bæjar hefur samþykkt að selja hluta af fast- eignum bæjarins til eignarhalds- félagsins Fasteign hf. Líka var samþykkt að verja hluta af sölu- andvirði eignanna til hlutafjár- kaupa í Fasteign hf. Fasteign hf. er í eigu Íslandsbanka, Reykja- nesbæjar og fleiri félaga. Fast- eignirnar sem nú á að selja eru félagsheimilin, safnahúsið, grunnskólarnir og listaskólinn og er söluandvirði þessara eigna um 1.200 milljónir króna. Vest- mannaeyjabær hefur einnig samið við Fasteign hf. að leigja húsin aftur undir þá starf- semi sem er þar núna. Sá samningur er til 30 ára. Liggur í loftinu Í fasteignum Útimálning vinsælust á sumrin: Ljósir litir endast betur Litir sem vinsælir eru innandyra eru grágrænt,jarðbrúnt og út í appelsínugult. Fólk tekur þá yfirleitt bara sterkan lit á einn vegg að sögn Valdimars. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Valdimar Gunnar Sigurðsson hjá Slippfélaginu Litalandi hvetur fólk til að mála hús að utan frekar í ljósum litum því þeir veðrast betur. hus@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.